fimmtudagur, júní 05, 2008

stutt fréttainnskot

Sumarfrís vikan alveg að taka enda, ótrúlegt hvað hún var fljót að líða. Flest verkefnin sem voru á listanum góða búin :) Það sem er nú best af öllu að allir hafa verið hressir þessa vikuna, ójá get svo svarið það.
Við erum að fara í sveitina á morgun, kusurnar að fara út í fyrsta skipti þetta vorið og spennandi að sjá hvernig Unnur Lilja bregst við þeim hamagangi. Síðan auðvitað árlegt kvennahlaup/ganga og kökuát á laugardaginn mmmmmmmmmmmmmmmmmm. Ljúft. Gestur og Grjetar Andri rifu pallinn um síðustu helgi, hann var grautfúinn, svo sem ekki skrýtið þar sem fyllt hefur verið upp með möl upp að gólfi svo engin loftun hefur verið. Ég er ennþá að safna kjarki og orku til að moka í hjólbörur og smella mölinni kerruna. Held það sé dáldið mikið verk, skrýtið að það gerist ekki bara að sjálfu sér!!!!! Það verður voða huggulegt að fá síðan nýjan pall til að sóla sig á........

Efnisorð: , ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home