þriðjudagur, október 14, 2008

Unnur Lilja orðin 2ja ára

þá er heimasætan orðin 2ja ára!!!!!! merkilegt hvað tíminn líður hratt. Þessi elska hefur afskaplega ákveðnar skoðanir á hlutunum og er mjög sjálfstæð. Í flestum tilvikum er nú samt hægt að tala hana til en ekki er hægt að beita mútum. Við héldum hérna ljómandi fínt afmælisboð fyrir hana síðasta laugardag.
Sunnudaginn sl ætluðum við Gestur til Barcelona í 5 daga en vegna óstöðugs gengis þá ákváðum við að hætta við ferðina út og fórum í staðinn í sumarbústað í Brekkuskógi. Byrjar bæði á B, næstum því eins ha? en alla vega þá fórum við á sunnudagskvöld og komum heim seinnipartinn í dag þriðjudag. Unnur Lilja var heima með ömmu Dóru og skemmtu þær sér konunglega. Við höfðum það huggulegt, Gestur vann og vann og ég gerði ekki neitt nema sofa, sauma bútasaum og horfa á Grey´s Anatomy :) voða næs hjá mér. Náði nú að trufla vinnuna aðeins hjá honum og fá hann til að setjast í heitapottinn með mér og slappa af. Þetta er í fyrsta skiptið síðan við Gestur fórum að búa sem við förum tvö ein í sumarbústað, kominn tími til.

Efnisorð: ,

2 Comments:

At 10:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við Brynja erum búin að vera saman í bráðum átta ár og vera gift í rúm fmm ár, og höfum ekki einu sinni farið tvö saman ein í bústað saman, mestalagi farið ein saman útí búð. Svo lucky you.

Kv. Frá Danaveldi. Árni og co.

 
At 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar skemmtilega. Við Baddi þurfum að fara að komast tvö ein í bústað ekki er maður á leiðinni til útlanda alla vega.

Sirrý

 

Skrifa ummæli

<< Home