fimmtudagur, október 02, 2008

fréttir



Réttirnar þetta árið voru mjög blautar en að sjálfsögðu skemmtilegar eins og alltaf. Einkennisklæðnaðurinn var pollagalli og stígvél. Heimtur voru þokkalegar hjá Fjárbúinu á Skiphyl. Unnur Lilja var eins og skriðdreki í réttunum og ekki vitund hrædd við kindurnar.
Síðan þá hefur verið nóg að brasa eins og alltaf hjá okkur. Svandís og Elmar búin að eignast lítinn prins og hefur amman og langamman ekki þurft að nota skó eða sokka síðan því þær svífa amk 20 cm yfir jörðu. Hrafn búin að eiga stórafmæli og bjóða í fantafína veislu, takk fyrir okkur. Eiríkur fluttur til okkar og því miður flytur hann fljótlega frá okkur aftur. Afskaplega ánægjulegt að hafa hann hjá okkur. Unnur Lilja fyrst núna eftir ca mánuð að þora að tala við hann og fá hann til að leika við sig.
Við smelltum okkur í leikhús í síðustu viku, fórum að sjá Fló á skinni í Borgarleikhúsinu. Mæli eindregið með því, allir í leikhús!!!!! Buðum með okkur kerfisstjóra stærsta viðskiptavinar DCC og hans frú. Eini gallinn á ferðinni já og stór galli var það var RÖNG timasetning á miðunum okkar. Hef aldrei lent i svona veseni áður. Á miðunum stóð skýrt og greinilega 20:30 og við mættum kl 20:20 og nema hvað ..... engin í miðasölunni og fannst okkur það skrítið og engin að bíða eftir að hleypt verði inn í salinn. Þá byrjaði sýningin sumsé kl 20:00!!!!!!!!! upphófst nú rekistefna um hvort við ættum að drífa okkur inn eða að fá miða seinna. Við ákváðum bara að drífa okkur því það voru víst bara 15 mín búnar af leikritinu. Fengum einhverja harða og óþægilega stóla (sennilega í refsingarskyni heheheh) við endan á röðinni. Fengum síðan sætin okkar í hléi. Meira vesenið. Mistökin með miðana var hjá www.midi.is þeir höfðu sett rangan tíma. Borgarleikhúsið og midi.is vísuðu á hvort annað en á endanum fengum við gjafakort á sýningu að eigin vali. Sem er bara fínt. ójá þannig var nú það.
Nú styttist óðfluga í að heimasætan verði 2ja ára. Stórskrýtið!!!! orðaforði hennar eykst dag frá degi. Dásamlegt að fylgjast með henni sitja einhversstaðar og syngja, því oftast kann hún ekki nema orð og orð úr hverju lagi fyrir sig og útkoman er frábær. Sem dæmi má nefna afi búa = afi minn og amma mín út á Bakka búa, kaggar = Allir krakkar, allir krakkar, heta ói = hesta jói.

Efnisorð: ,

1 Comments:

At 4:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna ykkar, verður ekki mikil veisla í tilefni dagsins.
kv
Hrafnhildur Ólafsd

 

Skrifa ummæli

<< Home