sunnudagur, febrúar 24, 2008

konudagur

konudagurinn að enda kominn, á mínu heimili hljómaði hann upp á túlípana, góðan kvöldmat og hrein gólf :) Annars var ég í sumarbústað í Ölfusborgum um helgina með Kristjönu systur. Helginni var eytt í rólegheitum og við skrapp. Margar flottar síður litu dagsins ljós og gaman að rifja upp atburðina á myndunum.
Ekki er hægt að segja að það sé mikil skrifgleði hérna á blogginu hjá mér. Hef fengið margar snjallar hugmyndir að bloggi en þær hafa nú horfið ansi skyndilega þegar ég sest við tölvuna.
Við fórum um síðustu helgi vestur á þorrablót í Lindartungu, Unnur Lilja var í miklu dekri hjá Möggu frænku og fjölskyldu á meðan. 2 nóttin sem Unnur Lilja gistir án foreldra sinna utan heimilis, gekk alveg ljómandi vel enda ekki við öðru að búast hún er svoddan engill. Við fórum svo suður og sóttum hana á laugardeginum og brunuðum aftur vestur og komum heim á sunnudagskvöld. Hún fór að sjálfsögðu í fjós og fjárhús og ekki hrædd við dýrinn en sem betur fer aðeins varkár þ.e. æðir ekki að þeim en ég hef lúmskan grun um að þessi varkárni færi fljótlega af ef við færum reglulega í sveitina. Hún er orðin sátt við nýtt heimili, loksins orðin eins og hún á að sér að vera. Ég er viss um að hluti af þessum pirring hennar var að hún fékk 7 jaxla á tveimur vikum, ákkúrat á sama tíma og við vorum að flytja.
Framundan er nóg af verkefnum eins og venjulega, ég er á 4 kvölda glerbræðslunámskeiði hjá Glit, síðan fer nú að líða að fræðsluerindunum sem ég tók að mér að halda, já og það styttist líka í skiladag á 2 blaðagreinum. Alltaf nóg að gera fyrir utan hin daglegu verk og vinnur.
Já og síðast en ekki síst þá fæddist lítil stúlka hjá Svan og Sirrý þann 15. febrúar. Allt gekk ljómandi vel á þeim bænum.

Efnisorð: ,

laugardagur, febrúar 02, 2008

erum flutt í nýtt sveitafélag

þá erum við nú flutt :) Erum í skemmtilegu verkefni við að koma okkur fyrir í nýju húsnæði. Kössunum fækkar hægt og rólega, amk bætist ekki við þá!!!!!! Við fengum búslóðarflutningavana menn til að bera okkar hafurtask úr úr Engihjallanum og inn í Fljótaselið. Þvílíka snilldin sem slíkt er..... Þeir voru í 4 tíma að skúbba þessu á milli íbúða + 2 tímar í bið á meðan beðið var eftir að fyrri íbúar Fljótaselsins kláruðu sinn frágang. Vorum með Engihjallan tilbúin til afhendingar á réttum tíma en þeim seinkaði um ca 2 tíma sem keyptu af okkur. Þetta flutningastúss fer afskaplega illa í Unni Lilju. Hún er extra grátgjörn og harðneitar að fara að sofa. Held samt að hún sé heldur að hressast, er þokkalega kát þegar hún kemur heim frá dagmömmunni. Toppurinn er þegar amma Dóra kemur í heimsókn eða Línhildur og Bergrún, þá er hægt að brosa út í annað og leika við þær. Foreldrarnir eru eiginlega á ignore. Vinnan gengur sinn vanagang. Ég er búin að koma mér í smá verkefni sem krefjast talsverðs undirbúnings. Samþykkti að vera með fræðsluerindi á námskeiðum fyrir fólk með hrygggigt annars vegar og iktsýki hinsvegar. Hef 2svar verið með fræðsluerindi um aðlögun að breyttum aðstæðum fyrir fólk með vefjagigt svo þarna er aðeins verið að bæta við. Alltaf þegar ég er búin að segja já, hugsa ég hvern fjár...... var ég nú að koma mér í!!!!!!!!!!! en það er nú ekki allt sem ég er búin að koma mér í, get ekki sagt meir um það í bili..........

Efnisorð: ,