laugardagur, júlí 19, 2008

sumarfrí

Langt síðan ég hef póstað einhverju hérna inn en allavega þá brugðum við okkur á Landsmót hestamanna á Gaddastaðaflötum og áttum þar indæla helgi. Flottir hestar og hellingur af fólki. Fengum ókeypis tónleika jafnt dag sem nætur :) ....... Eina sem við vorum ekki sátt við var skipulagsleysi á ansi mörgum hlutum og hryllilegt ryk sem barst inn um allt og þá meina ég allt. Húsfrúin er komin í sumarfrí og eru 1/3 búinn af því. Fyrstu helgina í sumarfríi fórum við í Oddsholt og vorum þar í góðu yfirlæti hjá Dóru. Aðsjálfsögðu notaði ég ferðina austur og skrapp aðeinsssss í bútasaumsbúðina Bót á Selfossi, afskaplega nauðsynlegt og nytsamlegt stopp þar. Við Unnur Lilja eyddum svo einum degi í búðarrápi með Kristjönu og fórum svo í sveitina með henni, dvöldum þar í góðu yfirlæti frá mánudagskvöldi fram á fimmtudagsmorgun. Foreldrar mínir ákváðu að drífa sig í verslunarferð í höfuðborgina og þá var auðvitað nauðsynlegt að við Unnur Lilja færum með í það enda búðarvanar eftir ferðina með Kristjönu. Erum svo í gær og í dag búin að vera að dunda okkur heima við tiltekt og garðvinnu og ég laumaðist aðeins í bútasaum, bara oggulítið sko........ Framundnan eru síðan útilegur en ekkert ákveðið hvert og hvenær, amk förum við að Skiphyl á morgun að mæla út og stika fyrir sumarbústað svo hægt sé að fá gröfu til að moka holu fyrir undirstöður.

Efnisorð: , ,