mánudagur, september 26, 2005

klukk

þá var ég klukkuð sem þýðir fimm staðreyndir um mig þurfa að birtast hérna.......

Staðreynd 1: Bý með Gesti sem hefur gígantíska þolinmæði sem ekki veitir af til að búa með mér.

Staðreynd 2: Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á bak góðum hesti og þeysa út í íslenska náttúru í góðra vina hópi.

Staðreynd 3: Er föndrari

Staðreynd 4: Er mjög lítið fyrir heimilisstörf, einna skást er að elda og þvo þvott. Líkt og Fanney þá myndi ég ef ég ynni milljónir í Lottó ráða mér ræstingakonu með endalausa þolinmæði.

Staðreynd 5: Langar til að flytja út í sveit með mínum karli og hestum. Helst stutt frá höfuðborginni. Eignast fleiri hesta og önnur dýr.

Jæja þarna hafðist það. Klukka hér með bloggarana Millu Snillu, Stínu of múnstrít, Stínu in London og Evu sveitakerlu

laugardagur, september 24, 2005

uppdeit

Réttirnar afstaðnar fyrir viku síðan, alltaf jafn skemmtilegar. Fór að sjálfsögðu ríðandi í réttirnar með Prinz hinn nýja og minn síspræka Strák. Gekk ágætlega lennti í smá árekstrum við Prinz en við náðum að semja áður en allt fór í vitleysu. Þessi vika er búin að vera fljót að líða hjá enda mikið að gera á bænum. Frúin farinn á leirnámskeið í Glit og dreymir nú um leirlistmuni sem og nytjahluti :) spuring hvort mar skelli sér ekki bara í að endurnýja allan borðbúnað fyrst mar er byrjaður hehehe je right.... smá manía kassssski í gangi. Stefni á að nýta maníuna í þrif á íbúðinni áður en eskimóarnir fjórir koma í mat í næstu viku. Við skelltum okkur í Ikea áðan og keyptum innréttingu á baðherbergið :) :) jibbbý skibbbbý nú er næsta skref að koma henni upp, held að Guðbjörg með skökku augun ætti jafnvel að halda sér til hlés og dunda sér við eitthvað annað svona til að halda geðsheilsu okkar beggja sælla minninga síðan skápurinn í holinu var settur upp og já ef mar fer eitthvað smá aftar kasssski möguleiki að finna eina ja eða jafnvel tvær skakkar flísar á baðveggjunum. Amk ef vel er aðgáð.

Hún ég stend í atvinnuleit þessa dagana svo ef einhver veit af góðu og áhugaverðu iðjujálfadjobbi þá má hinn sami gjarnan láta vita. Spurningin er hinsvegar frá og með hvaða degi ég ætti að byrja á nýjum stað. Er að vinna í Geysi til 1. des og langar þá afskaplega mikið í smá augnaðgerð og byrja þá ekki að vinna fyrr en 1. jan og í janúar er Indlandsferð á dagskrá svo þá hvað???? alltof flókið mar. Spurning um að ræna banka og byrja bara á nýjum vinnustað eftir ár!!!!!! heyrðu já það hljómar bara fantafínt. Þessir peningar alltaf að flækjast fyrir manni.

Sífellt nýjir einstaklingar að líta dagsins ljós í kringum okkur. Pétur Steinar fæddist í mars, Kolbrún í júní, Snæbjörn í ágúst, Elísa Anna í september og nýfæddur óskírður Þorgilsson í gær. Síðan eru amk 4 önnur á leiðinni að ég veit.

föstudagur, september 16, 2005

langt síðan síðast

það er orðið langt frá síðasta pistli frá mér... kasssski er þetta eitthvað að ganga, því að mér virðast sem á sum blogg hafi ekki verið hripað lengi.

Loksins er komin föstudagur sem þýðir helgarfrí!!!!!!!!! og það í 3 daga að þessu sinni. Réttarfrí á mánudag jibbbbý jei bara gaman get ég sagt ykkur. Ég fer með nokkrum ættingjum mínum og fákum þeirra á sunnudaginn upp í Hítardalsrétt þar sem hrossin verða geymd yfir nóttina og svo er fjárréttin á mánudagsmorgun. Alltaf stemming að fara í réttir :) :) Prinz hinn fyrrverandi ógnvekjandi fer með okkur á eftir. Við erum búin að semja frið og gengur alveg ljómandi að fara með honum út að skokka .... eða sko hann skokkar og ég sit á baki hans .... léttara fyrir mig amk. Hann er svo vel taminn þessi elska. Svo nú er Gestur orðin stoltur hesteigandi.

Er ennþá með smá hjartslátt eftir aksjónið í blokkinni í gær. Haldiði ekki bara að það hafi kviknað í íbúð á sömu hæð og okkar er. Slökkvilið, lögga og sjúkrabílar með læti hérna fyrir utan. Mitt litla hjarta þolir ekki svona ósköp!!! en betur fór en áhorfðist. Fólkið náði að slökkva eldinn og koma sér út á svalir þar sem það beið eftir reykköfurum. Púffffffff....

En well ég er farin að snæða og síðan setja Prinz á kerruna og bruna í sveitina.

föstudagur, september 09, 2005

Prinz

jæja það tókst og ég er í adrenalínflippi. Ég prófaði Prinz í gærkvöldi og það gekk svona ljómandi vel. Búin að kvíða fyrir í marga mánuði og kvíðahnúturinn leystist.... jibbbbýýý varð bara að segja frááááááa........

þriðjudagur, september 06, 2005

fröken andlaus

adrenalínið er eitthvað að dvína í blóðinu og hefðbundinn doði að hellast yfir :) og þó!!! byrjaði í Baðhúsinu í gær og er ennþá á lífi. Skellti mér svo í gönguferð með Jóhönnu áðan og svo á að mæta í leikfimina á morgun. Við áttum ágætis helgi í sveitinni, mest megnis í hestastússi :) nýta síðustu mómentinn áður en haustbeit tekur við. Geggjað veður hreint út sagt og haustlitirnir farnir að sýna sig aðeins.
fröken andlaus kveður í bili

föstudagur, september 02, 2005

kajak

Hetja Gvends talar úr hjallanum. Hámó skellti sér í eftirmiðdaginn í gær á kajak á Stokkseyri og síðan í humarþema á veitingahúsinu Við fjöruborðið. Geggt kúl eins og unglingarnir myndu orða það. Ég var að kafna úr gunguskap og ætlaði ekki að þora á bátrassgatið en lét mig hafa það eins og sannri Hetju Gvends sæmir. Lentum í skemmtilegum ævintýrum s.s. að lenda þversum með báða enda í landi og miðjuna í vatni. Hélt við myndum kafna úr hlátri. Ég var sumsé önnur þeirra sem lenti svona skemmtilega þversum og í dag er ég með massa harðsperrur í maganum af hlátri og róðri. Hvað finnst ykkur um að skipta um nafn á klúbbnum góða og breyta úr hámó sem þetta jú nú er og yfir í ofurhetjurnar??? eheheh nettur djókur hér. Er enn á einhverju adrenalínflippi. Svo er það bara sveitin á morgun og kem til baka á sunnudagskvöld. Rétt aðeins að reka inn nefið þar og kíkja á Strákinn minn.
góða helgi og farið varlega í myrkrinu
kveðja
hjallakerlan