fimmtudagur, október 26, 2006

sveitaferð

Við erum komin heim aftur eftir góða ferð í sveitina. Afskaplega gott að breyta aðeins um umhverfi og ekki sakar að geta montað sig af flottri prinsessu.
Ekki er seinna vænna en að kenna dömunni sveitastörf, svo við smelltum okkur með að reka kindurnar inn. Daman fékk reyndar bara að vera í bílnum með móður sinni, ja amk átti móðirin að vera kyrr í bílnum og ekki fara út nema í augnablik til að standa fyrir en eitthvað gleymdi hún sér og stökk út og ætlaði að hindra brottför kinda sem voru að fara í öfuga átt. En þrátt fyrir mikin vilja minn, hlaup að vísu ekki mjög hratt, öskur og stökk yfir skurð (að vísu var hann ekki mjög stór en eitt augnablik hélt ég samt að ég myndi ekki drífa yfir og eitt augnablik hugsaði ég líka andsk.... hvernig fara saumarnir nú.... en það leið fljótt hjá og ég hélt áfram) var einlægur brotavilji kindanna það mikill að þær komust fram hjá mér og karli föður mínum sem kom á harðahlaupum. En með lagni, "þolinmæði" , hlaupum um víðan völl og slatta af hótunum af hálfu mömmu og Kristjönu ákváðu þær nú loksins að gefa sig. Ótrúlegt hvað sauðfé getur verið þrjóskt!!!!!!!!!!!!!

Dagskipulagið er hins vegar hundleiðinlegt, sumsé að taka til í skápum til að föt og dót sem tilheyrir prinsessunni komist fyrir + almenn tiltekt á heimilinu.... ég hef alltaf verið afskaplega dugleg að finna mér allt annað að gera áður en ég hef mig af stað í svona heimilistörf. Löngu búin að ákveða að þegar ég verð stór þá ætla ég að fá konu/mann einu sinni í viku til að þrífa íbúðina og skipta um á rúmunum. Ó mæ god hvað ég held það væri ljúft að koma heim í hreint hús í hverri viku :)

föstudagur, október 20, 2006

í vikulokin

Jæja þá er fyrsta vikan okkar heima á enda og allt hefur gengið vel. Hjúkkan kom í sína fyrstu heimsókn til að kíkja á skottulínu. Skottulínan fékk fyrstu einkun að sjálfsögðu hjá henni og er fær í að fara á flakk. Góðir gestir hafa heiðrað okkur með nærveru sinni í vikunni m.a. María og Aðalheiður með ungana sína, frábært að þær gáfu sér tíma til að kíkja við færandi hendi :) Svo að sjálfsögðu hefur fjölskyldan verið dugleg að kíkja við eða hringja og fylgjast með.




Jæja, nóg af ungatali. Gestur smellti sér að "lana" ásamt öðrum unglingum á hans aldri og eldri, athöfn sem þeir gera reglulega félagarnir og skemmta sér konunglega. Nauðsynlegt að iðka tómstundaiðju reglulega (vá þetta var iðjuþjálfalegt mar, fínt að halda sér við þar sem ég missti af iðjuþjálfaráðstefnunni). Hum, ha, ja hvað skal segja meira?? alveg andlaus....... svo þá er best að leggjast upp í sófa og horfa heilalaus á sjónvarpið.

mánudagur, október 16, 2006

Heima er bessssssssssstttttttttt

Jæja húsfrúin sest við skýrsluskrif. Takk fyrir allar frábæru kveðjurnar sem við erum búin að fá :)

Við mæðgur komum heim í gær sunnudag og það ríkti mikil gleði hjá okkur þremur með það. Yndislegt að komast heim í sitt umhverfi. Skottulínan er mjög vær svo framarlega að við séum nógu fljót að sinna henni. Afskaplega ákveðin og óþolinmóð sem kemur jú víst engum á óvart sem þekkir móður hennar *hóst* *hóst* Annars er fátt fréttnæmt hér á bæ, allt snýst um að máta nýju hlutverkin, máta nöfn á prinsessuna og njóta þess að vera til !!!!!!

knús og kram
húsfrúin

sunnudagur, október 15, 2006

myndarlegar mæðgurnar

hæ, hér koma fleiri myndir inn, mæðgunum líður vel, þær eru enn á spítalanum en ég á von á þeim á morgun heim ef allt er í lagi.
Ef þið smellið á mynd, þá opnast hún stærri á skjáinn.

Hvernig er hægt að vera svona himnesk.

Það er svo gott að kúra í fanginu á mömmu sinni.

föstudagur, október 13, 2006

myndarleg


við eigum eftir að setja myndir á netið af prinsessunni okkar, en hér er ein mynd af henni nokkrum mínútum eftir að hún kom í heiminn.

fimmtudagur, október 12, 2006

fjölskyldan fullkomnuð

Dóttir okkar kom í heiminn þann 10.10.2006 klukkan 19:34. Yndisleg, fríð og heilbrigð stelpa sem kann sko heldur betur að tjá sig :) 51.5cm og rétt rúmar 15 merkur.
Mæðgum liður að vonum vel og eru væntanlegar heim fimmtudaginn 12.október.

besta kveðja úr Engihjallanum í fjarveru Guðbjargar.
Gestur

föstudagur, október 06, 2006

ekkert að gerast :)

jæja ennþá er ekkert farasnið á þrjóskupúkanum okkar. Annars höfum við það ljómandi fínt, ég nota tíman og dunda mér við handavinnu (ótrúlegt en satt þá á ég nokkur ókláruð verkefni af ýmsum stærðum og gerðum, hver skildi trúa því???), lesa og hangsa í tölvunni. Um að gera að nota síðustu rólegu momentin vel :)

góða helgi.....

miðvikudagur, október 04, 2006

tíðindalaust

enn er tíðindalaust af vígstöðvunum, þrjóska barnið okkar heldur sig innandyra og hefur það greinilega of gott þar. Vorum í tékki í morgun og þá var ýtt við því og vonandi skilar það einhverjum árangri, þetta er orðið alveg fín bið :) þó svo að móðirin sé afskaplega þolinmóð *hóst* *hóst*