sunnudagur, október 28, 2007

baggalútur

Baggalútur lætur ekki að sér hæða. Búin að snara 10 litlum negrastrákum yfir á annað form.

10 litlir kynvillingar

Kynvillingar fóru á krá,
kenndir, allir tíu
einn var tekinn aftanfrá,
og eftir voru níu.

Níu litlir nárakjassar
nutu þess að hátta
einn fékk skæða sárasótt
þá sátu eftir átta.

Átta hýrir hommatittir
hittust klukkan tvö
einn tók fullstórt upp í sig
eftir voru sjö.

Sjö graðir gleðipinnar
gláptu á XXX
einn þeirra sprakk úr spenningi
spólunni skiluðu sex.

Sex blíðir attaníossar
æfðu sig í rimm
einn fékk sig fullsaddan
sáttir voru fimm.

Fimm æstir analistar
urðu flennistórir
einn féll þá í yfirlið
eftir voru fjórir.

Fjórir sætir sykurpúðar
sungu „ég er hýr"
einn var kýldur klessu í
komust undan þrír.

Þrem bústnum bossahossum
bauðst að hnoða leir
einn fékk af því standpínu
eftir sátu tveir.

Tveir baldnir borusnúðar
bögguðu ekki neinn
en öðrum var gert að gifta sig
gekk þá áfram einn.

Einn kenghýr kynvillingur
komst víst aldrei heim
en ekki hafa áhyggjur
það er víst nóg af þeim.

Efnisorð:

fimmtudagur, október 25, 2007

Orð eru álög

Speki dagsins er:


Í dag er upphaf míns nýja lífs
Í dag mun ég byrja upp á nýtt
Aðeins góðir hlutir munu henda mig í dag
Ég er þakklát/ur fyrir að lifa
Ég sé fegurðina í öllu í kring um mig
Ég lifi af ástríðu og tilgangi
Ég gef mér tíma til að hlæja og leika mér dag hvern
Ég er vakandi, full orku og full af lífi
Ég einblíni á allt það góða í lífinu... Og er þakklát/ur fyrir það
Ég lifi í sátt og einingu við allt
Ég finn fyrir ást, hamingju og allsnægtum
Ég er ég sjálf/ur
Ég er mikilfengleikinn í mannlegri mynd
Ég er fullkomnun lífsins
Ég er þakklát/ur fyrir að vera ... ÉG..

Í DAG ER BESTI DAGUR LÍFS MÍNS!

Efnisorð:

mánudagur, október 22, 2007

Orð eru álög

orð helgarinnar eru: a) orð eru álög, b) hugurinn er eins og óður apaköttur....... uppbyggilegt ekki satt????
Helgin var ósköp ljúf, vinnusprell á laugardagskvöld. Frú Sigríður Klingeberg var óvænt ánægja á því kvöldi. Fór í gegnum létta talnaspeki og gaf okkur hverri og einni nokkur hollráð og netta persónulýsingu. Snilldin ein!!!!! ekki meira um það hér. Eftir það fórum við í Nornabúðina á Vesturgötunni, borðuðum þar og fengu fínan fyrirlestur um galdra :) þarf endilega að fara í þá verslun aftur og grúska smá. Langaði ótrúlega til að kaupa Fýlupoka..... svona bara til að eiga í neyðartilvikum. Mar á sumsé að tuða og láta allt gossa í fýlupokann og hella síðan í salernið og sturta niður og öll fýla og leiðindi á bak og burt. Ekki svo að skilja að ég þurfi á slíku að halda, ég þessi ljúfa og glaða kona. Alltaf svo sérstaklega glöð á morgnana múhahahahahahhaha vitleysan stendur í mér svei mér þá. En já í alvöru talað þá er margt skemmtilegt til í Nornabúðinni. Á sunnudaginn fórum við afmæli til Halldórs Svan og að sjálfsögðu var þar margt gott að snæða. Alveg ljómandi. Þetta var því helgi tvö í veislustússi, ein helgi eftir í þessari lotu. Vill til að mar má alveg við því að bæta á sig einu grammi eða svo. Mikið er ég heppinn.
Á morgun er svo glerbræðslunámskeið. Mæja var svo yndisleg að bjóða mér á námskeiðið með iðjuþjálfunum á Reykjalundi.

Efnisorð: , ,

mánudagur, október 15, 2007

afmæli

fín helgi að baki. Héldum upp á afmælið hennar Unnar Lilju á laugardaginn, buðum fjölskyldum okkar í kökuboð sem heppnaðist með ágætum. Unnur var hálf feimin þegar allir voru mættir, ekki vön að vera innan um svona marga og það allra síst heima hjá sér. Feimnin leið nú fljótt hjá og hún farin að leika sér. Fékk fullt af fínum gjöfum, takk takk allir. Hún valdi sér afmælisboðsdaginn til að fara að labba!!!! ójá hún er farin að ganga, fer hægt og rólega yfir amk ennþá. Átti nú ekki von á því að hún færi rólega þar sem hún er svoddan glanni. Við Gestur gáfum henni sparkbíl í afmælisgjöf sem er nú ekki í frásögur færandi. Eitt kvöldið var ungfrúin búin að príla upp í sætið á bílnum, stóð þar á höndum og fótum þannig að rassinn var efsti punktur. Mér stóð nú ekki alveg á sama þar sem bílinn var ekki alveg kyrr og ef hún hefði dottið a höfuðið þá hefði hún lent á glerhurð. En þetta reddaðist allt og við Jóhanna komnar með eðlilegan hjartslátt aftur :) Unnur Lilja er í því sem sagt þessa dagana að æfa sig að klifra upp á hluti og aðsjálfsögðu skiptir ekki máli hversu traustur hluturinn er. Sem betur fer drífur hún ekki ennþá ein upp í sófa eða uppá stóla, verður nú örugglega stutt þangað til. Gaman að fylgjast með henni brasa. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur. Aðlögun hjá dagmömmunni heldur áfram, Unnur Lilja grætur sárt þegar ég skil hana eftir á morgnana en það líður fljótt hjá og hún leikur sér glöð við krakkana. Í dag var fyrsti dagurinn sem hún var fram yfir hádegismat og lúr. Var gjörsamlega búin á því þegar pabbi hennar sótti hana kl 15 og því frekar stúrin hérna heima, þessi elska. Hún verður fljót að jafna sig.

En jæja best að hætta þessum skrifum og drífa sig út og hlusta á Helga Jónsson gigtarlækni tala um slitgigt.

Efnisorð: ,

miðvikudagur, október 10, 2007

1 árs afmæli.

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Unnur Lilja, hún á afmæli í dag. Til hamingju með daginn litla mús. Ótrúlegt en satt, eitt ár liðið síðan hún kom í heiminn. Ég er ekki alveg að fatta það.
Unnur Lilja er byrjuð hjá dagmömmunni, loksins. Gengur ágætlega amk ennþá, er ekki nema 2 tíma á dag. Alveg feikinóg fyrir prinsessu sem hefur bara verið í pössun hjá ættingjum sem hún þekkir vel.

Efnisorð:

laugardagur, október 06, 2007

morgunstund gefur hjartakvilla

Það eru gömul vísdómsorð að morgunstund gefi gull í mund, en ný japönsk rannsókn bendir til að þeim sem fara snemma á fætur sé hættara við hjartakvillum. Leiddi rannsóknin í ljós tengsl á milli fótaferðatíma og hjarta- og æðasjúkdóma.
Rúmlega þrjú þúsund hraustir einstaklingar á aldrinum 23-90 ára tóku þátt í rannsókninni. Þeim sem fóru snemma á fætur var hættara við háþrýstingi og heilablóðfalli.

Sko ég hef alltaf sagt þetta, bráð óhollt að fara snemma á fætur !!!!!! og þurfti ég nú enga vísindalega rannsókn til að vita það........