mánudagur, janúar 31, 2005

eftirköst helgarinnar

jæja góðir lesendur!!!! hehehehe voða var þetta formlegt. Helgin yfirstaðinn og komin ný vinnuvika og heilsuvika. Við fórum í sveitina um helgina, höfum ekki farið síðan um áramót. Skelltum okkur á þorrablót um helgina í Lyngbrekku. Allt fór friðsamlega framm, engin drepin barinn eða bitinn!!! Jóhannes eftirherma fór á kostum og mar var með verki í maganum úr hlátri. Þotuliðið úr Borgarnesi lék fyrir dansi, þeir eru nú ekki mestu snillingar sem mar kemst í tæri við en alveg þolanlegir. Við i það minnsta skemmtum okkur rosalega vel. Um næstu helgi förum við svo á annað þorrablót hress og kát. Bara gaman að því. Að öðru leyti gerist svo sem ekki neitt. Skóli og vinna hjá Gesti, vinna hjá mér og svo eftir 5 mín koma svo páskar. Vorum einmitt að tala um það í vinnunni í dag hvað janúar hefur liðið hratt.

En well well sí jú leiter

þriðjudagur, janúar 25, 2005

veit ekki hvern fjandan ég ætti að segja hér og nú, er gjörsamlega andlaus. Átti djöfullega helgi :/ var svo hrikalega geðvond að það hálfa hefði verið nóg, sló held ég öll persónuleg met síðustu 32 ára á þessu sviði. Aumingja Gestur lifði þetta nú af, hann er svoddan hetja. En nú er geðið komið í jafnvægi og tveir vinnudagar í þessari viku á enda. Á föstudaginn erum við að fara á þorrablót í sveitinni, hlakka mikið til. Spurning hvort þetta verði Box 2005. Mjög oft enda þorrablót á því að einhver fari á slysó með hina ýmsu áverka. Held það ætti að banna sumum aðgang að þessum atburði. Síðan helgina á eftir förum við á annað þorrablót einnig út í sveit en ekki þeirri sömu samt. Þar fer allt mjög friðsamlega fram, ja eða hefur gert það hingað til.

Held ég þurfi að læra einhverja særingarþulu til að hrekja flensupestina í burtu, svo ég fái hana örugglega ekki!!!!! hef lítinn áhuga á því að verða veik. Held svei mér þá að ég hafi fengið pestir á síðusta ári fyrir þetta ár líka. Hef aldrei á ævinni orðið svona oft veik á einu ári.
Læt þetta gott heita í bili og klára að horfa á Judging Amy


Verið nú góð við hvort annað :)

fimmtudagur, janúar 20, 2005

nafnlausi pistillinn

Jæja þá er það dagbók vikunnar :) á mánudagskvöldið fór ég í snilldarsaumó, já ég segi saumó en ekki hámó, því við vorum svo hrikalega hógværar í átinu...... gaman að hittast svona reglulega og ég uppgötvaði mér til skelfingar að ég er ekki með neina handhæga nú eða handtæka nú eða ferðalagahæfa handavinnu. Verð eitthvað að bæta úr því fyrir næsta hitting. Fór síðan í matarboð til Jóhönnu á þriðjudag og átti með henni quality moment við gláp á amazing race, snilldar þættir. Hef aldrei horft á þessa þætti áður og mér skilst þetta sé sería no eitthvað helling. Síðan vorum við Gestur að koma heim úr ráðgjöf varðandi lífeyrissparnað, viðbótarlífeyrissparnað, tryggingar, líftryggingu og svo og svo ...... snilld að fara yfir þetta. Og við í þokkalegum málum en bættum við okkur líftryggingu. Dísús kræst hvað mar er að verða ábyrgur hummmmm skildi mar vera að eldast???? og þroskast????? spurning.... Þessi vinnuvika er búin að ólmast framhjá og föstudagur á morgun sem þýðir að ég þarf bara að vakna einn morgun í viðbót snemma og svo má ég sofa að eiginvali tvo morgna. Stefna helgarinnar er að vinna í bað...... margumrædda og njóta þess að vera til. Já og ekki má gleyma boðinu í spúkíkvöld til Svönu beib á mánudag, hlakka til

sunnudagur, janúar 16, 2005

Pastor's donkey

A Pastor wanted to raise money for his church and on being told that
there was a fortune in horse racing, decided to purchase one and enter
it in the races. However at the local auction, the going price for a
horse was so high that he ended up buying a donkey instead. He figured
that since he had it, he might as well go ahead and enter it in the
races. To his surprise, the donkey came in third.

The next day the local paper carried this headline:

PASTOR'S ASS SHOWS

The Pastor was so pleased with the donkey that he entered it in the
Race again, and this time it won. The local paper read:

PASTOR'S ASS OUT FRONT

The Bishop was so upset with this kind of publicity that he ordered the
pastor not to enter the donkey in another race. The next day, the local
paper headline read:

BISHOP SCRATCHES PASTOR'S ASS

This was too much for the Bishop, so he ordered the Pastor to get rid
of the donkey. The Pastor decided to give it to a Nun in a nearby
convent. The local paper, hearing of the news, posted the following
headline the next day:

NUN HAS BEST ASS IN TOWN

The Bishop fainted. He informed the Nun that she would have to get rid
of the donkey, so she sold it to a farmer for ten dollars.

The next day the paper read:

NUN SELLS ASS FOR $10.00

This was too much for the Bishop, so he ordered the Nun to buy back the
donkey and lead it to the plains where it could run wild.

The next day the headlines read:

NUN ANNOUNCES HER ASS IS WILD AND FREE.

The Bishop was buried the next day.

föstudagur, janúar 14, 2005

umferð spumferð

Hélt ég yrði ellidauð á leiðinni í vinnuna í morgun, þvílík andskotans umferð. Fór meira að segja snemma af stað og kom of seint :( 25 mín að keyra það sem tekur venjulega 15 mín. Hvað er allt þetta pakistanapakk að þvælast þegar ÉG þarf að komast leiðar minnar.

En annars er þetta búin að vera ljómandi vika hjá mér já og hjá okkur. Hitti fólk sem ég hef ekki séð lengi :) T.d. ekki síðan ca 1991 eða 1992 sem er næstum því mannsaldur heheheh eða þannig. Gaman að því. En þar sem ég er með heiladauða á háu stigi get ég aldeilisallsekki skrifað neitt af viti hér og nú svo ég segi adios og hafið það gott um helgina.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Fylgifiskur jólanna

jæja þá er búið að afgreiða fylgifisk jólanna, ansi óskemmtilegur fylgifiskur sá... nebbblilega að taka niður jólaskrautið og pakka því niður. ó men hvað það er lítið skemmtilegt, fékk fínan andlegan stuðning frá mínum karli við það!! Það verður alltaf hálf tómlegt fyrst á eftir.

Við erum húkt á spilinu seqence, við keyptum það milli jóla og nýárs og nú eru allir/flestir sem voga sér hingað inn fyrir dyr, dregin í spilið góða. Vonandi engin nauðugur samt :)

Ég er búin að vera í maraþonlestri síðustu viku.... var að klára Da Vinci lykilinn ómen hvað hún er spennandi. Gestur kvikindi keypti hana á ensku út í Edinborg í haust og ég gat ómögulega keypt hana á íslensku líka svo ég skellti mér í ensku útgáfuna, sem hægði heldur betur á lestrarhraða mínum. Er mun FLJÓTARI að lesa á íslenskri tungu og kýs það frekar ef ég hef valið. En well ég ætla að skella mér í að horfa á dobble ó seven í imbanum.

Adíós amígós

föstudagur, janúar 07, 2005

Listin að vera heppinn

Um heppnina gilda reglur, og hinir vitru láta hana ekki velta algerlega á
tilviljun. Efla má heppnina með natni. Sumir láta nægja að koma sér
örugglega fyrir við dyr gæfunnar og bíða eftir að hún opni þær. Aðrir gera
betur og fara lengra og græða á djarfri leikni sinni; þeir ná fundi
gyðjunnar og ávinna sér hylli hennar, bornir áfram af fræknileik sínum og
mannkostum. En sönn lífsspeki hefur ekki önnur leiðarljós en dyggðina og
innsæið – því engin lukka og ólukka er til, nema viskan og heimskan.


og hana nú!!!! hafið þetta í huga um helgina

mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár :)

Gleðilegt ár allir saman til sjávar og sveita. Takk fyrir gamalt og gott sprell á líðandi árum.

Nýtt ár runnið upp með tilheyrandi flugeldaspanderingum. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu var svipað og á átakasvæðum í Beirút eða Bagdad nema hvað það var minna mannfall en þar er. Samt voru of margir sem þurftu að leita aðstoðar vegna brunaslysa af völdum flugelda. Ég er svo mikil gunga eins og allir vita hehehehe að ég hef aldrei á mínum árum kveikt á flugeldi. Var meira að segja í fyrsta sinn utandyra þegar sprengdir voru flugeldar. Finnst að flugeldar eigi að vera hljóðlátir með dýrðlegu ljósashowi, það hentar mér fínt.

Við skötuhjú fórum í sveitina að kvöldi nýársdag og komum heim í morgun, já sagt og skrifað í morgun. Guðbjörg hin morgunspræka stökk á fætur kl 06:00 og í sturtu og síðan brunuðum við í bæinn í skítaveðri. Við fengum skafrenning, brjálað rok, rigningu, slyddu, skafrenning og snjókomu með góðum slatta af rokrassgati. Ég mætti of seint í vinnuna í morgun vegna veðurs demmmmmm þoli ekki að vera sein. En við komumst stórslysalaust og ég náði að dotta nánast alla leið. Opnaði augun reglulega og ef veðrið var leiðinlegt þá var ég fljót að loka þeim aftur hehehehe skilst t.d. að Kjalarnesið hafi verið extra slæmt. Í kvöld erum við svo að fara í jólarestaboð til systur Gests, gaman að því. En ég ætla nú að undirbúa mig andlega undir það að þurfa að fara út á eftir og leggja mig í smá stund :) :)