miðvikudagur, janúar 23, 2008

Flutningar á næsta leyti

Það styttist óðum í að við flytjum okkur um set og í annað bæjarfélag. Brjálað að gera við að pakka niður, þrífa og lagfæra hitt og þetta, að ógleymdu því að HENDA dóti sem við erum hætt að nota. Nett streita er að búa um sig hjá mér því við eigum að afhenda þessa íbúð sama dag og við fáum afhent. Eins gott að ekkert klikki.
Unnur Lilja tekur þessu öllu með stóiskri ró, fattar örugglega ekki hvað er í gangi á heimilinu. Hún er mjög ánægð hjá Guðmundu dagmömmu, reynir eftir bestu getu að stjórna öllu þar, gengur nú misvel. Unni hentar vel eins og móður hennar að ráðskast svolítið með allt og alla :) gott að þekkja sínar sterku hliðar ekki satt????

Efnisorð:

mánudagur, janúar 14, 2008

snilldartexti

snilldartexti, ég er mikið búin að hlæja að þessu :)




Allt fyrir mig
Ég leitað hafði langa hríð
Um landið þvert í erg og gríð
Að konu við mitt hæfi
Raunar alla ævi

En það bar engan árangur
Ég var örmagna og sársvangur
Ég komin var að þrotum
Og að niðurlotum

Þá birtist hún með brúðarslör
Og bros á vör
Hún lofaði að annast mig
Ef ég gengi að eiga sig

Hún þurrkar af og þrífur
Ef ég þreyttur er og stífur
Allt fyrir mig
Hún ræstir og hún þvær
Hún ryksugar og hlær
Allt fyrir mig

Við giftum okkur eins og skot
Við innréttuðum lítið kot
Og hlóðum niður börnum
Í nokkrum góðum törnum
Hún verður ekki á þrifum þreytt
Nú þarf ég ekki að gera neitt
Femínskar beljur
Súpa sjálfsagt hveljur

Þá birtist hún með brúðarslör
Og bros á vör
Hún lofaði að annast mig
Ef ég gengi að eiga sig

Hún þurrkar af og þrífur
Ef ég þreyttur er og stífur
Allt fyrir mig
Hún ræstir og hún þvær
Hún ryksugar og hlær
Allt fyrir mig


Hún þurrkar af og þrífur
Ef ég þreyttur er og stífur
Allt fyrir mig
Hún skuplar og hún þvær
Hún skrúbbar mínar tær
Allt fyrir mig

Hún þurrkar af og þrífur
Ef ég þreyttur er og stífur
Allt fyrir mig
Hún strýkur úr mér stressið
Hún straujar á mig dressið
Allt fyrir mig
Allt fyrir mig

nýjar myndir á myndasíðunni

var að setja inn myndir frá jólahátíðinni og skírn Auðar Sölku

Efnisorð:

þriðjudagur, janúar 08, 2008

andleysi

var nú aldeilis komin með flott blogg í hugann og ákvað því að setjast við tölvuna og prófa nýju nettenginguna en hvað gerist??????? ég man ekki hvað ég ætlaði að blogga um!!!! lélegt.

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir gamla árið. Þá er þessum leiðinlegasta degi ársins að ljúka sem þýðir að það eru 365 skemmtilegir dagar framundan. Einhverja hluta vegna þykir mér nýársdagur leiðinlegastur af öllum dögum ársins. Get svosem ekkert útskýrt það nánar. Við erum búin að eiga ljúfa jólahátíð og á morgun tekur alvara lífsins við hjá húsfrúnni. Vinnan byrjar hjá mér á morgun en feðginin eiga saman ljúfan dag á meðan, dagmamman byrjar ekki að vinna fyrr en 3ja jan. Mikið verður nú annars gott þegar allt dettur í sína föstu daglegu rútínu, allt svo miklu einfaldara þrátt fyrir að gott sé að eiga frídaga inn á milli. Það styttist jafnt og þétt í að við flytjum, ég er byrjuð að safna kössum og eins gott að vera aktívur að pakka niður því dagarnir verða án efa afskaplega fljótir að líða.

Efnisorð: ,