þriðjudagur, júní 29, 2004

tókum að okkur smá pössunarhlutverk í dag á ungri labrador tík, hún fékk að vera með okkur í framkvæmdum í íbúðinni. Við vorum að setja spónarplötur innan á veggina á baðherberginu og þurftum við að passa að bora ekki nefið af tíkinni. Hún er algjörlega óhrædd við borvélar og sagir, þrátt fyrir hávaða í þessum græjum. Ég hélt hún yrði skíthrædd, en nei nei við þurftum að gæta okkar hvar hún var á meðan við vorum með rafmagnsverkfæri. En annars er allt bara ljúft af okkur að frétta, yndislegt að vera í sumarfríi og dunda sér :) júlí mánuðurinn í vinnunni verður vonandi fljótur að líða þar til ég fer í frí í ágúst aftur. Þá ætla ég að liggja í leti og hafa það næs á meðan Gestur lærir fyrir sumarpróf :)

mánudagur, júní 28, 2004

komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöldi að parket og ég eigum ekki mikla samleið nema ef vera skyldi það liggja kyrrt og ég labba á því og trampa mikið...... djö.... ég var komin ansi nálægt því í gærkvöldi að henda helvítinu fram af svölunum og mála stofugólfið í einhverjum fögrum lit og hafa það þannig... verður að segjast eins og er að mér gekk vægast sagt illa að byrja og fá þennan fjanda til að liggja kyrrann. En með 1000 pásum og 1000000000000000000 skömmtum af þolinmæði tókst mér að leggja smá. Er búin með ca 2/10 af gólfinu, skilst að gólfið sé um það bil 28 fermetrar svo ég á slatta eftir. Er alveg hætt við að fara í Iðnskólann að læra parketlögn, pípulagnir, smíði, múrara eða málara. Held það sé morgunljóst. Er best í að mála :)) en well varð að koma þessum merku tíðundu til ykkar elskurnar mínar, ég er farinn í klippingu og litun á það svo sannarlega skilið mar.

Parketgellan mikla í Engihjallanum kveður að sinni

þriðjudagur, júní 22, 2004

bara að segja að ég er að fara í smá sumarfrí á morgun kl 12:00 alveg í heila eina og hálfa viku. Jibbbbý skibbbbbbbbbbbý hef ekki átt sumarfrí síðan sautjánhundruðogsúrkál. Öllum þessum 7 og 1/2 degi er áætlað að verja við endurbætur á íbúð okkar skötuhjúa með smá útúrdúrum eins og t.d. sveitaferðum :) Við verðum nebbbblilega fljótlega strand í framkvæmdum okkar ef engin pípari fer að láta sjá sig. Gestur er búin að tala við 3 svoleis stykki nú þegar og tveir hafa ekki látið í sér heyra til að tilkynna komu sína eftir dágóðan biðtíma og sá þriðji er í sumarfríi úti á landi og kemur í bæinn í næstu viku og þá er hann til í að kíkja á okkur. Men hvað mér finnst leiðinlegt að bíða eftir iðnaðarmönnum, finnst það ætti að kenna þeim tímastjórnun, skipulagningu, orðið "nei" ef of mikið er að gera hjá þeim, stundvísi, forgangsraða okkur framarlega í verkefnaskrá þeirra...... úbs er kannski að verða dálítið kröfuhörð hérna hummmmmmmmm er það nokkuð annars?????

Ef einhver álpast til að lesa póstana mína má hinn sami endilega skrifa í gestabókina :)

föstudagur, júní 18, 2004

hæ hó og jibbbbbý jei það er komin sautjándi júní og búin líka..... ég man í denn þegar maður fór í Skalló með familíunni og í kaffiboð hjá ömmu og afa á eftir. Þetta var jafn fastur punktur í tilverunni eins og að fara í jólaboð til ömmu og afa á jóladag og hitta alla þar. En í ár var ekki farið í bæjarferð heldur var farið í Engihjallan og málað. Get ekki sagt ég hafi verið ósátt með það, er ekki mikið fyrir svona skrúðgöngudæmi. Miklu skemmtilegra að tjatta við Gest og skríða eftir gólfunum og mála við gólflistana. Þetta mjakast hægt og rólega hjá okkur. Erum búin að vera svo dugleg að við ætlum að taka okkur frí á morgun og fara í sveitina. Ég ætla í kvennahlaup með kvennkynsverunum í minni fjölskyldu, það er að verða jafn fastur punktur í tilverunni og jóladagur og 17. júní í denn. Mjög skemmtilegt. Verð örugglega flott í bleikum bol :) :) Bleikt er minn litur hehehehehe eða þannig. Gestur ætlar að drífa sig í heyskapinn með pabba mínum, hann var að hugsa um að drífa sig vestur í gærkvöldi til að missa örugglega ekki af neinu, þessi elska. Hann er svo mikill sveitastrákur í sér sem betur fer. Það er farið að styttast í sumarfrí þ.e. fyrri hluta þess. Á eftir að vinna í 2 og hálfan dag í næstu viku og verð svo í fríi eina og hálfa viku. jibbbbbbbbbbý skibbbbbbbbbý hvað mig hlakkar til.

Sumarið er tíminn !!!!!!!!

mánudagur, júní 14, 2004

Ekki segi ég fariri okkar alveg rennisléttar af íbúðamálum. Fyrri eigendur voru bornir út vegna hinna ýmsu skulda og ber íbúðin þess aðeins merki verður að segjast. Rafmagn var t.d. innsiglað og tók það nokkurn tíma að fá Orkuveituna til að opna rafmagnið. Ferlegt vesen, fyrst hringdi Gestur til að segja að við værum búin að kaupa til að hægt væri að skrá íbúðina á okkur. Þá er okkur sagt að það sé allt í lagi með rafmagnið því verði hleypt á strax. Daginn eftir hringir Gestur aftur og þá kemur í ljós að íbúð B var skráð á okkur en ekki íbúð D, svo það var lagað. Og ekki kemur rafmagn, svo Gestur hringir aftur og þá kemur í ljós að íbúðir B og D eru skráðar á okkur og þeir vita ekki hvora við eigum. Og ekki kemur rafmagn, þá er sendur maður til að skoða mælirinn í töflunni og hann er í lagi. Daginn eftir er ekki komið rafmagn og við orðin frekar fúl verður að segjast, og enn hringir Gestur og tuðar í bilana deildinni og þá vilja þeir meina að þetta sé okkur að kenna, það hafi brunnið yfir leiðslur hjá okkur og bla bla bla bla en hvernig það gat gerst í rafmagnslausri íbúð er óskiljanlegt hummmmmmmm. Við fengum Rikka mág Gests í heimsókn og báðum hann um að mæla spennuna í rafmagnstöflunum, hann finnur það strax út að það er ekkert rafmagn sem kemur inn og þarf afleiðandi ekkert út heldur. Gestur hringir enn í Orkuveituna og þeir tuða og nöldrast en senda samt mann sem kemur og sér strax að mælirinn er ótengdur vegna skuldar fyrri eiganda sem Íbúðalánasjóður var búin að borga. En hvað þessi maður gerði sem kom fyrst og kíkti á þetta og sagði allt vera í lagi, gerði langar mig að vita. Hef það nett á tilfinningunni að hann hafi ekki mætt á svæðið, ja alla vega ekkert gert. Meira andskotans vesenið. Við vorum alveg búin að fá nóg þarna, get ég sagt ykkur. Þannig var nú rafmagssagan mikla hehehehe. Núna erum við á fullu að brjóta flísar af veggjunum á baðherberginu, búin að rífa niður baðinnréttinguna og vegg. Við ætlum að lengja baðherbergið um 60 cm, til að fá meira pláss fyrir þvottavél og góðan sturtubotn. Heljarinnar vinna. Við ætlum svo að mála alla veggi og loft, þau eru í vægast sagt undarlegum litum, skipta um parket í stofunni og skipta um innihurðir. Það eru 4 hurðir í íbúðinni og engin þeirra er alveg eins. Fyrri eigendur hafa verið á ansi góðum lyfjaskammti eða unnið í Sorpu og fengið hurðir og gólflista þar!!!! Nóg af verkefnum hjá okkur framundan. Stefnan var sett á að flytja fyrir mánaðarmót en ég sé það ekki alveg gerast, baðherbergið tekur mun lengri tíma en áætlað var. Þetta gengur hægt en mjakast þó í rétta átt.

kveðja Guðbjörg hin rafmagnaða

fimmtudagur, júní 10, 2004

var svo heiladauð í gærkvöldi að ég gleymdi að segja frá sokkagöngunni ógurlegu og kvennareiðinni um síðustu helgi.
Það er siður í vinnunni að fara eina gönguferð saman allir starfsmenn deildarinnar. Ansi skemmtilegt :) við fórum í Elliðaárdalinn fyrir ofan stíflu og lékum ýmsar hundakúnstir okkur og öðrum til mikillar ánægju. Á meðan við sprelluðum voru okkar ektaelskur heima hjá yfirmanninum að grilla handa sársvöngum konum og gönguþyrstum hehehe en alla vega þá var þetta heljarinnar skemmtun með talsverði drykkju hinna ýmsu drykkja. Daginn eftir brunuðum við síðan vestur í Borgó sporgó þar sem ég skellti mér í kvennareið með fjörugum konum. Við skemmtum okkur konunglega í frábæru veðri. Mitt stóra/litla hjarta komst óskaddað heim, þrátt fyrir yfirlýsingar mínar í síðustu vikum um klárinn "tattú" Það var bara 2x sem ég var að skíta í mig varðandi hann en þá var bara að bölva í hljóði og tala hlýlega við þessa elsku hehehehe. Sjáið þið það ekki alveg fyrir ykkur????
Merkilegt hvernig skemmtanalífið gengur í bylgjum, það koma löng tímabil þar sem ekkert er að gerast og síðan kemur allt í bunu.
Kannski ég ætti að dríbbbbbba mig í að vinna smá? Annars erum við Gunnhildur sammála um að þessi vika er amk 10 dagar, dísús kræst hvað ég hef ekki tíma til að vera í vinnunni núna :)

miðvikudagur, júní 09, 2004

Eru ekki allir bara ljómandi glaðir og kátir í sólinni??? Við erum búin að fá íbúðina okkar afhenta og erum komin vel á veg með undirbúningsvinnu fyrir málingarvinnuna. Næsta skref er að óska ennn einu sinnnnni eftir rafmagni í íbúðina. Gestur er búin að hafa 2x samband við Orkuveituna og fá hin ýmsu svör og loforð um þessu verði nú kippt í liðinn STRAX, en ekkert gerist. Á meðan er erfitt t.d. að nota borvél og þess háttar rafmagnsgræjur sem við þurfum sárlega á að halda. Hlakka mikið til að komast í okkar húsnæði og festa rætur einhversstaðar.

fimmtudagur, júní 03, 2004

jæja, ég var að koma heim úr geðteymissprelli í Svinadalnum. Við skelltum okkur strax eftir vinnu upp að Skessubrunni í Svínadal, þar sem heilsuþjálfari tók okkur á beinið og kenndi okkur stafagöngu. Árangur okkar var misgóður en góður samt :) við erum snillar það er nokkuð ljóst. Síðan var lagt á brattann og stefnan tekin upp á við. Lungun mín eru greinilega ekki búin að jafna sig eftir flensuna miklu, dísús kræst mar, var eins og mæðuveik rolla eftir nokkrar mínútur. Sem betur fer ákváðu ekki allir að skella sér í fjallageitahópinn svo ég fékk gönguferð við mitt hæfi. Núna 5 tímum seinna dauðverkjar mig ennþá í lungun. Verð orðin góð á morgun fyrir sokkagönguna í vinnunni. Jamm og já þetta eru dagar djammmmmms og skemmtilegheita. Á morgun eftir vinnu fer starfsfólk iðjuþjálfadeildarinnar í árlega gönguferð með ýmsum tilbrigðum sem ekki eru gefin upp á prenti. Ég er skíthrædd um að verkjateymið taki geðteymið í nefið hvað drykkju varðar, ég verð ein og þær eru þrjár, finnst það nú ekki alveg jafn leikur. Ég geri mitt besta og stefni á að mala þær!!!!!!!!! Á laugardaginn er síðan kvennareið í Borgarnesi (fyrir þá sem hafa mikla þörf fyrir útúrsnúning þá sko eru þetta ekki konur að ríða konum sko, ekki pent orðað hehehe). Þetta er bara hin skemmtilegasti hestatúr með gífurlegu magni af áfengi (vonandi ekki of miklu, mjög leiðinlegt þegar fólk missir stjórn á drykkju, jafnvægi og hesti). Mér skilst að ég fá hest lánaðann sem ég hef aldrei sest á áður og er með STÓRANNNNNNN HNÚT Í MAGANUM YFIR ÞVÍ, því hann er ekki hestaþægastur verður að segjast. Sumir kalla hann Tattú vegna fjölda marbletta sem knapar hafa fengið þegar hann prjónar og ræður ekki við það og hlunkast á rassinn og hvert haldið þið að knapinn fari??????? já og það er rétt sem þið haldið, knaparæfillinn kyssir fósturjörðina eða faðmar hana spurning um orðalag. Heheheheheh þetta verður skemmtileg ögrun og hestfj..... í góðu skapi.
En well ég horfi björtum augum til framtíðarinnar og mun skemmta mér feitt um helgina.