mánudagur, ágúst 28, 2006

enn úr fréttum!!!!!

Hraðahindrunum stolið

Hraðahindrunum, sem voru í götunni Hrafnakletti í Borgarnesi, var stolið í nótt, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Þeir sem voru að verki hafa lagt á sig umtalsverða vinnu því þessar tvær hraðahindranir sem stolið var voru hvor um sig skrúfaðar niður með tæplega 40 boltum.

Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að hraðahindranirnar hafi farið í taugarnar á sumum ökumönnum vegna þess að þær hafa þótt háar og brattar.

Stuldurinn hefur verið kærður til lögreglu. (www.mbl.is)


Ýmislegt sem fólk leggur á sig verð ég að segja...... mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þetta í hug og framkvæmdi. Þessar hraðahindranir voru nú ekki einu sinni í fáförnustu götunni í bænum ónei, nei..... Það hljóta einhverjir að hafa séð til þessa húmorista að störfum.

laugardagur, ágúst 26, 2006

report vikunnar

Enn ein vinnuvikan þotinnnnn framhjá, sú síðasta í bili í 100% starfi, við tekur 60% stöðugildi næstu 3 vikurnar og síðan fæðingarorlof fram á vor. Undarlegt..... strax komið að þessu mar. Fyrsti hámó "haustsins" var í vikunni, ferlega næs að hittast aðeins og hámast og spjalla. Vantaði reyndar Söndru sem var í sveitasælunni með sinni familí. Kíkti svo á Söndru og Ísak Loga í gærkvöldi, ótrúlega langt síðan við höfum sést og Ísak sjarmatröll orðin svo stór.

Surprise vikunnar var síðan að Leifur pragverji kom í óvænta heimsókn til okkar, sem var frábært!! hann var eitthvað aðeins að "tuða" yfir hvenær við ætluðum að koma út í heimsókn. Kemur í ljós......

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

allir hafa sínar sprungur......

speki dagsins

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endan á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu. Svona gekk þetta í tvö ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera. Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. “Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott,,

Gamla konan brosti, “ Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa á hinum megin götunnar?
Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræjum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna!,,

Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaust. En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakan.
Þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar (á göllunum) hjá hvort öðru.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

hvað er að fólki!!!!!

Lánaði kærastanum dótturina
Bandarísk kona, sem óttaðist að kærastinn myndi yfirgefa hana á meðan hún lá veik, tók til þess ráðs að lána honum fimmtán ára gamla dóttur sína til afnota í rúminu. Parið og stúlkan skrifuðu undir samning þess efnis, en í staðinn átti stúlkan að fá föt og líkamsgötun.

Upp komst um málið eftir að stúlkan sagði frá samningnum, en þá hafði kærasti móður hennar haft mök við hana um 20 sinnum.

Konan og kærastinn, sem er 37 ára, hafa verið ákærð fyrir grófa misnotkun á stúlkunni. Móðirin hefur verið leyst úr haldi, en maðurinn situr inni fyrir aðild sína að málinu.

mánudagur, ágúst 14, 2006

nýjar myndir

bara rétt að láta vita að það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna okkar, m.a. Indía spindía og hestaferð Kapteinsflatar um verslunarmannahelgina.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

rómantík

nú er árstíð rómantíkurinnar að renna upp :) já væmið skal það vera. Tími kertaljósa og kúruteppa er að smella í hlað, þessi tilfinning grípur mig þegar það fer að hausta og rökkrið færist yfir. Haustið og vorið eru tvær skemmtilegustu árstíðirnar að mínu mati. Fátt betra að hausti en að sitja inni undir feldi, við kertaljós og sauma út hahahah hljómar eins og í skáldsögu frá þar síðustu öld eftir Guðrúnu frá Lundi. En svona er þetta nú samt.

Við erum komin heim í rólegheitin og það er afskaplega ljúft. Segi enn og aftur það var afskaplega skrýtið að vera heima í sveitinni á meðan Capteinshópurinn fór í hestaferðina og það var ljúft að hitta þau í gær upp við Hítarhólm. Ferðin gekk stórslysalaust, veit amk ekki betur. Hef ekki heyrt um neinar byltur né slagsmál. Nóg af fréttaflutningi í bili.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Verslunarmannahelgi

já enn og aftur komin verslunarmannahelgi, þeirri síðustu var eitt í Danmörku í ævintýraferð mikilli eins og frægt er orðið. þetta árið er ég í sveitinni minni með kvefpest og geri ekki neitt annað en sofa, borða og föndra eftir því sem orkan leyfir. Gestur & co eru kominn heim frá Indlandi, komu á fimmtudagskvöld á meira að segja réttum tíma sem þýðir rúmlega sólarhringsferðalag versus tveir sólarhringar út. Þetta var geggjuð ferð hjá þeim og margt að sjá. Þau urðu fyrir hálfgerðu menningarsjokki að koma þarna, mjög ólíkt því sem við á okkar verndaða Íslandi erum vön að sjá. Var einmitt að skoða myndirnar hjá Gesti í gærkvöldi og myndirnar eru síðan væntanlegar á netið fljótlega eftir helgina.
Gestur er lagður aftur af stað í ferðalag, en að þessu sinni innanlands. Árleg hestaferð Capteinsflatar er um helgina og við tókum að okkur að vera trússar nema hvað ég er veik heima hjá ma&pa, vonast til að geta verið með á mánudag. Þau lögðu af stað um hádegi í dag inn Hítardal og enda í Hörðudal, gist verður í Árbliki í tvær nætur. Á morgun er planið að hestast eitthvað um dalina og enda aftur á sama stað og síðan á mánudag á að koma heim aftur Hitardalinn sem er bara geggjað flott leið sem ég hef farið margoft en finnst alltaf jafnfalleg. Mér finnst alveg stórundarlegt að vera heima og að það skyldi heldur aldrei vera inn í myndinni að ég færi með ríðandi þetta árið. Hópurinn er stór og skemmtilegur, 18 knapar og ca 75 hestar :) og án efa fljúga brandararnir villt og galið ...... En mar fær ekki alltaf allt sem maður vill, hversu svo undarlegt það er svo!!!!!!!!!!

Farið varlega um helgina :)