mánudagur, maí 29, 2006

afrek helgarinnar :)

well, well smá fréttaflutningur af okkur í hjallanum. Drifum okkur á fimmtudaginn með hestana okkar í sveitina, mikil gleði hjá þeim að losna loksins úr hesthúsinu út i náttúruna. Þeir eru komnir í sumarfrí af okkar hálfu en trúlega verða þeir báðir í notkun í sumar, eigum góða að sem eru til í að halda þeim í þjálfun.

Við smelltum okkur í leikhúsið og sáum Fullkomið brúðkaup. Fórum með mömmu, Jóhönnu og mömmu hennar, mjög skemmtilegt leikrit/farsi. Mæli með að allir skelli sér og sjái þetta. Endalaust hvað þetta gat verið klaufalegt og stjúpid en vá hvað við hlógum rosalega, nánast komin með krampa í lokinn. Við vorum á 2 bekk þannig að við sáum öll svipbrigði extra vel :) :) Eftir leikhúsið var smellt sér í sveitina í framkvæmdir. Við erum sumsé búin að fá lóð undir sumarbústað og það var drifið í að girða og planta smá niður af trjágræðlingum. Ég var búin að ákveða að gróðursetja um helgina og engin fattaði að auðvitað yrði að girða líka, því gibburnar myndu fljótlega kippa græðlingunum upp og eta þá. En mamma fékk þessa líka fínu hugljómun sem betur fer og Gestur sendur í Borgarnes að kaupa girðingarefni og girðingu hent upp í hvelli með dyggri aðstoð pabba og Kristjönu. Einhvern vegin stendur þannig á að mér er ekki hleypt í svoleissss verkefni hummmmmmmm, fékk nú aðeins að negla smá :) en ég gróðursetti rúmlega 300 stk af græðlingum og var þá stoppuð af áður en ég kláraði verkið sem ég var búin að setja mér fyrir. Skrýtið!!!!!! en er samt dauðfegin eftirá, fann að ég var orðin frekar þreytt þegar ég stoppaði. Gleymi ansi auðveldlega að það sé bumbubúi með í för og ætla mér of mikið!!!! klára sumsé gróðursetninguna um næstu helgi og Gestur ætlar að fara í vegaframkvæmdir. Spurningin er síðan sú hvenær við finnum peningatréið og getum keypt/smíðað okkur hús. Fínt að byrja á ræktun og fá smá skjól. Spennandi tímar framundan. Kvennareiðin í Borgarnesi um næstu helgi og vonandi kemst Kristjana með í það. Ég er búin að bjóða mig fram sem sérlegan bílstjóra hennar og meira að segja búin að bjóða henni hest að láni og til í að hætta limum mínum og annarra í umferðinni og keyra hestinn í Borgarnes. Get ekki sagt að ég sé mjög snjöll að ferðast með hestakerru amk ekki bakka kvikindinu. .... skil það nú ekki alveg þar sem ég er svo klár kona!!!!!!!! Verð að segja að það er ansi skrýtið að vera búin að pakka saman hestadótinu fyrir sumarið, þvo hnakkinn og bera á hann leðurfeiti o.s.frv. Er vön að vera nýbúin að tína dótið fram og rétt að byrja að ríða út.

mánudagur, maí 22, 2006

Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið!

Þessi lesning hefur farið í marga hringi á netinu en er alltaf jafnskemmtileg.


Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið!


Sjúkket maður, ég er orðin 30 ára.

Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið! (eða vorum við bara heppin?)


Ég var að spjalla um daginn við vin minn um þá "gömlu góðu daga" og við
komumst að því að fólk sem er eldra en 30 ára ætti í raun að vera dáið. Já,
samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á
5., 6., 7. og fyrrihluta 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.

HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?

- Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.
- Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum
- og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.
- Sem börn sátum við í bílum án öryggisbeltis og/eða púða
- Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman
- Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu
í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika, við deildum
gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur
létist.
- Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum
á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum.

Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.


- Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og
komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur
yfir daginn.
- Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem
var flott að eiga!
- Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki
fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki
heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.
- Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.
- Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn
var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að
kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
- Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.
- Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli
og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg
augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og
margir gáfust upp á fyrsta njólanum!
- Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og
létum eins og heima hjá okkur.
- Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu,
eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar
aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.
- Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við
stjórnuðum okkur sjálf.
- Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.
Hræðilegt.... En þeir lifðu af.
- Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.
- Það var farið í þrjúbíó á sunnudögum með popp með sér og kakó á
Lybbís-flösku, og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum
námsmanninum í að fóta sig í norðurlandamálunum seinna meir.
- Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í
Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.
- Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
- Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...

OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!



Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum
frelsi, sigra, ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt
saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og
reglur um líf okkar sem þeir segja að sé ,,okkur sjálfum fyrir bestu?.
þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.



Við áttum bara gott líf er það ekki?

laugardagur, maí 20, 2006

speki helgarinnar

"Geymdu ekki bros dagsins í dag þar til á morgun"

þriðjudagur, maí 16, 2006

orðarugl

held ég ætti að opna sér bloggsíðu með gullkornum sem hafa runnið frá mér síðustu daga. það er einhvern veginn þannig að allt kemur öfugt út úr mér eða þá orð sem alls ekki passa við það sem ég er að meina.... lítið dæmi var áðan þegar ég ætlaði að segja "góð hugmynd" sem kom út sem "góð spurning" hummmmmmm.... hvernig verður ástandið í haust??? mar spyr sig

mánudagur, maí 15, 2006

ein helgin enn að baki og bráðum koma jól

Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar.

það er ekki nein smá ferð á þessu dögum og mánuðum. Hef engan veginnnnnn við þessa dagana og hef nett á tilfinningunni að næst þegar ég veit verða komin jól!!!!!!!

Við fórum í sveitasæluna um helgina og dunduðum okkur við sveitastörf, mikið var um góða gesti á ættaróðalinu. Er eiginlega hálf dösuð eftir helgina, greinilegt að orkan er ekki alveg í fullum gír.!.!....

until next time, verið góð við hvort annað og njótið veðurblíðunnar

miðvikudagur, maí 10, 2006

talnaspá

Þessar merku upplýsingar lét ég búa til fyrir mig á síðunni www.zedrus.is, endilega kíkið á hana.

Persónutala: 6
Þetta er tala tryggðar og hollustu. Hún orkar sem hemill á þá, sem eru hvikulir í ástum, og eflir heimilisrækt og staðfestu hins heimakæra manns. Hún stuðlar að hugsunarsemi gagnvart skyldmennum og þeir, sem eru undir áhrifum hennar, eignast marga sanna vini, því að þeir eru bæði hjálpsamir og nærgætinir. Þótt talan 6 sé ekki fyrst og fremst tala gleðinnar, þá stuðlar hún þó að rósömu félagslyndi. Þeir, sem eru undir áhrifum hennar, verða mjög elskuleg foreldri, því að hún er tala tryggðarinnar og hins óeigingjarna kærleika. Yfirleitt hefir hún heilavænleg áhrif á hjónabönd.

Köllunartala: 6
Þetta er hið kjörna tala húsmóðurinnar. Þessi tala stuðlar að heiðarlegri og trúrri þjónustu. Hún hjálpar öllum, sem gegna ábyrgðarmiklum trúnaðarstörfum, er varðar líf og velferð annarra. Hún er því kjörin köllunartala fyrir hjúkrunarkonur, trúboða og embættismenn félagsmála. Hún styður að áreiðanleika og eykur því framamöguleika þeirra, sem gegna störfum, er krefjast ákveðni og trausts.

Örlagartala: 7
Þessi tala hæfir best þeim, sem alltaf keppa að fullkomnun á öllum sviðum. Það er ekki auðvelt að gera þeim til geðs, og þeir eru þar af leiðandi oft óhagsýnir, sökum þess að þeir sætta sig ekki við neitt, sem ekki er fullkomið út í æsar. Þegar þeir, sem ekki eru eins nákvæmir, láta tilleiðast að slá af hugsjónum sínum, vilja þeir, sem talan 7 á best við, heldur vera án þess er þeir óska, en að reyna að ná því sem náð veður. Þetta fólk er gefið fyrir einveru og kyrrð og ver miklum tíma til þess að hugsa. Talan 7 á samt sem áður ekki við framtakssamt og fjörmikið fólk.

Andlegatala: 2
Þetta er tala hins umburðalynda manns. Kjörorð hans er “Lifðu og lofaðu öðrum að lifa”, og það má gera ráð fyrir, að hann hugsi um sjálfan sig, en treysti öðrum, sem traust verðskulda. Hann er mjög hjálpfús að eðlisfari og samvinnuþýður, en laus við drottnunargirni. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Honum hættir til að láta sér sjást yfir mikla galla, og hann á það til að taka of hart á smámunum. Hann verðrur að gæta sín við óþolinmæði og smámunasemi, þegar heppilegra væri að láta sig lítilfjörleg ágalla engu skipta. Að sjálfsögðu geta tölurnar í nafninu breytt þessum skapeinkennum, en þau eru eigi að síður til í eðli hans.

Dulartala: 30
Einhver af hinu kyninu, sem þú kynnist, mun hafa mikilvæg áhrif á baráttu þína til þess að ná markinu. Þessi persóna er nokkuð eldri en þú og það má vera að um vináttu, en ekki ást, sé að ræða ykkar á milli. Þú nærð ekki marki þínu fyrr en fundum ykkar hefir borið saman.

þriðjudagur, maí 09, 2006

ný gestabók komin í gagnið

endilega smellið á gestabókina mína til að skrifa í hana, gamla gestabokin fór halloka þar sem virusar og ormar héldu henni alltaf óvirkri, nú er ný bók komin með öllum vörnum sem kostur er á (vonandi) :)

laugardagur, maí 06, 2006

titillaust

Í dag er vika síðan við komum heim frá Spáni og Don Svanur og hans familía koma heim í dag. Magga og hennar familí eru í þessum skrifuðu orðum að fljúga út til Spánar og verða þar í tvær vikur. Spennan hjá dætrum þeirra var orðin ólýsanleg svo það verður gaman að heyra hvernig þeirra ferðalag var.
Ég fór í hámó í gærkvöldi sem var orðið löngu tímabært, langt síðan við höfum hist og þetta var bara ferlega næs. Mikið var skeggrætt og hugmynd um að smella sér í aðra fjórhjólaferð og setja hestaferðina í salt fram á næsta vor þegar börnin verða orðin stærri en þau eru í dag.

Við skötuhjú erum á leið í sveitina í dag, neminn til að læra og ég til að kíkja á sauðburð og fleira skemmtilegt. Verður stutt stopp þar sem við komum aftur heim á morgun. Síðan er bara smellt á mann HEILLI vinnuviku hef ekki tekið þátt í slíku fyrirbæri síðan í byrjun apríl, verður án ef gífurlega löng vika!!!!!

þriðjudagur, maí 02, 2006

lífsmark

það bærist smá lífsmark með íbúum hjallans. Við komum heim síðasta laugardag eftir vikudvöl í Torreveija. Get ekki sagt að Torreveija sé bær ólíkra húsa og mikillar menningar en ágætur dvalarstaður. Þetta er ungur bær og í mikilli uppbyggingu. Við dvöldum þarna á verðandi ættaróðali Don Svans og Senjoru Sifjar, húsið er ljómandi gott og notalegt. Lokaður garður og sundlaug í honum, mjög hentugt fyrir barnafjölskyldur. Við vorum aðallega í rólegheitum þarna og fórum ekki víða. Ég komst að því að hiti og ég eiga ekki mikla samleið sem eru svosem ekki ný sannindi þar sem ég er þannig líka hérna á Íslandinu góða. Líður best í mildu veðri og ekki mikilli sól. Frekar undarleg!!!!! Myndir koma fljótlega á myndasíðuna okkar. Ef ykkur vantar slóðina á hana þá endilega smella meili á okkur skötuhjú.
Heyriði já og svo að sjálfsögðu eins og alltaf þegar við Gestur bregðum okkur út úr landi þá er hann alltaf tekin til nákvæmrar skoðunar af tollgæslunni. Hann hlýtur að vera svona krimmalegur eða þá líkur einhverjum góðvini lögreglunnar. Á leiðinni út þá var allt grandskoðað og leitað á honum og síðan þegar heim var komið þá var öllum okkar farangri rennt í gegnum gegnumlýsingartækið. Hann einmitt kommentaði við tollverðina um þetta að hann væri alltaf tekin til rannsóknar...... er mikið að spukulera að prófa að fara ein í gegnum tollgæsluna og vopnaleit og þykjast ekki þekkja þessa elsku :)

Sauðburður byrjaður í sveitinni, Sauðhyrna okkar borin tveimur lömbum. Þetta er einn skemmtilegasti tíminn í sveitinni og á ég von á að dveljast þar mikið næstu helgar. Er svo sveitó í mér. Mánuður þar til hestarnir fara heim í sumarhagana, finnst svo stutt síðan við sóttum þá.