þriðjudagur, mars 29, 2005

páskasúmmmmmmm

jæja, þá eru páskarnir flognir framhjá með páskaungunum og páskaeggjunum. Þeir voru fljótir að líða. Það eyðilagði aðeins að þurfa að mæta í vinnu á laugardaginn, fá ekki fimm daga frí en ok þetta var svosem ekki svo slæmt. Við fórum í fermingarveislu á skírdag í familíunni hans Gests. Gaman að því, ég hef ekki séð nema ca 1/10 af þeim sem voru í veislunni. Svo er önnur ferming í hans familí núna 2 apríl. Við kíktum líka í sumarbústaðinn í Grímsnesinu og fórum í sveitina svo við vorum á ferð og flugi þessa daga sem liðu skelfilega hratt. Í kvöld er það svo hámó með iðjugellunum og mig hlakkar mikið til.... þetta eru svo hressar stúlkuskottur :) Svo þarf mar víst að setjast niður og skúbba skattaskýrslunni af og senda. Hún er nú frekar einföld sem betur fer, þarf jú reyndar að smella íbúðaholunni inn á réttum stað.
Glöggur lesandi benti mér góðfúslega á misræmi í síðustu færslum. Hummmm í einni tala ég um að ég sé að fara að sjá Híbýli vindanna og bara kát með það en svo í næsta eða þarnæsta þá segi ég frá hvað Edit Pfaf hafi verið æðisleg :) :) en já sumsé fórum við að sjá Edit og skemmtum okkur ágætlega, kannski svolítið langdregið en gaman sko. Málið er að mig langar mikið að sjá Híbýli vindanna og var einmitt að tala um þegar færslan var gerð.... já svona tekur nú fólk vel eftir og getur velt manni upp úr því heillengi!!!!! þarf ég eitthvað að nefna nöfn??????

mánudagur, mars 21, 2005

hvítvín og survivior

mmm hvað er betra á mánudagskvöldi en survivior, hvítvín og kertaljós????? slef... bara ljúft líf
Gleymdi að minnast á áðan að við fórum á Edith Piaff í Þjóðleikhúsinu :) fórum fyrst á Caruso og gúffuðum í okkur þvílíkum kræsingum, mæli eindregið með þessum stað.

Folald, lamb, grís, kálfur eða hænuungi

Á morgunrúnti mínum í gegnum hið merkablað Morgunblaðið rakst ég á lesendagrein í velvakanda eða einhverju slíku um hversu ógeðslegt það er að borða folaldakjöt. Jú vissulega eru folöld lítil og sæt :) en er eitthvað öðruvísi að borða folald heldur en kálf, lamb, grís eða hænuunga???? ég bara spyr....
Tveir vinnudagar eftir í þessari þriggja daga vinnuviku :) hljómar vel, ég reyndar þarf að vinna á laugardaginn frá 10-15 en það tekur nú fljótt af. Fyrst tveggja daga frí og svo vinna einn og eiga svo tvo daga frí, mikið hljómar það yndislega í mín eyru :) enn betur mundir reyndar hljóma að eiga alveg frí .... en well þá er ég búin að skrifa fjórar línur um ekki neitt.. vel af sér vikið ha? Fermingarvertíðin að hellast yfir með tilheyrandi veisluhöldum. Okkur er boðið í tvær veislur þetta árið, ein á skírdag og svo 2. apríl. Tekur fljótt af heheheh ljótt ha

sí jú leiter

fimmtudagur, mars 17, 2005

www.klúður.is

heija. Já yfirskrift dagsins er www.klúður.is, ja afhverju skildi það nú vera???? audddað bara léttur djókur, en málið er svo ég geri nú stutta sögu langa eins og mér einni er lagið, já og mörgum fleiri, en já málið er að nú í tvo daga hef ég á einhver undraverðan hátt gleymt ýmsu og ruglað saman dögum og tekið rangt eftir tímasetningum í vinnunni :) og ruglað smá í iðjunemanum sem kennir mér svo um klúðrið réttilega :) allt á léttu nótunum samt. En já, hei vá mörg já í einu bloggi. Ég var að vinna til 7 í kvöld, það var opið hús og boðið upp á leiðbeiningar við páskaskreytingar. Ferlega gaman, þetta er í fyrsta skipti sem ég bý til páskaskreytingu. Nei, Fanney ég er ekki komin með námskeiðamaníu eins og fyrir jólin sko. Var bara að vinna og alveg "óvart" var með blómapott, páskaunga og trjáklippur í bílnum í morgun. Hentugt ekki satt?? margt nytsamlegt leynist í þeim gamla.
Ekki er komin neitt plan fyrir helgina, nema fara út að borða á Caruso og í leikhús á sunnudagskvöld að sjá Híbýli vindanna. Ætli afgangurinn af helginni fari ekki bara í að liggja með tærnar upp í loft og njóta þess að vera til.
Hvað er svo að frétta af hámó málum?????? Er farin að sakna ykkar :)

sunnudagur, mars 13, 2005

annáll vikunnar :)

well þá er þessi helgi á enda :) undarlegt hvað þær eru fljótar að líða. Mamma er búin að vera hjá okkur um helgina og við mæðgur búnar að fara vítt og breytt í búðarrápi. Langt síðan við höfum átt heila helgi saman út af fyrir okkur og okkar, indælt. Búnar að fara í heimsóknir og á kaffihús og já eins og áður er sagt fórum í nokkrar búðir.
Komst að því á föstudaginn að það er ekki fyrir mig að vera í Kringlunni að dreifa happadrættismiðum og kynna starfsemi Klúbbsins. Hummmmmpfff :) þetta gekk nú samt ljómandi vel við vorum að kynna heimasíðuna www.hlutverk.is sem er sameiginleg heimasíða samtaka um vinnu og verkþjálfun. Hitti Jónínu iðjuþjálfa í Skagafirði í Smáralindinni áðan, ég hef ekki séð hana síðan við hættum í skólanum, hún var bara hress og kát og gaman að sjá hana.
Spáið í hvað það er stutt fram að páskum, pálmasunnudagur eftir viku og jólin nýbúin.
Get ómögulega skrifað meira því ég er gjörsamlega andlaus :) en alla vega vonandi eigið þið góða viku framundan.

laugardagur, mars 05, 2005

tómur hámur gámur

það þýðir ekkert að nöldra yfir bloggleysi annarra og gera svo ekki neitt sjálf. Við erum með kærkomin gest um helgina Gummi frændi er hjá okkur. Gaman að fá hann í heimsókn og jafnframt svolítið skrýtið verð ég að segja að hafa "barn" í húsinu. Við erum ekki vön að þurfa að vakna og gefa einhverjum morgunmat og svo videre, en þetta er mjög skemmtilegt. Við vorum í boði hjá tengdó áðan, afmælisdagur tengdapabba í dag og það hefur skapast sú hefð að Dóra tengdó býður börnum, mökum þeirra og barnabörnum í mat. Skemmtilegur siður og gaman að hitta alla. Svanur tók fyrstu skóflustunguna að einbýlishúsinu síðan í kvöld þannig að þetta er búin að vera viðburðarríkur dagur. Ég og Gummi skrópuðum og fórum heim og hann að horfa á videó. Eigum bara hérna kósý stund saman. En já svona gengur lífið í hjallanum, bissý vikan liðinn og róleg vika framundan sýnist mér, sem er ljómandi gott. Hefði ljómandi gott af því að slaka aðeins á og safna í orkustöðvarnar einhverri orku. Rafhlöðurnar eru frekar tómar verður að segjast.

fimmtudagur, mars 03, 2005

meðvitundarleysi

er nánast meðvitundaarlaus af syfju og veit ekki alveg hvernig ég komst í vinnuna með hálft auga opið. Vill til að gamli minn getur allt og ratar allt af sjálfsdáðum. Er aðeins að stelast á netið í vinnutímanum :) Thank god það er bara einn vinnumorgun í viðbót í þessari viku. Gestur hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt og suddalega góðum mat á þriðjudagskvöldið. Familían hans mætti öll eldspræk nema Svandís og Elmar sem voru upptekinn. Fyrsta skipti sem við bjóðum þeim öllum heim eftir að við fluttum. Annað er svo sem ekki í fréttum meira hér á bæ. Aðalfundur iðjuþjálfafélagsins framundan með léttum veitingum. Á að hella okkur full áður en við samþykkjum einhverjar breytingar á félaginu eða ???? hummmmm smá hugleiðing hérna en allt í góðu gríni.

ps. já Sandra við þurfum bráðnauðsynlega að fara að hittast sem allra fyrst.