föstudagur, september 28, 2007

klukk

ég var klukkuð af Áslaugu, svo nú er að standa sig!!!!!!



8 staðreyndir um sjálfa mig :)



1. afskaplega óþolinmóð

2. elska að sofa lengi á morgnana

3. verð mjög geðstirð ef ég verð svöng, segi eins og Áslaug að dóttir mín hefur erft þennan "eiginleika", veit nú ekki hve mikill kostur það er hins vegar.

4. á auðvelt með að dunda mér við bútasaum

5. elska að liggja og lesa góða bók

6. er mikil sveitakerla í mér

7. langar í nýjan góðan reiðhest

8. á litla prinsessu sem er að verða 1. árs eftir nokkra daga.



klukka hér með: Sirrý frænku, Árna baunverja, Björk Ölvers, Sonju, Millu, Stínu fínu.



En að öðru. Réttirnar búnar þetta árið. Ég fór meira að segja á hesti í réttirnar, reiknaði ekki með því þetta árið. Helga frænka og Arnar redduðu mér hestum svo þetta gekk upp. Unnur Lilja var eins og herforingi í réttunum ekki vitund hrædd við dýrin. Mesta óhamingjan var að fá ekki að skríða á jörðinni inn á milli kindana. Annars var skítaveður, fyrst snjófjúk, svo slydda, síðan rok og rigning. En að sjálfsögðu skemmtilegt eins og alltaf. Heimtur voru ekki mjög góðar, svo mar tali nú smá sveitamál :)

Það styttist óðfluga í að heimasætan verði 1 árs!!!! sagt og skrifað eins árs!!! mikið er þetta fyrsta ár í lífi hennar búið að líða hratt, þrátt fyrir allskonar byrjunarörðuleika hehehe eins og örugglega gerist hjá öllum nýbökuðum foreldrum sem eru að læra á ný hlutverk. Daman er farin að ganga með öllu og ekki langt í að hún geti sleppt sér og stokkið af stað. Átti að byrja hjá dagmömmunni á mánudaginn en það frestast um viku, þar sem dagmömmunni gengur illa að "losna" við börnin sem eru á leið í leikskóla.

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, september 12, 2007

ferðalangar eru komnir heim

jæja loksins gef ég mér tíma til að blogga smá. Við erum komin heim heil og sæl eftir æðislegt frí í Þýskalandi og Tékkalandi. Flugum til Frankfurt að morgni 18. ágúst og heim 1. september. Unnur Lilja ferðalangur sofnaði í bæði skiptin áður en við komumst á loft og svaf helmingin af flugtímanum svo ekki var það mikið mál. Ég ætla að reyna að setja inn ferðasöguna í "stuttu" máli svo einhver nenni nú að lesa í gegnum hana. Gistum fyrstu nóttina í Frankfurt, skoðuðum Römer og keyrðum um í skýjakljúfahverfinu. Brunuðum þaðan til Munchen, ég komst að því að það er hættulega gaman að keyra um á hraðbrautum. Ég hef aldrei keyrt bíl utan Íslands. Í Munchen gistum við tvær nætur. Fórum og skoðuðum útrýmingarbúðirnar í Dachau, mikið skelfilega hefur mikill óþveri verið framin þar. Ég fékk hroll við að ganga þarna inn og illt í hjartað. Kom mér á óvart hvað þetta var stórt svæði, hef alltaf ímyndað mér þetta mun minna. Get eiginlega ekki lýst þessu í orðum, skoðið endilega myndirnar á myndasíðunni okkar. Fór síðan til Neuswanstein kastala. Komum þangað um 4 og fengum þær upplýsingar að kastalinn lokaði kl 6, svo við höskuðum okkur af stað. Biðum eftir rútu í ansi langan tíma og en það hafðist allt. Ég varð illa lofthrædd á leiðinni upp að kastalanum. Hann er sumsé upp í fjallshlíð og vegurinn þangað mjög svo brattur og hlykkjóttur. Þegar við loksins komumst upp og búin að labba síðasta spölinn, þá var UPPSELT!!!!! Ekki var mikil gleði yfir því. Ákváðum því að panta okkur hótel í snatri og koma aftur morgunin aftur. Gestur fór í það verkefni á göngunni niður. Ákváðum sumsé að fá okkur heilsubótargöngur niður fjallshlíðina og ó mæ god hvað ég fékk miklar harðsperrur í kálfa og læri við að labba þarna niður. Þegar við komum á hótelið kom í ljós að þetta var heilsuhótel. Boðið upp á allskonar nudd, sána, gönguferðir og fleira heilsusamlegt. Gátum ekki annað en brosað útí annað yfir því, við á heilsuhóteli, heilsufríkin sjálf heheheheh. En alla vega þá er þetta æðislegt hótel. Morgunin eftir vorum við mætt eldsnemma amk á okkar mælikvarða aftur að kastalanum. Fyrsta biðröð var eftir að kaupa miða, önnur miða eftir að komast í hestakerru upp (vorum nebblilega búin að prófa rútuna) og svo þriðja biðröðin að komast á réttu númeri í túr um kastalann. Rosaflottur. Þaðan brunuðum við til Prag. Eiginlega verður að segjast að það var of löng dagleið fyrir lítinn ferðalang. GPS tækið okkar leiddi okkur þvíliku krókaleiðina til Prag eftir misgóðum vegum. Ef tækið hefði bilað þá hefðum við ekki haft grun um hvar við vorum eða hvert við ættum að fara. Í Prag tók Leifur á móti okkur og lóðsaði okkur á réttan áfangastað, þar sem gatan sem hann býr við er svo ný að hún er ekki á götukorti. Við vorum hjá Leif og Marký í viku, sem var bara æðislegt. Flökkuðum um borgina, slöppuðum af, borðuðum góðan mat á allskonar veitingahúsum og höfðum það huggulegt. Skruppum til Kutná Hora og skoðuðum þar kirkju sem skreytt er með mannabeinum úr40 þúsund manneskjum. Mjög sérstakt verð ég að segja. Þetta litla þorp er mjög huggulegt og skemmtilegt að heimsækja. Á leiðinni frá Prag til Munchen á nýjan leik fórum við og skoðuðum þorp sem heitir Chesky Krumlov. Miðaldaþorp sem er á minjaskrá UNESCO, mæli með góðum göngutúr þar. Við stoppuðum þar í 3 eða 4 tíma í geðveiku veðri og löbbuðum um eins og sönnum túristum sæmir. Í Munchen gistum við eina nótt og þar var geðbiluð rigning, þaðan fórum við til Nurnberg og vorum þar einn dag að spóka okkur og gistum þar eina nótt. Fórum þaðan til Frankfurt og vorum þar síðustu tvær næturnar. Frábær ferð og gott veður. Fengum tvo rigningardaga og báðir voru þeir í Munchen. Að öllu ólöstuðu stendur dvölin í Prag uppúr, þau skötuhjú Leifur og Marký eru höfðingar heim að sækja.



En nú er alvara lífsins tekin aftur við, farinn að vinna á ný með smá veikindarpásum. Kom veik heim úr ferðinni og svo núna viku seinna náði ég mér í gubbu. Pant ekki meira í bili.

Fórum um síðustu helgi í sveitina og ég fór minn fyrsta útreiðatúr síðan í apríl og ómæ god hvað það var yndislegt vægast sagt. Fór með Kristjönu, Arnari og Guðrúnu frá Kálfalæk að Skiphyl yfir fjörurnar. Um helgina er síðan áætlað að fara aftur í sveitina, réttir á mánudag. Ekki má nú sleppa þeim. Í dag byrjaði síðan Reuma 2007, sem er þverfagleg norræn gigtarráðstefna sem Gigtarfélag Íslands heldur á Grand Hótel. Ég er búin að vera í undirbúningshóp fyrir þessa ráðstefnu síðan í marsbyrjun, mjög skemmtilegt. Margir áhugaverðir fyrirlestrar í boði, meira um það síðar. Já eins og alltaf er nóg að gerast hjá okkur.

Efnisorð: ,