laugardagur, apríl 23, 2005

létti til með kvöldinu :)

ég get svo svarið það, langt síðan ég hef verið svona geðfúl!!!!! vaknaði svona, birti aðeins til í geðinu um hádegið en nú er farið að þykkna upp aftur. Kannski tengist það við þrif á íbúðinni.

Mikið er ég heppinn já og fegin að tæknin tók völdin í sínar hendur og neitaði að publisha blogginu mínu. Já bloggerinn svaraði ekki áðan svo bloggið komst ekki út á netið :) gaf mér tækifæri til að létta aðeins á geðvonskuhjalinu heheheh. Núna er klukkan hálf tólf að kvöldi og bjart yfir minni, öll geðfýla á bak og burt. Reyndar er yfirleitt bjartara yfir mér svona seinnipart dags og ég tala nú ekki um vegna þess að ég var að græða dag:) í mínum huga er búin að vera sunnudagur í allan dag og því vinnuvikan að hefjast á morgun ennnnnnnnnn thank god að sú ranghugmynd var leiðrétt áðan og jibbbbbbý það er sunnudagur til sælu á morgun. Mætti halda að ég hefði verið að hlusta á veðurfréttir á gömlu gufunni miðað við orðaforða :) hehehe

Í dag í þessu fína skapi hlustaði ég á m.a. á "nothing else matters" í gregoriskum stíl já og líka "imagine", loosing my religion og in the air tonight. Snilldin ein. Segi nú samt allt er til!!!!!!!!!!! býð öllum til sjávar og sveita góðrar nætur, ég þarf að setja hreint utan um sængurnar okkar :/

laugardagur, apríl 16, 2005

laugardagur

er maður orðin fullorðinn þegar maður stendur sig að verki ræða um þvottaefni??? kosti og galla hverrar tegundar og um hvað virkar best á bletti??? ég tók þátt í slíkri umræðu í síðustu viku og í bakhöfðinu á mér dundu þessar spurningar á mér. Hef aldrei spáð í þessu áður....
Það er yndisleg helgi, ég ein heima og dútla mér við heimilisstörf og flakka á netinu. Gestur er að hjálpa Svan að smíða húsið sem þau hjón eru að reisa sér í kórahverfinu. Talandi um kórahverfið og önnur hverfi á svipuðu svæði, hafið þið spáð í undarlegum götuheitum. Hvet alla að drífa sig sunnudagsrúnt og skoða götuheiti. Frænka Gests og hennar maður voru að kaupa íbúð í Fjallkonuhvarfi hummmmm hvert hvarf Fjallkonan??? svona getur maður snúið út úr helling þarna.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

andlaus

svei mér þá ef það er ekki komin tími til að blogga smá. Vikan rokin framhjá á ógnarhraða og sumardagurinn fyrsti í næstu viku jibbbbbý jei. Sem þýðir að það styttist í fjórhjólaferðina hjá hámó ennnn meira jibbbbbbbbbý jei, það verður bara snilld. Skipulags hámó verður í hjallanum kl 20:30 á mánudaginn!!!!! Hvað skal segja meir, hummmmmmmmmmmmmmmm. Við vorum í sveitinni um síðustu helgi, tókum að okkur að aðstoða Kristjönu við bústörfin á meðan foreldrarnir fóru í helgarleyfi. Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur enda fagmenn að verki. Buðum Grjetari og Dimmu með okkur og ég veit ekki betur en þau hafi skemmt sér konunglega. Kannski erfitt að fá svar frá Dimmu þar sem hún er labrador. :) smá útúrsnúningur. Áður en ég dett í einhverja vitleysu og bull þá er ég farin að fá mér kvöldverð.........

mánudagur, apríl 04, 2005

það er komið vor, vor, vor

Fór á hestbak áðan sem er ekki í frásögur færandi nema ég hef aldrei sest á jafnviljugan hest!!!!! Sem betur fer var eigandinn með aukataum og lónseraði mig í gerði mar... þorði ekki að láta sleppa mér :) hjálpaði nú ekki til heldur að vera í ókunnugum hnakk og ekki í hestafötunum enn þetta tókst stórslysalaust..... félagi Gests á þennan mikla fák og leyfði mér að prófa hann. Kannski ég smelli bara inn link á mynd af þeim félögum Halla og Prins. Þá er Thelma Rut komin í fullorðinna manna tölu, jamm og já, stúlkan sú fermdist á laugardag í Hjallakirkju og var haldin frábær veisla :) Mjög skemmtilegur dagur.
Hafið þið spáð í að það er alveg að koma sumar :) :) :) yndislegt, skrýtið hvað þessi vetur hefur liðið hratt :)
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu atviki sem ég lenti í um daginn. Ég hitti konu á förnum vegi sem ég var alveg viss um að ég þekkti mjög vel, hafði bara ekki séð hana lengi en jæja. Við fórum að tala saman og ég spyr hana hvar hún búi núna því ég vissi að hún hefði verið að flytja, konan svara skilmerkilega að hún sé nú ennþá í Garðabæ eins og hún hafi verið síðustu 20 ár. Þá fór nú aðeins að fara um mig því að konan sem ég hélt ég væri að tala við hafði aldrei búið í Garðabænum svo ég vissi, hafði verið í Mosó í ca 20 ár. Ég fölnaði á örfáum sekúndubrotum og hugsaði með mér hver í andskotanum þetta væri mar!!!!!!!!!! Við héldum áfram að tala og ég örugglega frekar undarleg á svip. Sem betur fer reddaði hún mér án þess að vita af því með því að spyrja hvort ég hefði lært mikið á tarotnámskeiðinu síðasta vor. Þá var þessi kona með mér þar. Jamm og já svona er að vera sauður!!!!!! Ákvað bara að drífa mig eftir þetta spjall heim á leið þar sem ég flissaði eins og gelgja yfir þessu atviki. Nú heilsa ég þessari konu með bros á vör á hverjum degi ..... góð saga en etv. dulítið löng ..........

föstudagur, apríl 01, 2005

englakrútt

hversu sætt er það að vera englakrútt??? er nú vanari að kalla mig skrattakollu enda fer það mér mun betur. Veit ekki alveg kom yfir mig að byrja færsluna svona. Kannski hefur 1. apríl eitthvað með þetta að gera. Ég er búin að vera extra nojud í dag og ekki trúað hálfu orði án þess að hugsa mig um fyrst. Veit ekki til þess að það sé búið að ljúga af mér. Gott þessi vika er á enda, svolítið lengi að koma mér af stað eftir páskafríið bæði líkamlega og andlega. Andlega er ég ennþá fjarverandi ekki svo auðvelt að mæta til vinnu í þannig formi sérstaklega ekki núna þar sem 4 umsækjendur um framkvæmdastjórastöðuna eru búnir að koma einn prufudag í klúbbinn og vinna. Líkt og ég gerði þegar ég byrjaði. Allt hæft fólk og valið örugglega ekki auðvelt, en men ég ætlaði nú ekki að blogga um vinnuna púfffffffff hér er punktur á því.
Um helgina er planið að fara í fermingarveislu hjá bróðurdóttur Gests á laugardag og síðan létt matarboð á sunnudag hjá félaga Gests. Um næstu helgi ætlum við síðan að gerast bændur og leysa ma og pa af í sveitinni með Kristjönu. Gott fyrir alla aðila held ég. Vonandi verður búið að járna fákana tvo sem eru komnir í hús svo ég komist aðeins á bak...... er alltaf að velta fyrir mér hvort ég eigi að hætta þessari hestamennsku eða þá að kaupa mér hest/a. Svo tími ég því ekki þetta er svo skemmtilegt, verst hvað þetta er tímafrekt og dýrt ef mar ætlar að stunda þetta almennilega. Kannski verðum við með hesta í húsi næsta vetur hver veit??? núna ákkúrat eins og alltaf þegar það vorar þá langar mig óstjórnlega á bak eftir vinnu :)
jo þannig er nú það......... en hafið það gott um helgina og verið góð við hvort annað.... ég amk ætla að vera þokkalega þæg, get ekki lofað meiru...