mánudagur, júlí 06, 2009

3 mánaða hlé

síðast var skrifað hér inn 6. apríl, er þá ekki við hæfi að skrifa í dag 6. júlí??? ekki er hægt að segja að við séum búin að vera í einhverri lognmollu frekar en venjulega. Við höfum farið og dvalið í Nátthaga (eða brúna húsið eins og Unnur Lilja kallar Nátthaga) flestar helgar síðan um páska. Afskaplega ljúft að eiga sér athvarf utan borgarinnar. Um hvítasunnuhelgina var síðan plægt niður kaldavatnsleiðsla og grafinn niður rotþró og frárennsi, þannig að nú vantar bara rafmagn sem bíður betri tíma vegna gífurlegs kostnaðar. Voða gott að fá vatn og wc. Svo að sjálfsögðu fer síðan mikill tími í gróður :) Sauðburður kom og fór rétt eins og venjulega og kom Unnur Lilja út í stórgróða eftir hann, Kristjana gaf henni fallega svarflekkótta tvílembu. Ennnnnnn mínar ær geldar.... skil ekki þessa óheppni. Þegar við Bjössi vorum yngri þá voru það frekar hans ær sem voru geldar, misstu eða hreinlega drápust á meðan mínar voru í góðum málum þannig að eitthvað hefur gæfa mín snúist við. Búið að járna og ég búin að fara alveg þrisvar á hestbak. Held ég þurfi nú að æfa mig aðeins meira fyrir hestaferðina sem er framundan með Capteinum. Við búin að fara og vera í Sommerhallen með tengdafjölskyldunni eina helgi þar sem brjáluð blíða var. Gistum við í tjaldvagninum Unni Lilju til mikillar ánægju. Fannst þetta ekki neitt smá sport og mundi ekkert eftir að hafa verið í vagninum sl. sumar frekar en í Sommerhallen í Grímsnesinu. Framundan er svo sumarfrí, einungis 4 vinnudagar eftir. Í sumarfríi er á dagskránni að fara í Laufás til Bolla og fjölskyldu, hestaferð um Snæfellsnes, útilegu í Þakgil og viðar um Suðurland og að sjálfsögðu að vera í Nátthaga......

Efnisorð: , ,