þriðjudagur, nóvember 11, 2008

flutningur

Langt síðan síðast..... helst í fréttum er að það er búið að flytja sumarhúsið okkar úr Munaðarnesi vestur á Skiphyl og heitir nú formlega Nátthagi. Flutningurinn gekk vel enda miklir fagmenn sem tóku það að sér.


Búið að hífa húsið af grunninum



Húsið komið á pallin og tilbúið að leggja af stað....... en það þurfti að bíða í klukkutíma eftir löggunni sem villtist!!!! fór í Svignaskarð í staðinn fyrir Munaðarnes. Kannski ekki beint traustvekjandi að hún skyldi fara á rangan stað.



Jarðvegurinn í Nátthaga var ekki alveg orðin nógu vel frostinn svo bílarnir festu sig smávegis. Pabbi og Sigfús redduðu því snyrtilega með 2 fjórhjóladrifnum traktorum. Gestur sagði það hefði verið snilld að sjá þá tvo draga vörubílinn með húsinu á, traktorarnir hefðu virkað frekar ræfilslegir fyrir framan.



Húsið komið á sinn stað.

Nú er BARA eftir að fá rafmagn, vatn og frárennsli. Það er nú ekkert svo mikið ha??? Áætlaður kostnaður fyrir rafmagnið frá RARIK eru 850.000.- gjafverð hehehhe eða þannig. Jú svo er líka eftir að festa húsið á grunnin sem er jú frekar mikilvægt að gera fljótlega áður en skellur á með miklu vetrar veðri.
En að öðrum málum, þá gengur lífið sinn vanagang. Unnur Lilja alltaf jafn ánægð í leikskólanum. Síðasta vika hjá okkur fór í pestarstúss og barnið heima alla vikuna. Hún var orðin afskaplega mikið leið á þessum foreldrum og mikil gleði þegar við fórum að Skiphyl sl. föstudag.

Efnisorð: ,