fimmtudagur, október 27, 2005

blogg nr 167

já þá er komið að bloggi nr. 167 síðan þessi merka síða Gyðu Sól var opnuð. Ég á mér ekkert líf svo ég ákvað að telja hvað ég er búin að pósta hérna oft!!!!! je right eins og ég myndi nenna því. Vildi bara svo skemmtilega til að ég rak augun í þessa tölu þegar ég var búin að logga mig inn á síðuna. Annars segir samstarfsfólk mitt mér að ég eigi mér ekki líf því ég sé að ráða Su doku gátur jafnt virka daga sem helgidaga hummmmmmm er þetta nú ekki frekar öfund í minn garð og minn magnaða heila???? mar spyr sig...... en já nú er nemavika tvö á enda, fljótt að líða mar sem þýðir jafnframt að ég á eftir að vinna rúmar fjórar vikur á núverandi vinnustað og það eru fimm vikur í próf í Etnógrafíu eyjaálfu og ca fimmvikur í lazer aðgerð. Dí hvað tíminn líður hratt, bráðum verða komnir páskar, getsvosvariðþað!!!!!!!!!!! eru ekki allir örugglega í páskafíling ha??? hvað segið þið um að hittast fljótlega og föndra páskaunga???? en alla vega þetta var smá útúrdúr.
Smelltum okkur í sveitina um síðustu helgi sem var ljúft og gott. Við pabbi drógum skeifur undan hestunum og slepptum þeim í hausthagann. Þeir sumsé komnir í vetrarfrí og sumir í langt frí, alveg fram í apríllok eða maí. Prinz hinn ógurlegi og Strákur hinn þunglyndi verða þó ekki svo heppnir, þeir verða borgarbúar í vetur og verða okkur gleðigjafar í lífi og starfi. Við eigum eftir að fara í ótal skemmtilegar skokkstundir saman. Hlakka til að hafa hesta á húsi, hef bara einu sinni áður verið með hesta hérna fyrir sunnan og þá í Mosó sem var gargandi snilld. Reiðleiðirnar í mosó eru mjög skemmtilegar, sérstaklega þá að smella sér út á leirana. Væri alveg til í að kaupa mér smá landskika í Mosfellsdalnum og byggja mér þar krúttlegt hús og hesthús, væri bara næs....
En já framundan er helgarfrí með sveitaferð :) hljómar fantafínt, hver veit nema ég geri nokkur jólakort með móður minni og systur og já jafnvel móðursystur líka.
Svo á hún Alma Dóra skvísa afmæli í dag :) til hamingju Alman mín *knús*

Góða nóttina.....

mánudagur, október 24, 2005

konur eru bestar!!

Smá hvatning til okkar kvenna:

Þú getur allt !
Þú getur gert næstum því allt sem þú vilt
bara ef þú setur hug þinn í það.
Þú getur klifrað upp hæðstu tinda.
Þú getur lært allt sem hugur þinn þráir.
Þú getur orðið forseti, læknir eða flugmaður
eða hvað sem þú kærir þig um.

Þú ert falleg kona að utan sem innan.
Þú ert sterk, sterkari en þú gerir þér grein fyrir.
Þú ert stórkostleg kona.
Þú ert miklu meira en orð fá lýst.
Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér.

Njóttu þess að vera til.
Njóttu þess að vera þú!

höfundur óþekktur

sunnudagur, október 16, 2005

uppbrot á mánudegi.

Best að brjóta upp þetta mánudagamunstur og blogga á sunnudegi. Er búin að eiga þessa rólegu helgi á heimili mínu. Fékk föndurkerlur í heimsókn í gær og fórum við hamförum í mósaíkgerð. Er nebbbblilega að reyna að klára jólagjafadótið og helst kaupa það sem ég ekki bý til fyrir lok nóvember. Desember er frátekinn fyrir augnaðgerð og byrja í nýrri vinnu, held svei mér þá að það sé nóg. Hef nefnileg nett á tilfinningunni að ég sé að keyra mig á kaf núna og er á fullu við að snúa því við. Finna út úr því og slappa af.
Spennan magnast.... dududummmmmmmmm iðjuþjálfaneminn kemur í Klúbbinn á morgun. Mikil spenna að sjá stúlkuna og vinna með henni næstu 6 vikur sem bæ ðe vei verða mínar síðustu 6 vikur í þessari vinnu. Þegar hún fer á ég eftir að vinna tvo daga minnir mig. Þetta styttist. Spennt að byrja á nýjum stað verð ég að segja. Nóg af bulli í bili, er farinn að rútta aðeins til í holinu, var nebblilega að mála það á föstudagskvöldið og habbbbði engan tíma til að ganga frá þar í gær :)

mánudagur, október 10, 2005

10. október

Thank god fyrir að alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er að baki!!! þvílík vinna að undirbúa kvikindið. Nokk viss um að allir í undirbúningshópnum séu sammála mér. Aðal hátíðarhöldin voru á laugardag og heppnuðust þau mjög vel þrátt fyrir litla þátttöku í geðgöngu og í "tónlistarveislu" í Ráðhúsinu. Var svo blessunarlega heppinn að vera að blása í blöðrur í Geysi og "missti" því af sjósundinu. ..... brrrrrr hljómar bara skítkalt.
Í síðustu viku var langþráður hámó haldinn var orðið mjög langt síðan síðast og við audddað gleymdum að plana hvenær næst og hvar.... eitthvað með minniskubbana að gera. Við líka búnar að snapa okkur aðra fjórhjólaferð :) við erum svo frábærar ekki spurning. Hljómar ekki bara fínt að fara í slíkt með hækkandi sól????? svona þegar stelpurnar eru búnar að eiga og geta skotist frá í smá stund.
Svo fer að styttast í að ég fái iðjuþjálfanema til okkar í Klúbbinn og já svo fer að styttast í að ég hætti þar. Allt að styttast greinilega. Leirnámskeiðið að styttast líka og svei mér þá ef það styttist ekki í jólin líka sem þýðir að það styttist líka í laseraðgerð. Meiri styttingarnar þetta.
Annars er alltof mikið að gera hjá okkur sambýlingunum, ég veit að amk þarf ég að hægja á mér. Markmið vikunnar er að vinna í því máli og taka síðan á móti tveimur föndurkerlum á föstudagskvöld og föndra með þeim út í eitt fram á laugardagseftirmiðdag. Hljómar fantafínt mar, hef góða ástæðu til að fara í búðir og eyða pening í gler, sílikon og lampa og útbúa einhverjar jólagjafir. Spurning svo hver verður heppinn eða óheppin að fá þá í jólagjafir.....
með þeim orðum kveð ég í kvöld...