fimmtudagur, september 30, 2004

Í raun er hamingjan fólgin í því að lifa, horfast í augu við lífið og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Erfitt getur reynst að höndla hamingjuna. Hún leynist hvorki í auði né völdum heldur er uppsprettu hennar að finna í hreinni sál. Leyndardómurinn að undirstöðu hennar er fólgin í sálarró og því að vera sáttur við lífið, tilveruna og sjálfan sig.

Já ég dett oft í einhverja speki þegar ég er að kenna streitustjórnun og slökun í vinnunni. Rakst á þessa speki í blöðum hjá mér þegar ég var að taka upp úr kassa áðan. Þetta er svo satt. Undirstaða þess að lifa lífinu lifandi er að vera sáttur við sjálfan sig, lífið og tilveruna. En manni hættir dálitið til að detta í pælingarnar eins og púfffffffff ég verð hamingjusöm þegar ég verð rík, eða ég verð hamingjusöm þegar.... þegar..... svona getur maður haldið áfram endalaust. En þá má líka spyrja hvað er að vera ríkur???? og hvað er það að vera hamingjusamur????

Loksins druslaðist ég til að mæta aftur í leikfimi eftir sumarfrí á því sviði. Skellti mér áðan á Reykjalundi, djö.... gott að byrja aftur en ég hef trú á að það verði andsk.... oft erftit að druslast upp í sal eftir vinnu, frekar freistandi að fara bara heim :)

komin matur svo ég kveð í bili
kveðja
Heimspekingurinn

þriðjudagur, september 28, 2004

Halló Fanney :) well þá er að það smá ritlingur um dávaldinn ógurlega. Hann var í einu orði sagt magnaður!!!!! sáuð þið hann í 70 mín??? jæja alla vega þá byrjaði hann á að prófa að dáleiða allan salinn sem gekk nú ekki alveg, ja amk lét ég ekki segjast svo auðveldlega ætlaði sko ekki að lenda upp á sviði og fá raðfullnægingu heheheheh ein með smá vantraust sko. Hann bað um sjálfboðaliða og fékk amk 70 stk sem hlupu upp á svið. Á endanum var hann með 15 manns sem lék hinar ýmsu hundakúnstir. Svona sem dæmi þá sagði hann fólki að það væri að horfa á grínmynd í sjónvarpinu og allir skælbrostu og sumir meas voru hlæjandi. Saliesh skipti um stöð á sjónvarpinu og sagði fólki sorglega sögu sem allir sýndu viðeigandi viðbrögð við. Næsta stöð var klámstöð og var ansi misjafnt hvernig fólk brást við, sumir glaðir og aðrir gripu fyrir augun, enn skipti hann um stöð og nú var fólkið sjálft farið að leika í klámmyndinni. Þá gripu flestir fyrir augun og hrylltu sig, greinilegt að fólk vill ekki horfa á sjálft sig í kynlífi og allra síst þegar þeim var sagt að þau væru samkynhneigð. Siðan var margt annað skemmtilegt, svo sem að fá raðfullnægingu þegar hann tók í vinstri hendina á fólkinu, leit að hvolpum út um allan sal, leika fyrirsætur, já bara gargandi snilld. En sko það er eiginlega erfitt að lýsa þessu í orðum, þið hefðuð þurft að sjá þetta :) mæli eindregið með að þið kíkið á næstu sýningu sem trúlega verður í vor.

Annars er lítið að frétta á þessum bæ. Og þó ..... var að bóka okkur í helgarferð til Edinborgar í lok október með Bjargey, Jóni, Hönnu Jónssystur, Dóru tengdó og Svönu tengdósystur. Verður bara fínt. Alveg er mar ferlegur eyðsluseggur!!!!! en það er seinni tíma vandamál :)

mánudagur, september 27, 2004

ó mæ god, haldiði ekki að ég hafi gleymt að minnast á dávaldinn mikla Saliesh (eða hvernig svo sem það er skrifað. Hann var tær snilld. Við fórum á sýninguna hans á föstudagskvöldið og vá hvað karlinn er klár.. hef ekki tíma núna til að segja meira frá þessu.......... bíðið spennt eftir framhaldinu hehehehe

hafði þið spáð í það hvernig líf það er að vera kind?????????????? ef þú ert heppinn færðu að stunda kynlíf 1x á ári og þá með einhverjum sem bóndinn ákveður nú eða þú verður hreinlega að ganga í gegnum tæknifrjóvgun. Já ok, svo líða mánuðurnir og þú hangir inn með öðrum kindum, færð að borða 2x á dag. Síðan einn daginn kemur einhver ókunnugur karl og skellir þér á rassin og afklæðir þig hvort sem þú vilt eða ekki á bændamáli kallast það rúning. Þegar vorar berðu 1-3 lömbum, lömbin eru tekin og skornir í burtu hlutar af eyrum þeirra, þú færð þau til baka og ykkur er hent út í guðsgræna náttúruna. Sem jú ok er lúxus, nóg að éta þegar þú vilt og fuglasöngur (ekki það ég hafi trú á því að kindur hlusti á fuglasöng). Já áfram líður tíminn, þú ert rekinn inn í hús, síðan upp á vagn og keyrð upp í afrétt. Fínt að vera þar í ró og næði. Næst kemur haust sem er mesti trauma tími kinda :/ bændur koma spinnigal og reka okkur niður til byggða. Næsta skref í hringrásinni er að börnin eru tekin frá okkur og þau skotinn. Skinninu flétt af og hausinn skorinn af. Innyflinn sorteruð og ákv. hvað skal nýta og hvað skuli hent. Höfuðinn eru skaðbrennd með gasi og söguð í tvennt og síðan í frost. Líkami þeirra er hlutaður niður og settur í frost. Þetta hljómar alls ekki fallega, en svona er gangur lífsins og ég dauðfeginn að vera mannvera og á ekki mannhvolp.

en aðeins á léttari nótunum. Sólin skín og haustlitirnir í algleymingi. Væri ekki slæmt að skella sér á rúntinn á Þingvelli og njóta haustsins. Áttum fína helgin í sveitinni við hin ýmsu sveitastörf. Framundan er heil vinnuvika. Einhverjar hugleiðingar voru hjá sumum í morgunsárið hvort það væri örugglega mánudagur, hvort það væri ekki bara sunnudagur. Niðurstaðan var víst sú að það væri mánudagur sem ég held sveimér þá að sé rétt niðurstaða því ég er extra utan við mig. What else is new þegar ég er annars vegar??????

föstudagur, september 24, 2004

is it getting better
or do you feel the same
will it make it easier on you
now you got someone to blame

you say
one love
on life
when it´s one need
in the night
it´s one love
we get to share it
it leaves you bagy
if you don´t care for it

did I disappoint you?
or leave a bad taste in your mouth?
you act like you never had love
and you want me yo go without

well it´s to lage
tonight
to drag the past out
into the light
we´re one
but we´re not the same
we get to carry each other
carry each other
one

have you come here for forgiveness
have you come to raise the dead
have you come here to play Jesus
to the lepers in your head
did I ask to much
more than a lot
you gave me nothing
now it´s all I got
we´re one
but we´re not the same
we hurt each other then we do it again

you say
love is a temple
love is a higher law
love is a temple
love the higher law
you ask me to enter
but then you make me crawl
and I can´t be holding on
to what you got
when all you got is hurt

one love
one blood
one life
you got do what you should

one life
with each other
sisters
brothers

one life
but we´re not the same
we get to carry each other
carry each other

one

one

fimmtudagur, september 23, 2004

í dag er bjartur og fagur haustdagur :) hehehehe var þetta nokkuð væmið??????

ég las yfir síðasta blogg og sá að ég var að mestu leyti búin að covera síðustu helgi í orðum. Þetta rétta og hauststúss er alltaf jafngaman og þegar ég mætti á teymisfund í vikunni var mér góðfúslega bent á að ég ætti að eiga heima út í sveit. Sem er jú satt, alveg væri ég til í að búa rétt fyrir utan þéttbýliskjarna með nokkrar skjátur, hesta og ætli Gestur fengi ekki að búa hjá mér líka :) En ég held að ég yrði að vinna utan búsins líka, held ég fengi létta og netta geðveiki á að vera bara á mínu fjallabúi og ekki vera í annarri vinnu líka.

Áhugasömum lesendum er bent á að ég var að adda inn nýjum link á síðunna hennar Stínu fínu.

kveð í bili

þriðjudagur, september 21, 2004

jæja komin til vinnu aftur með auma vöðva og stirð liðamót eftir helgina. Þetta er búið að vera mikið gaman og mikið fjör. Byrjaði á leitum í Eyjahreppnum á laugardag, fór frá Höfða að Þverá með mörgum krúsídúllum og útúrsnúningum. Merkilegt hvað lopadýr geta ekki bara farið þangað sem þær eiga að fara, svo skiptir líka máli að fólkið sem er að smala sé á sínum stað á réttum tíma. Við Frúsi og Strákur lentum í svaðalegum eltingaleik við nokkrar gibbur sem harðneituðu að fara heim úr sumarhaganum og voru með uppistand og vesen. En með góðri samvinnu við fleiri smala og kollsteypu okkar Frúsa höfðust þær nú og voru handsamaðar og settar inn í bíl!!!!!!!! Fengum helling af íslenskri haustrigningu með björtum köflum á milli, þetta voru eiginlega ekki skúrir heldur frekar uppstyttur öðru hvoru hummmm skyldi þetta skiljast. Á sunnudag fór ég með familíunni í Þverárrétt í Eyjahrepp og svo ríðandi frá Haukatungu í Hítardalsrétt. Guðrún frænka fór á kostum og tætti af sér brandarana. Hítardalsréttin var svo á sunnudag í frekar svölu veðri og logni á fullri ferð.
úbs kl orðin 13 og skjólstæðingur bíður, best að láta sig hverfa til vinnu aftur. Segi betur frá ævintýrum helgarinnar seinna.
ble ble

þriðjudagur, september 14, 2004

já tilveran er skítttttt :/ heima veik og dauðleiðist.... merkilegur andskoti þetta þegar manni langar að vera heima þá getur maður það ekki en svo þegar maður verður að vera heima þá nennir maður því ekki!!!! hafið þið einhvern tíman spáð í það???? já undarlegt. Gestur á fullu í vinnu og skóla og auglýsir eftir fleirum tímum í hvern sólarhring.
Annars er svosem ekkert merkilegt á seyði hjá okkur, leitir og réttir á næstu helgi mikið gaman og mikið fjör. Við fórum í Haukatungu um helgina með leitarhrossinn svo þau séu þar standby á laugardagsmorgun þegar við Arnar stökkvum af stað. Við erum svo heppinn að þurfa ekki að nota okkar tvo jafnseinu til að leita að lopadýrunum á heldur fáum við að sitja á fjórlappa dýrum sem komast hratt og örugglega yfir. Stundum ja sko eiginlega of hratt fyrir minn smekk eða sko bara þegar ég gleymi að vera þeim samferða og dett af baki vegna allskonar uppákoma. Best að hafa sem fæst orð um það. Á sunnudaginn er svo riðið í Hítardalsrétt og svo er réttin sjálf á mánudag, hlakka mikið til...... jibbbý skippppý
bið að heilsa c´,)

þriðjudagur, september 07, 2004

Hún átti afmæli í gær, hún átti afmæli í gær, hún átti afmæli hún Bylgja, hún átti afmæli í gær. Jæja þá erum við bæði búin að synja fyrir hana í hljóði sem betur fer fyrir alla hlutaðeigandi aðila, ja alla vega er það betra fyrir fólk að ég syngi í hljóði. Var fjarverandi í móðurkviði þegar sönghæfileikum var útdeilt eins og áður hefur komið fram á þessari merku síðu.
Helgin að baki og skyndilega komin þriðjudagur með þessari fínu haustrigningu. Fór í skemmtilegan útreiðartúr með ættingjum um helgina í sól og blíðu, þegar við komum aftur að Skiphyl á sunnudagseftirmiðdegi þá fengum við hellllllihelvítisdembu. Svona til að vinna upp góðra veðrið síðustu daga. Búin að setja inn myndir úr ferðinni. Við lentum í smá ævintýrum en það er nú bara viðeigandi fyrir þennan hóp, engin datt af baki en nokkrir duttu af sínum tveim jafnfljótum eða jafnseinum fer eftir hver á í hlut..... förum ekki nánar út í það ;) Gæti bara skapað hlátur og það er bara vesen ............. Nú eru leitir eftir tvær vikur og réttir þá að sjálfsögðu líka, hlakka mikið til. Búin að tala við þennan á "efri hæðinni" um að það verði gott veður og þokkalega þurrt!!!

Jamm og já segjum þetta gott í bili. adios amigos

miðvikudagur, september 01, 2004

well, well, tryggir lesendur mínir vil bara láta ykkur vita að ég hef uppgötvað meira þolinmæðisverk en að leggja parket, það er að flísaleggja!!!!!!!!!!!!!! ó mæ god hvað maður þarf mikla þolinmæði og nákvæmni við það!!!! Já ég er sumsé að flísaleggja veggina á baðherberginu og finnst það ganga löturhægt hummmmmmmmmmmm búin með 5 fermetra af ca 24 púfffffffffffff en whattt a hei ca 1/5 búin, pollýanna vinkona mætt á svæðið og allt :) Hef tekið að mér ráðskonu hlutverkið hér á heimilinu, setti Gest í að elda kvöldmatinn á meðan ég flísalagði, hann er svo vel taminn þessi elska hehehehhehehehe. Fæ þokkalega á baukinn fyrir þessa fullyrðingu mína :) :)

kveðja
ráðskannnnnnn