mánudagur, febrúar 28, 2005

Fannar afmælisstrákur

Þá er Fannar orðinn tveggja ára men hvað tíminn er fljótur að líða. Við fórum í þetta glæsilegt kökuboð á skaganum á laugardaginn. Sunnudeginum eyddum við svo í sveitarsælunni. Ma og pa buðu okkur í leikhús í Borgarnesi á sunnudagskvöldinu á Týndu teskeiðina. Skemmtilegur farsi og mikið hlegið, boðskapur um að það sé alltaf betra að segja sannleikann því annað getur barasta lent í ótal flækjum og veseni. púffff. Segi ekki meira um það.
Á morgun á húsbóndi heimilisins (ja eða hann heldur að hann sé húsbóndinn og ég leyfi honum að halda það hehehehehe) afmæli og ætlar hann að bjóða systkinum sínum, mökum þeirra og afkvæmum í afmælisboð. Það verður ferlega fínt og mmmmm hlakkar mikið til að borða slef slef er óforbetranlegt matargat :) held ég þyrfti að láta skammta mér á diskinn og það hollann mat ehehhe ég yrði örugglega geðveik og geðfúl að fá ekki að hafa val. Lífið snýst allt um val, ekki satt???? Stundum getur verið erfitt að sýna fólki fram á að það hafi alltaf val á hvernig það lifir lífinu. Vissulega er stundum lítið val en jú þú hefur alltaf val um hvort þú tekur á móti lífinu jákvæður eða neikvæður og það munar heilmikilu hvorn kostinn þú velur. Læt það verða lokaorð í dag og kveð með bros á vör og þreytta vöðva. Farinn að horfa á survior mmmmmmmmmmmmmmmmm
over and out

mánudagur, febrúar 21, 2005

og svo og svo og svo og svo og svo

já nú er helgin að baki og komin ný vika sem verður búin áður en mar getur sagt halelúja. Merkilegt hvað þessir frídagar eru alltaf fljótari að líða en vinnudagarnir. Við fórum í sveitina um helgina og dunduðum okkur við hefðbundin sveitastörf okkur til ánægju og yndisauka, alltaf gott að koma aðeins heim og fá sveitalykt í nefið.
Í kvöld er ég svo á leið í hámó til Millu snillu í nýju íbúðina hennar, hef ekki komið til hennar ennþá svo þetta er megaspennó :) einn annars galli á þessu öllu saman en samt kannski ekki galli fer eftir því hvernig litið er á málið. Er ég nokkuð annars komin út fyrir efnið???? ja hummm etv smá en já gallinn hann er sá að ég var hjá tannlækni og þarf að vera á fljótandi fæði það sem eftir lifir dags. Slæm tímasetning fyrir tannlækna heimsókn, ákkúrat hámó dagurinn púfffffffff mar finnur sér einhverja leið hehehehee annars gengur nú bara ljómandi vel í sætindabanni, ja eða ágætlega, datt smá í nammiskálina um helgina en ég er komin upp úr henni aftur svo málið er dautt. Annað kvöld er svo opið hús í vinnunni og ég að vinna :) félögum í klúbbnum er boðið upp á að koma með hannyrðir og iðka þær í skemmtilegum félagsskap. Sumsé margt spennandi framundan sem of langt mál er að telja upp hér og nú!!!! En hvað með ykkur hin, er ekkert spennandi að gerast hjá ykkur kæru lesendur???? og með þeim orðum kveð ég og ætla í andlegasjálfhverfainnlifunaríhugun við að gera aldeilis ekki neitt og gott ef að Óli félagi lokbrá kíkir ekki bara í heimsókn í nokkrar mínútur, kærkomin félagi karlinn sá

laugardagur, febrúar 12, 2005

Himneskt dekur

Ég verð að deila með ykkur minni dásamlegu reynslu. Ég dreif mig í dag að nýta mér gjafakortið á Snyrtistofunni Jónu sem iðjur og stoðir á Reykjalundi gáfu mér í skilnaðargjöf. Þvílíkt æði :) klukkutíma dekur, snyrting og nudd. Ég get svo svarið það að ég sveif út af stofunni ....... já þetta er sko dekur dagur okkar gamla. Ég fékk andlitshreinsun og nudd og hann fékk nýjan rafgeymi.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

háfleyg og djúp orð

var búin að hugsa mér að vera háfleyg og djúp, en sú hugsun yfirgaf mig fljótlega eftir að ég settist við tölvuna. svo ég ætla bara að vera ég í einföldu máli.
nú er helginn að baki og það styttist óðfluga í þá næstu, thank god :) við fórum á frábært þorrablót um síðustu helgi og skemmtum okkur konunglega. Horfðum á kvikmyndina "how do you like kolbeinsstaðahreppur" sem í stuttu máli sagt var geðveikislega fyndinn. Í henni voru minnistæðustu atburðir síðasta árs í kolbeinsstaðahrepp tekinn fyrir af áhugaleikurum hreppsins. Tekin voru viðtöl við nokkra fjölmiðlamenn s.s. Loga Bergmann, Sigríði Guðm, Óla Palla og einhverja fleiri og þeir spurðir út í íbúa þessa merka hrepps. Sumir hverjir höfðu nú ekki heyrt hann nefndann. nóg um það.
Ánægjulegt að sjá að Kristín Björg londonmær með meiru er komin í bloggheiminn, hún er snilldarpenni stelpan!!!! Verður gaman að fylgjast með lífinu í London hjá þeim skötuhjúum. Er alveg sammála henni um þættina desperate housewifes þeir eru bara gargandi snilld.
Annað hefur svo sem ekki á daga mína drifið síðan síðast ..... þangað til næst hafið það gott.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

dauði og djöfull

já ekki er nú falleg yfirskriftinn í dag "dauði og djöfull" :) ég get svo svarið ykkur það að særingarþulann sem ég fann á www.saeringar/pestargemsar.com virkaði ekki og ég fékk anga af þessari skrattans pest sem herjar á landann þessa dagana. Þetta er dagur tvö heima og ég ætla mér í vinnu á morgun nenni þessu barasta ekki lengur er svo langt leidd heima hjá mér að ég fór að strauja rúmföt sem ég var að taka af snúrunni. Það er svona sirka eins og grænmetisæta færi að ég blóðugt kjöt af tómum leiðindum, svona þannig að þið getið ímyndað ykkur stig leiðinda á þessum bæ!!!! ákvað að setjast niður og blogga áður en straujárnið næði tökum á mér og heimtaði að ég tæki óstraujaðann þvott út úr skápum og renndi yfir hann!!!!

Árni og Sirrý eiga afmæli í dag :) til hamingju með daginn bæði tvö. Mér skilst að það eigi að halda minningarathöfn fyrir Árna í kvöld, las það í gær á síðunni hennar Fanneyjar. Já Árni minn þetta er gleðileg stund get ég sagt þér, komin í hóp miðaldra manna :) hehehehe nettur þessi ha????? en by the way þá er ég ekki miðaldra kona þótt ég sé komin yfir 30 ára múrinn, heldur er ég ung og kát stelpuskotta sem valhoppa um grund og móa ............ þannig er nú það. Viss um að Sirrý sé sammála mér!!!!