mánudagur, ágúst 30, 2004

já þá er það formlega komið á hreint ég er undarleg!!!!!!!! var komin með að ég hélt fínt samkomulag við lyfjafyrirtæki um að fá frítt prufupar af linsum, en nei, nei, nei það er ekki til prufupar í mínum styrkleika. ehhehehe hverjum kom það svo sem á óvart???????? en well svona er að vera gallaður.........
Annars er allt i gúddí hjá okkur, byrjuðum aðeins að dunda okkur í verkefninu endalausa í Engihjallanum um helgina, það gekk ágætlega. Enda fagmenn að verki :)

Stutt gaman skemmtilegt í dag og læt í mér heyra við fyrsta tækifæri nú eða þegar eitthvað fréttnæmt gerist í lífinu hehhehe

knús & kram

föstudagur, ágúst 27, 2004

er ekki ágætt að láta vita af sér svona áður en helgarleyfið skellur á.... svo sem ekkert merkilegt að frétta hér á bæ. Við stefnum á geypilegann dugnað um helgina í íbúðarframkvæmdum (vonandi stenst) hehehehehe. Annars var búið að ákveða að allir ættu að mæta í sumarbústaðinn um helgina og mála og fíniesera bústaðinn fyrir veturinn. Höfum ekkert heyrt meira um það ...... tékkum á því í kvöld.....

adios og góða helgi

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

aðeins að vinna upp tapaðann tíma í tækninni :) hef lítið komið nálægt tölvu og síma í sumarfríinu svo nú er ég að vinna upp fráhvarfseinkenninnnnnnn sko ræð ekki við puttana einu sinni...... hummmmm En alla vega þá er ég komin í vinnuna aftur og það er bara fantafínt, ágætt að detta inn í rútínuna aftur.

Við skötuhjú erum farin að þjást af sturtuskorti á okkar heimili, stendur til bóta næstu daga eða vikur. Kössunum smá fækkar á stofugólfinu, svo þetta mjakast allt í réttaa átt hjá okkur. Gestur tekur síðasta prófið á morgun og verður massakátur þegar því verður lokið, væri örugglega til í að leggjast í dvala í amk 2 sólarhringa til að vinna upp svefnleysi vegna prófa og vinnu síðustu vikna.

Hafið þið spáð í því að sumarið er á enda og það er komið haust. Berjaæði í algleymingi hér í vinnunni og þónokkrar umræður um sultugerð og sultusamsetningar, fínt að kynna sér það áður en mar fer á prestsetrið með postulínsbollanna og blúndudúkana. Það skemmtilegasta við haustin eru litirnir í náttúrunni, magnað fyrirbæri þessi náttúra Íslands. Og svo auðvitað má ekki gleyma leitum, réttum og smölun svona fyrir þá sem eru sveitasinnaðir, yndislegur tími.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

komin heim úr útlegð :) úfinn, sólbrennd, upplituð og sæl. Búin að eiga frábært sumarfrí og byrja að vinna í fyrramálið. Ég er búin að vera nánast ekkert á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og ekki fylgst með hvað er að gerast i umheiminum. Laus við öll áreiti, bara þvælingur, hestar, sumarbústaður, sveitastörf, heimsóknir og huggulegheit. Mikið déskoti er þetta bara næs. Fór m.a. í dagsferð með ma, pa, Kristjönu og Steinku á Snæfellsnesið. Ég hef aldrei farið allan hringin áður. Þetta var hin besta ferð og margt skemmtilegt að skoða.

við skelltum okkur á menningarnótt í gær. Gengum niður Skólavörðustíginn og ég fór inn í flest gallerý sem ég sá og fékk fullt af menningu í mín bein. Fannst það æðislegt, elska að skoða gallerý og söfn. Fór m.a. í antik búð og sá geggjað borðstofusett, eldgamalt...... bráðvantar það!!!! eins og gefur að skilja. Röltum á milli uppákoma í miðbænum og enduðum síðan á tónleikunum á hafnarbakkanum, EGÓ var í einu orði sagt æði!!!!!! djöfulli er Bubbi sprækur, hann er alla vega ekki á róandi það er nokkuð ljóst. Írafár hefði mátt missa sig :(
Verð að minnast á að ég varð mér til skammar!!!!!!!!!!!!!!!! ég þekkti ekki Bolla, hann heilsaði okkur og ég vissi að ég hafði séð hann áður einhverstaðar en alls ekki hvar....... hann hefur örugglega séð spurningarmerkin á andlitunum á okkur því hann glotti og kynnti sig.... er ennþá skömmustuleg meira að segja hefði nú þekkt hann ef Sandra hefði staðið við hliðina á honum hehehehe ein að reyna að klóra yfir klúðrið eða hvað??? Svo hittum við fullt af öðru skemmtilegu fólki.

Í dag renndi ég mér í dalina að Skerðingsstöðum á meðan Gestur las fyrir próf í samtíðarsögu. Alltaf gott að koma til Bjargeyjar og Jóns og mikið spjallað. Værum örugglega enn að tala ef ég hefði ekki þurft að bruna suður aftur til að mæta í vinnu.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Fékk kvörtun um bloggleysi :) svo ég ætla að vera þessi ljúfa týpa og hlýða kvörtuninni med det samme. Það er helst að frétta hér á bæ að ég hef verið meira og minna í sveitinni síðustu viku og sé fram á áframhaldandi veru þar. Skrapp bara í Kópavoginn í kvöld til að fara til augnlæknis í fyrramálið og ætla svo seinnipartinn vestur aftur. Gestur situr sveittur og les siðfræði og eitthvað fleira skemmtilegt, prófin hans að hellast yfir. Á meðan hann les er ég að njóta sumarleyfisins, bara skemmtileg stelpugæs.

Annars hef ég verið að velta fyrir mér tilgangi lífsins og tilverunnar á meðan ég hef keyrt í hringi í heyskap. En hver er annars tilgangurinn með þessu lífi???? kemst svosem ekki að neinni einni niðurstöðu..... sú sem mér líst best á er að njóta lífsins á meðan maður lifir, vera hamingjusamur og hæfilega kærulaus.... hver er svo ykkar skoðun á þessu málefni???? kveikjan að þessari pælingu er að ég þarf fljótlega að finna mér nýja vinnu, þar sem ég er með starfssamning á Reykjalundi fram að áramótum sem þýðir að ég þarf amk að hugsa minn gang hvað ég vil. Eins og staðan er í dag þá vil ég helst komast aftur í vinnu geðsviði eða þá í heilsugæslu. Einhver skrattans púki á vinstri öxlinni hefur líka verið að pískra í eyrað á mér að leita að vinnu óskyldri iðjuþjálfun og þá bara til að fá hærri laun amk á meðan við erum að komast af stað með afborganir af íbúðinni. En er það þess virði???? sitt sýnist hverjum en NOTA BENE þetta eru bara pælingar ekki staðreynd sem orðin er ............. en allar þessar pælingar hafa opnað á tilgangin... nóg af háfleygum pælingum í bili.

Það var kíkt í tarotspil fyrir mig um helgina og vá hvað ég fékk sterka ábendingu um að ég væri að fara i ferðalag, og nú langar Guðbjörgu óþolinmóðu að vita hvert hún er að fara og hvenær hehehehehe er þetta ekki líkt mér????? nema auðvitað þetta sé fyrir sumarbústaðaferðinni norður í land í haust, gæti verið. Ég er að vonast eftir helgarferð til útlanda í haust, væri geggjað að skreppa til Danskemark í lok nóv eða til Dublin eða til Edinborgar eða eða eða eða eða

læt þetta gott vera af bulli í bili og kveð ykkur með sól í sinni og gleði hjarta og bið ykkur vel að lifa næstu daga

knús

föstudagur, ágúst 06, 2004

Búin að setja inn myndir úr hestaferðinni ógurlegu áhugasamir endilega kíkið.

Við erum komin heim úr Hrífunesi frábærlega skemmtilegt umhverfi þar. Skógivaxnar hlíðar og bara næs. Við Gestur fórum í heimsókn í sumarbústað til afa, ömmu, Steinku og Sæma. Gestur sýndi okkur afréttinn hjá Álftaveri og líka umhverfið í kringum Skálmarbæ þar sem hann var í sveit. Skemmtilegt svæði, væri alveg til í að eiga sumarbústað þarna. Við Gestur fórum vítt og breitt á leiðinni austur og skemmtum okkur konunglega. Myndir koma seinna.

Í dag gerðust undur og stórmerki. Ég og Gestur fórum og horfðum á hluta af Bikarmóti i frjálsum íþróttum. Já þið lásuð rétt, við fórum á íþróttamót af fúsum og frjálsum vilja. Þráinn frændi var að keppa í hlaupum og auðvitað fórum við og fylgdumst með öðru hlaupinu hans. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem ég fer á íþróttamót þar sem það eru ekki hestar að keppa. Fórum líka í fyrra og þá datt andlitið af ansi mörgum sem ég hitti þar. Fólk ekki vant að sjá mig á svona leikvangi. Bara gaman að því.

knús & kram

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

komin heim eftir frábæra 4 daga á hestbaki. Þessi ferð var í einu orði sagt algjör snilld :) Vorum heppin með veður, fengum smá rigningu og þá yfirleitt í lok dagleiða svo það skipti ekki máli. Í ferðinni voru 25 knapar með 111 hross.
Dagur 1
Farið var frá Kapteinsflöt að Mýrdal, rosaflott leið upp með Hítará og út með Fagraskógarfjalli að Mýrdal. Á leiðinni lentum við í villtu stóði með reksturinn okkar sem orsakaði hellings eltingarleik og mín þurft að hleypa heilan helling á Sval hinum svakalega. Þakkaði mínum sæla við að hafa við þessari elsku. Stutt dagleið vorum ekki nema 3 tíma á hestbaki.
Dagur 2
Farið var frá Mýrdal inn Flatir, niður í Litla Langadal, yfir Kirkjugötu að Bíldhól. Frábært veður, sól og blíða nánast allann daginn. Setti einn hest á hvolf sem þýddi kollhnís fyrir mig. Samferðarfólk mitt er enn að jafna sig á þessari byltu minni hún var víst andsk..... mikið hlægileg. Hummmmm get jú alveg trúað því. En ég stóð á fætur betri en ný og hélt áfram ferðinni. Hef 3x farið þessa leið og finnst hún alltaf jafn flott. Frábært að vera svona úti í náttúrunni þar sem engir bílar hafa nokkurn tíma farið, allt hreint og ómengað. Þvílík andleg næring verð ég að segja.
Dagur 3
Farið frá Bíldhól að Blönduhlíð, stutt dagleið mest megnis farið eftir fjörunni. Vorum 4 tíma á hestbaki. Rosalega þægilegt að hafa svona stutta daga inn á milli.
Dagur 4
Farið frá Blönduhlíð, inn Selárdal, Burstadal, niður Hítardal og að Kapteinsflöt. Hrikalega heitur dagur, brjáluð sól og logn!!!!!!! ó mæ god hvað ég er lofthrædd, je minnn eini. Það er einn farartálmi í mínum huga á leiðinni en það er að farið niður fjallið Svínabjúg. Fararstjórarnir ætluðu að fara "auðveldari" leið þ.e. sem væri ekki eins bröttttttt en ég get svo svarið það að hún var ekki betri. Ég hélt við Stormur myndum bara verða til þarna upp i á fjallinu. Hittum hóp frá Íshestum í kofanum í Hítardal og túristarnir voru með allar mögulegar og ómögulegar myndavélar á lofti að taka myndir af þessum glæsilega hóp. Þau voru 21 með 70 hesta svo við höfðum pottþétt vinninginn hvað varðar hestafjölda. hehehehe hefðum nú alveg komist þessa leið án þess að hafa svona marga hesta. Þessi dagleið teygðist í 11 klst sem er andsk..... langur tími.
En ég lifði þetta af sem og allir hinir. En örugglega voru einhverjir þreyttir þegar þeir vöknuðu til vinnu í morgun. Hópurinn skiptist í Hítardal hluti fór í Borgarnes og hluti fór að Kapteinsflöt. Gestur tók að sér að fylgja okkur eftir með nesti og nýja skó þá hluta leiðarinnar sem er jeppa fær.

Þvílík andleg næring að vera svona úti, er sólbrennd, þreytt og sæl :)
Á morgun erum við að fara í Hrífunes í heimsókn til ættingja í sumarbústað.

Nú er komin matur og ég er massa svöng.
Hafið það gott. knús