þriðjudagur, janúar 31, 2006

stutt fréttaskot úr hjallanum kenndum við Engi

andleysi mikið hefur hrjáð mig í bloggheimum sem og á heimili mínu. Við hjúin fórum í sveitina um helgina sem er fyrsta ferð ársins. Plan helgarinnar var þorrablót með familíunni en vegna óvæntra atburða í sveitinni var því aflýst, ekki létum við það gott heita heldur var ákveðið að familian myndi hittast yfir góðu æti og drykk sem við og gerðum, átum okkur til óbóta og drukkum í hófi. Ljómandi góð kvöldstund. Við ætlum síðan aftur í sveitina um komandi helgi og fara þá á þorrablót hjá kolhreppingum sem eru stuðboltar miklir, reyndar ekki útséð með hvort Gestur komist vegna vinnu úr höfuðstað Reykjavíkur Kópavogi :) en við vonum hið besta. Ætlunin er einnig um næstu helgi að hýsa þá félaga Strák og Prinz og fara að stunda hestamennsku í gríð og erg :) nóg að gera á bænum. Indlandsmálið er í vinnslu, verið er að bíða eftir vegabréfunum sem eru í áritun í sendiráði Indlands í Noregi og þegar þau berast í hús er fátt annað í stöðunni að gera en að bóka flug, fara í síðustu sprautuna, afbóka ca 30 skjólstæðinga og halda erlendis.... hlakka bara til.

en svona að lokum þá er fyrsti hámóafleggjarinn fæddur.... Bergþóra og Gunnar búin að eignast litla prinsessu, okkar bestu hamingjuóskir til þeirra allra frá hjallahjúum.
until next time, adios

miðvikudagur, janúar 18, 2006

allt og ekkert!!!!

mikið rosalega er ég glöð með þennan snjó, mín mesta sorg þessa dagana er að snjórinn er að hverfa. Ég fíla að hafa birtuna og hreinleikann sem fylgir snjónum!!!! verð þunglynd að hugsa um alla rigninguna og rokið sem er búin að vera síðustu mánuði. Só ég skora á veðurguðina að halda snjónum eitthvað áfram.
Bóndadagurinn er á föstudaginn, svo hin órómantíska og hugmyndasnauða ég þarf að fara að leggja höfuðið í bleyti og hugsa upp eitthvað skemmtilegt fyrir minn ekta sambýlismann. Bóndadagur = þorri byrjar, með tilheyrandi þjóðlegu fæði og þorrablótum. Við höldum í hefðirnar og förum á tvö blót þetta árið og eigum von á mikilli skemmtun með skemmtilegu fólki.
Annars gengur lífið sinn vanagang, vinna, sofa, borða, hreyfa sig...... ekki endilega í þessari röð samt. Ætti kannski að vera sofa, borða, vinna og hreyfa sig. Fyrsti hámó ársins var í síðustu viku. Smelltum okkur í sveitina til Bergþóru og skoðuðum nýju heimkynni hennar og Gunnars. Skemmtilegt það. Spurning hvort annar hámó verði áður en fjölgun verður hjá tveimur hámófélögum, kemur í ljós, kemur í ljós.
Er einhver tryggur lesandi sem hefur sé Carmen???? í Borgarleikhúsinu. Ef svo er hvernig var?? Mig langar að sjá en dómarnir eru lélegir svo endilega látið í ykkur heyra.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Jólin búin

Jólahátíðinni lokið og við tekur alvara lífsins, næsti opinberi frídagur ekki fyrr en um miðjan apríl, virðist vera langt en verður án efa fljótt að hverfa. Nú er vinnuvika 2 innan seilingar. Líst bara vel á nýju vinnuna mína, er nú þegar búin að hitta 15 skjólstæðinga og fleiri nýjir væntanlegir í vikunni. Skelfilegur biðlisti þarna eftir þjálfun sem og allstaðar í heilbrigðiskerfinu, saxast nú eitthvað á hann á næstu vikum, ja ég vona það amk.

Við fórum á Ljósheimadag í dag, skoðuðum helling af kristöllum og fleira dóti þarna. Langar að fara á jóganámskeið þarna sem byrjar um miðjan janúar. Þegar ég kem inn í Ljósheima finn ég hvernig það slaknar á mér og ró og friður fyllir hugann, fór í kristallaheilun þarna í vor og það var mjög gott.

mánudagur, janúar 02, 2006

gleði í ársbyrjun

Gleðilegt ár allir saman og kærar þakkir fyrir liðnar stundir í gleði og sorg, jakkk er þetta ekki bara alveg hæfilega væmið??? prófum aftur!!! Gleðilegt ár og takk fyrir samverustundirnar á liðnu ári. Já þetta var meira í mínum anda. Þarf aðeins að vinna í mússssí stöffinu og þessháttar á árinu 2006. Við erum búnin að eiga ánægjulegar stundir yfir hátíðirnar, jafnvel þótt Emma öfugsnúna hafi heimsótt mig á Gamlársdag, ja svei mér þá ef Gyða Sól kíkti ekki bara við lika. Gamlársdagur og nýjársdagur eru tveir leiðinlegustu dagarnir á árinu í mínu lífi.
Um áramótin spurði Gestur sem flesta hvað stæði upp úr á líðandi ári og svörin voru að skemmtileg. Mismunandi áherslur hjá ólíkum einstaklingum. Í mínum huga er topp 10 listinn:
1. sjónlagsaðgerðin
2. að mágkona mín sé laus við krabbann
3. ævintýrið í kringum U2 tónleikana
4. sitja Sval á hörðum sandfjörum í Hjörseyjarferðinni
5. fjórhjólaferð
6. survæfa kjakferð
7. kaupin á Prinz og samningaviðræður okkar þegar ég var fyrst að prófa hann
8. taka ákvörðun um að skipta um vinnu
9. hjálpi mér hvernig get ég gleymt því!!!! seldi gamla minn
10.barnafjölgun allt í kringum mig

margt gott og skemmtilegt gerst greinilega á árinu, mikið aktvítets ár og stefnir í annað slíkt.

segjum þetta gott í bili, ritandinn yfirgaf mig.......