mánudagur, apríl 06, 2009

páskafrí framundan.....

það er svo langt síðan ég hef skrifað hér inn að ég var nánast búin að gleyma innskráningarorðunum :) Margt skemmtilegt að gerast þessa dagana og búið að vera skemmtilegt. Vorum í fermingu hjá Línhildi Sif í gær, ljómandi flott og fínt boð. Við fórum í kirkjuna að sjálfsögðu og Unnur Lilja ráðskona með okkur.... gekk ljómandi vel en hún átti nú samt ansi erfitt með að vera kyrr.... enda mikill orkubolti á ferð. Algjör krútta þegar hún kraup með okkur við altarisgöngu og skildi ekkert í því hversvegna hún fékk ekki oblátu og messuvín :) Árni Breki fermist svo á skírdag og þá mætum við að sjálfsögðu aftur til kirkju og í fínt boð. Síðan er stefnan tekin á sveitina á föstudaginn langa og ætluninn er að "vígja" sumarbústaðinn. Við höfum ekki verið í honum áður og er mikil skipulagning þessa daganna til að muna eftir leirtaui, pottum, pönnum, handklæðum, viskustykkjur, borðtuskum o.s.frv. Listinn er orðin verulega langur..... spennó.
Annars gengur allt sinn vanagang. Ég brá mér í smá skreppuferð til Akureyrar einn mánudaginn og þreytti frumraun mína og kannski einu raun sem stundakennari í Háskólanum. Þetta var svipuð upplifun og fara í svaðalegt próf, slíkur og annar eins var kvíðinn fyrir þetta verkefni. Vonandi hefur það gengið vel, amk dó enginn :)

Efnisorð: , ,