þriðjudagur, júní 26, 2007

hér og þar

alltaf nóg að gera á bænum en blogglægð í gangi svo fréttaflutningur er í lágmarki. Við erum voða glöð með góða veðrið :) eins og langflestir Íslendingar. Lentum einmitt í umferðarteppu síðasta sunnudagskvöld á leið í bæinn. Fórum seint af stað eins og venjulega, (eigum eitthvað erfitt með að koma okkur afstað) og sleppum því venjulega við alla umferðateppu nema í þetta sinn. Vorum í bílaröð frá þorpinu á Kjalarnesinu og inn í Mosó, hámarksumferðarhraði í lestinni var 30 km á klst, yndislegt, er nefnilega svo þolinmóð í umferðinni :) já sem og allstaðar :)

Vorum á ættarmóti um síðustu helgi hjá móðurmóðurfólki mínu, alveg ljómandi hreint. Ég er nú ekki mikið fyrir svona samkomur en þessi var bara mjög skemmtileg. Farið var á æskuslóðir ömmu og systkina hennar og þau rifjuðu upp prakkarastrik sín og sögðu frá staðarháttum. Síðan var farið í Lindartungu þar sem í leiki, grillaður snilldar matur og skoðaðar myndir af ættingjum. Doldið sniðugt, ættarmótsnefndinni datt það í hug að safna saman myndum af öllum þessum hóp og síðan var "sögumaður" sem sagði hver var hvað. Ljómandi fín leið til að fatta hver á hvern. Ég sit síðan í súpunni fyrir næsta mót sem áætlað er eftir 3 ár, mér var nefnilega smellt í nefnd. Sem betur fer eru tvær kjarnakonur með mér í því stússi.

16. júní var svo að sjálfsögðu farið í kvennahlaup samkvæmt venju og síðan í þetta fína hnallþóruboð til Helgu frænku. Fyrsta "hlaupið" hennar Unnar Lilju sem svaf vært í kerrunni sinni meðan múttan þrammaði létt á fæti.


um kvöldið var svo brunað í útskriftarveislu til Bylgju hjúkrunarfræðings sem var að halda upp á útskrift sína úr Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Unnur Lilja partýljón fékk að koma með í boðið en fór síðan í pössun til Jóhönnu. Ekki sýndi hún sínar bestu hliðar þar og ég sótti hana eftir ca klukkutíma, þá var heimilisfólkið á Suðurgötunni búið að fá feikinóg af ljónaöskri :) sofnaði síðan um leið og við lögðum af stað að Skiphyl.

Af Unni er það helst að frétta að hún skoppar útum allt, beitir rass/fóta/handa tækni við að komast áfram og ná að skoða sem mest á skömmum tíma. Við erum svo heppinn að Línhildur kemur eftir hádegið flesta virka daga og er að passa frökenina. Gengur svona ljómandi vel, Unnur voða glöð að fá óskipta athygli einhvers á meðan pabbinn sinnir vinnunni. Fínt fyrirkomulag fyrir alla.

Það styttist óðfluga í sumarfrí. Iðjuþjálfunin hjá GÍ lokar 16. júlí og opnar aftur 7. ágúst, þá ætla ég að vinna í tvær vikur og fara síðan aftur í frí. Ætlar fjölskyldan í hjallanum að leggja flugvél undir fót og fljúga til Frankfurt og keyra til Prag með einhverjum útúrdúrum og krókum, dvelja í góðu yfirlæti hjá Leif og Marký í Prag. Spennó.

Efnisorð: , ,

mánudagur, júní 11, 2007

helgin

best að blogga smá á meðan Gestur svæfir Unni Lilju. Ég er nefnilega í tölvuafvötnun sem kemur nú ekki til af góðu. Gestur þarf að nota mína tölvu í vinnuna vegna þess að hans fartölva fékk ljómandi ágæta flugferð út á gólf og er nánast ónýt. Nýherji mat skemmdir á henni upp á tæp 300 þús sem er nú aldeilis fín upphæð, tryggingarnar eru hins vegar ekki tilbúnar að borga svo mikið, skrýtið hummmmmm. Eitthvað verið að skoða þau mál ..... svo hann smellti sér í að græja borðtölvu til að vinna í en ekki vildi betur til en að hann þurfti að slökkva á henni og þá neitar hún að fara í gang aftur. Sagan endalausa með þetta tölvudót. Verður fróðlegt að vita hvernig þetta endar allt saman.
En já þá að ævintýrum helgarinnar. Við fórum í "óvissuferð"/"túristaferð" um Reykjanesið á laugardag ásamt starfsmönnum Gigtarfélagsins. Farið var á alla helstu útnára Reykjanessins og fengum við þessa fínu leiðsögn frá leiðsögumanninum/konunni. Jebbbs þetta var alvöru túristaferð með leiðsögumanni með fróðleik í massavís í gegnum hátalarakerfi rútunnar með tilheyrandi braki og brestum. Gestur tók sig vel út í predikunarstólnum í Krísuvíkurkirkju og las þar ljóð!!!! Við komumst að því skötuhjúin að það eru margir staðir á nesinu sem við værum til í að fara aftur á og skoða betur. Ýmislegt skemmtilegt gerðist í ferðinni sem á ekki heima hér :) lokapunktur ferðarinnar var síðan kvöldverður í Duushúsi í Keflavík þar sem snæddur var matur í ammmmmerískum stærðum. Sjaldan séð jafn stóran skammt af aðalrétti húfffffff ekki möguleiki á að klára. Ljómandi matur en þjónustan var ansi slök og nánast tilviljanakennd. T.d. var forréttarsúpan borin á borð áður en fólki var boðin drykkur og urðum við að biðja um að láta taka hjá okkur drykkjarpöntun. Ok með aðalréttinn, en volga súkkulaðikakan var borin á borð áður en boðið var upp á kaffi með henni og urðu kaffiþyrstir einstaklingar að biðja sérstaklega um kaffið sem átti að fylgja með. Bara skrýtið!!!! Þetta var samt hin besta dagstund. Á sunnudag var brunað í stelpufjórhjólaferð í Skorradalinn. Ekki vildi nú betur til en að nettur misskilningur varð milli mín og fararstórans um tímasetningu. Ég fékk upplýsingar í meili frá honum upphaflega að við ættum að mæta kl 17, en síðan í næsta pósti á eftir þá stendur þar 14 svo auðvitað mættum við kl 14 og engin mættur. Gestur og Unnur Lilja fóru í sumarbústaðinn í Grímsnesinu til tengdó og var Gestur settur í það verkefni að hringja í fararstjórann og tékka hvar hann væri. Þá var hann bara "sultuslakur" eins og ein vinkona mín myndi orða það heima í rvk, ekkert stress á þeim bænum fyrr en Gestur sagði honum að við værum allar mættar og værum að bíða. Svo hann stökk af stað og smellti í fluggírinn og upp í Borgarfjörð. Við höfðum það náðugt á spjallinu "nörtuðum" í nammi. Smelltum okkur svo í stuttan túr, leiðinlegt hvað mörg hjól voru biluð svo við urðum að tvímenna og skiptast á. Svo sem skiljanlegt að hann sé ekki að halda öllum hjólum gangandi þar sem þetta er ein af síðustu ferðunum þar sem hann lokar þessu 1. júlí og fer í önnur og spennandi verkefni. Jamm og já alltaf ævintýri í kringum fjórhjólaferðirnar. Vonandi hafa samt allar stelpurnar skemmt sér vel, ég skemmti mér amk vel :) Ég er búin að setja myndir helgarinnar inn í vefalbúmið.
Ekki má gleyma yndislegu boði Séra Bolla og Sunnu konu hans í kvöldverð í bústað fjölskyldu hennar á fimmtudagskveldið síðasta. Ljómandi gaman og hugguleg kvöldstund. Flottur bústaður í Dagverðarnesslandi, stutt frá bústað fjölskyldu Millu.

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, júní 06, 2007

fréttaupdeit

jæja stuttur fréttaflutningur úr hjallanum. Margt að gerast á bænum. Lítil já eða bara stór frænka leit dagsins ljós 31. maí. Sif og Rikki eignuðust stelpuskott, voða sæta og fína, hún var ekki nema 19 merkur og 54,5 cm. Allt í lukkunnar velstandi þar. Unnur Lilja hafði nú ekki mikið áhuga á skoða hana, hafði mun meiri áhuga á Ölmu Dóru sem er vön að sprella með henni :) lykilorðið hér er hvar fæ ég athygli .....
Um hvítasunnuna vorum við í Sommerhallen í Grímsnesinu í góðu dekri hjá Dóru tengdó, Magga og co kíktu í heimsókn voða kósí. Lykilorð helgarinn var rólegheit og sudoku sem ráðið var í massavís. Fínt að slappa af eftir veikindasyrpu mæðgnana. Næstu helgi á eftir var farið vestur á bóginn, fermingarveisla sl. sunnudag hjá Guðrúnu Söru, ótrúlegt til þess að hugsa að ég var 21 þegar hún fæddist sem þýðir þá að ég er 18 í dag!!!! fín og flott ferming. Hún stórglæsileg í íslenskum þjóðbúning við fermingarathöfnina. Fyrsta skiptið sem ég er við fermingu þar sem fermingarbarnið er ekki í hvítum kirtli, flott. Við Gestur vorum með fögur fyrirheit um að gróðursetja trjágræðlinga á lóðinni okkar á föstudeginum og laugardeginum en eitthvað fór nú lítið fyrir því. Þau bíða bara sallaróleg í vatni.
Unnur Lilja fer á kostum þessa dagana, er eitthvað að misskilja til hvers nætur eru. Búin að vera ofsalega óróleg og pirruð síðustu daga, sefur illa á nóttunni. Við vorum farin að halda að hún væri aftur komin með eyrnabólgu og stormuðum með hana til læknis, sem betur fer var ekkert slíkt í gangi. Eina sem doksa datt í hug að það væri eitthvað tannastúss í gangi. Jamm og já, framundan er síðan óvissu/túristaferð um Reykjanes með GÍ á laugardag, spennó....

Efnisorð: , ,