fimmtudagur, mars 20, 2008

mikil gleði

mikil gleði :) var að klára skattaskýrsluna og búin að smella á senda.... ljúft

mánudagur, mars 17, 2008

nýja frúarfarartækið

já nýjustu fréttirnar eru þær að nýr frúarbíll er mættur fyrir utan bílskúrinn. Cam am outlander fjórhjól :) snilldin ein. Kannski ekki mjög praktískt farartæki en afskaplega skemmtilegt, götuskráð svo nú get ég brunað á því í vinnuna ef mér dettur það í hug. Það allra skondnasta er að nr á því er OM G65 eða öðru nafni o my god :) á vel við fyrir væntanlega prestfrú og prest. Einnig hafa verið miklar framkvæmdir í húsinu, vorum að láta loka af íbúð í kjallaranum með tilheyrandi raski og róti. Alveg með ólíkindum hvað gifsryk berst víða. Létum einnig flísaleggja forstofuna og á næstu vikum þarf svo að smella upp innréttingu í þvottahúsinu sem hefur minnkað um helming. Iðjubj... eða þjálfinn ætlar að vera voða skynsamur og láta setja þvottavélina upp á pall svo vinnuaðstaðan verði nú betri. Já skynsemin á sér engin mörk eða hvað??? Nú bíður það undurdásamlega verk að þrífa allt gifs og ryk sem er nánast allstaðar í kjallaranum og á miðhæðinni, held að efsta hæðin hafi sloppið nokkuð vel. Kjallaraíbúðin þarf að vera klár fyrir föstudaginn langa, svo það er eins huggulegt að bretta upp ermar og gusa þessu af. Eigum eftir að setja húsgögn, borðbúnað og fleira í þeim dúr í íbúðina niðri. Alltaf nóg að gera. Svo væri nú kannski skynsamlegt að rumpa skattframtalinu af og smella á senda, verður verkefni kvöldsins.

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, mars 11, 2008

Hversu góðar eiginkonur eru þið?

Ég ætti nú ekki annað eftir í þessu lífi!!!!!


1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

2. Notaðu 15 mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.

9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.


(Úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.)

Efnisorð:

laugardagur, mars 01, 2008

hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag

1 dagur 3ja mánaðar ársins runninn upp og á enda komin nánast líka. Ljómandi ágætur dagur enda á hann Gestur minn afmæli í dag sem og Helga Sif frænka. Gestur var með huggulegt afmælisboð fyrir fjölskyldu sína :) sem lukkaðist mjög vel. Fyrsta fjölskylduboðið í nýju húsi. Skondið er að Sara Margrét nýjasti fjölskyldu meðlimurinn í Drangakórnum var að fara í sína allra fyrstu heimsókn og að þegar Unnur Lilja var einmitt 2ja vikna eins og Sara Margrét er þá fór hún í sína fyrstu heimsókn og það var til þeirra í Drangakór. Tilviljun.
Annars er lítið að frétta, ég er búin að dunda mér við að berjast við magakveisu síðan á þriðjudaginn síðasta og tel ég að loksins sé ég komin með yfirhöndina í þeim slag og er öll að hressast. Hrikaleg pest, mæli aldeilis ekki með henni.
Held að það sé best að koma sér í bólið til hennar Unnar minnar og vera sprækur sem lækur á morgun og undirbúa þessi tvö fræðsluerindi fyrir þriðjudag og miðvikudag. Ekki byrjuð á þeim einu sinni, frestunarárátta á háu stigi eða hrein og klár LETI!!!!!

Efnisorð: ,