miðvikudagur, janúar 07, 2009

annáll og fleira

Jólin fóru friðsamlega fram á þessum bænum eins og vera ber og ég var í 2ja vikna jóla og áramótafríi sem var hreint út sagt dásamlegt. Á aðfangadagskvöld fórum við samkvæmt venju í messu kl 18, Unnur Lilja var hreint til fyrirmyndar enda með eindæmum þægt barn hóst, hóst. Að messunni lokinni hófst hefðbundin dagskrá þ.e. át, pakka opnun og jólakortalestur. Á jóladag var boð hjá tengdó og á annan dag jóla boð hjá ma og pa. Á gamlárskvöld átum við enn á ný góðann mat og vorum afskaplega róleg. Unnur Lilja sofnaði um hálf níu þannig að Gestur fór einn í boð til Svans og familí. Ég lá upp í sófa með sofandi barn í fanginu og las ein og ég ætti lífið að leysa Memory Keepers daughter. Mæli með henni!!! horfði náttúrulega á áramótaskaupið sem var með besta móti.
Síðan í lokin, stutt upprifjun af síðasta ári.

Janúar: einkenndist af niðurpökkun og þar afleiðandi ákvörðunartöku á hverju skyldi henda og hverju skildi pakka niður. Fluttum svo í Fljótaselið 29. janúar. Gekk ljómandi vel allt saman, verð samt að viðurkenna að það fórum um mig stresshrollur þegar Gestur var kallaður út vegna bilunar í server og þurfti að fara og sinna því. Hraustir sendibílstjórar sáu um að flytja dótið milli sveitarfélaga. Síðan tók við að koma öllu fyrir. Ójá mikil vinna.......
Febrúar: fór í að koma sér fyrir og ákveða kaup á sumarbústað.
Mars: Gestur bauð í afmælisdinner eins og venja er. Man ekki eftir neinu markverðu þar utan.
Apríl: Sviðaveisla
Maí: sauðburður og Auður Salka varð 1 árs.
Júní: Keyptum okkur tjaldvagn og fórum í fyrstu útilegu sumarsins. Unnur Lilja hætti hjá Guðmundu dagmömmu og fór í langt og gott sumarfrí.
Júlí: fórum á Landsmót hestamanna á Hellu. Sumarfrí og ferðalag um norðurland með góðu fólki.
Ágúst: Unnur Lilja byrjaði í leikskólanum Hálsakoti og hefur það gengið ljómandi vel. Ég byrjaði að vinna aftur eftir sumarfrí. Sandra Rún eignaðst stelpuskottu.
September: steyptum undirstöður undir sumarbústaðinn á Nátthaga. Fórum í réttirnar ekki ríðandi á Sokka þó, vonandi fer ég á hesti í réttirnar á þessu ári sem nú er risið úr rekkju. Dvöldum eina helgi í bústaðnum sem þá var staddur í Munaðarnesi og hófum undirbúning á flutningi. Unnur Lilja dvaldi í góðu yfirlæti á Skiphyl þá helgina. Júlían Ríkarður fæddist.
Október: Unnur Lilja varð 2ja ára!!! við Gestur ætluðum til Barcelona en hættum við vegna óstöðugs gengis gjaldmiðla og fórum í staðinn í Brekkuskóg og höfðum það huggulegt. Unnur Lilja var heima með ömmu Dóru. Ég tók að mér stundakennslu í formi þess að hafa nema hjá mér í vinnunni og gekk það alveg ágætlega. Bústaðurinn var fluttur að Nátthaga :) gleði gleði. Ekki veitti af gleði í upphafi kreppu.
Nóvember: bústaðurinn festur niður og ekkert gerst síðan í þeim málum. Aðventuboð haldið fyrsta sunnudag í aðventu samkvæmt venju.
Desember: jólahátíð og allt sem henni fylgir. Júlían Ríkarður skírður sem og Birgitta Rut. Gífurlega gott og kærkomið jólafrí.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home