sunnudagur, nóvember 26, 2006

myndir

Ég var að setja inn myndir frá skírn Óskars Smára um síðustu helgi og skírn Ólafar núna um helgina + frá Pragferð Gests. Ójá heilmikill dugnaður hjá húsfrúnni.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

húrra, húrra

það stefnir í að Gestur komi heim fyrir 2. des. Fór í loftið kl 20:05 svo mar sé nú nákvæmur....

seinkun á seinkun ofan

Við mæðgur erum komnar heim eftir ljúfa dvöl í sveitinni og bíðum spenntar eftir að fá karlmann heimilisins heim frá Prag. Hann átti flug kl 11 í morgun en þá varð bilun í flugvélinni og þá var næst tilkynnt flug kl 15, þegar fór að líða að því þá var seinkað til 19 og síðan þegar fór að líða að því þá var tilkynnt að látið yrði vita kl 21 hvenær hugsanlega eftilvill kannski verði flogið. Hver kannast ekki við svona dæmi????? og kemur svo sem ekki á óvart þegar Gestur er á ferðalagi, það gengur sjaldnast alveg eins og áætlun segir til um. Vona bara að hann verði komin heim fyrir skírn þann 2. des..... Talandi um skírn þá vorum við í einni slíkri um síðustu helgi þegar Óskar Smári Davíðsson var skírður núna á laugardag er okkur boðið í skírn já ......... Bogadóttur og síðan verður okkar ungfrú skírð 2. des svo eins og glöggir lesendur sjá þá er brjálað að gera hjá okkur í veislum. Eins gott að fara að hrista ajaxbrúsann og sjá hvort allt verði ekki spegilgljáandi eins og í auglýsingunum :) sem og klára að búa til boðskortin sem áttu að vera farin í póst fyrir einhverjum dögum og og og og og ....... segi ekki meir í bili

mánudagur, nóvember 13, 2006

úbs ætlaði að láta mynd fylgja með síðasta bloggi

Unnur og Bogi komu í heimsókn að Skiphyl um helgina með börnin sín, við smelltum myndum af dömunum saman. Það er 1 1/2 mánuður á milli þeirra, gífurlegur stærðarmunur, okkar dama er bara eins og písl :) nett og pen eins og foreldrar hennar múhahahhahahaa


fréttaskot

Mikil bloggleti eða blogglægð hefur hrjáð mig síðustu daga eða sko marga síðustu daga. Ekki svo sem margt fréttnæmt gerst hér á bæ síðan síðast. En alla vega þá fórum við mæðgur með ma og pa í sveitina á miðvikudag og áttum þar náðuga daga, Gestur kom svo vestur á fimmtudagskveld :) gat að sjálfsögðu ekki verið án okkar lengur, við erum svo frábærar. Komum svo heim í gærkvöldi, drifum okkur áður en óveðrið ógurlega kæmi sem kom svo aldrei amk ekki í Kópavogi. Einhver fjári hefur gerst á meðan við vorum fjarverandi, því skápurinn undir vasknum var á floti og skúffa við hliðina. Skápurinn orðin gegnsósa, skakkur og skældur. Skemmtilegt það. við finnum hvergi neinn leka eða neitt slíkt, dularfullt og það í mannlausri íbúðinni.

Gestur ætlar að leggja land undir fót og smella sér til Prag eftir viku og vera þar í 4 daga, að sjálfsögðu ætlum við mæðgur að fara aftur í sveitasæluna okkar og vera þar á meðan. Svo er farið að styttast í skírn heimasætunnar. Búið að ákveða að hafa þann viðburð 2. des í Seljakirkju, erfiðast er að setja saman gestalistann. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og það er bara massaerfitt að skera niður fjöldann, stefnir í að boðsgestir verði 50, jebbbedí jebbb sem er nú bara slatti. Eins gott að fara að skvetta höndunum fram úr ermunum og hefjast handa við undirbúning og skipulag.

p.s. var að setja inn myndir á myndasíðuna

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

nýr mánuður

jæja þá er næst síðasti mánuður ársins runninn upp bjartur og fagur hehehheehe..... amk verður hann fljótur að líða eins og allir hinir. Mér finnst afskaplega stutt síðan daman kom í heiminn en það eru víst 3 vikur síðan, en hvert þær fóru hef ég ekki hugmynd um og jólin hinu megin við hornið.

Við erum búin að setja inn myndir af dömunni á myndasíðuna okkar, albúmið er læst. Ég gerði heiðarlega tilraun áðan til að senda tölvupóst til ættingja og vina með upplýsingum um login og password en sá póstur komst ekki til skila til allra virðist vera. Svo ég gerði aðra tilraun og hún var eitthvað flippuð líka, þannig að þeir sem hafa áhuga á fá aðgang að myndunum og fengu ekki póst endilega senda mér póst á netfangið gudbjorg@svaka.net.

Hámó var haldin hátíðlegur í hjallanum í gærkvöldi, frábært að fá dömurnar í heimsók, takk fyrir það allt saman. Ein voða bráðlát hérna, er strax farin að spá í hvar og hvenær næst :) :) já eins og allir vita er þolinmæði ekki mín sterkasta hlið í lífinu.