mánudagur, janúar 29, 2007

hversdagsumræða

Ýmislegt að gerast hjá litlu fjölskyldunni. Stelpurnar úr hámó voru að fara eftir notalegt kvöld, litla ljónið var bara með besta móti og máttu stelpurnar tala við hana og aðeins halda á henni líka :) mikið prógramm hérna í gangi eða þannig hehehe markmiðið er alla vega að draga úr móðursýki dömunnar, ég má varla fara út úr herberginu sem hún er í þá verður allt ömó, sleppur svo sem ef pabbinn heldur á henni. Við verðum að vera duglegri að fara eitthvað út án hennar og fá pössun sem já við gerðum um síðustu helgi. Foreldrasettið smellti sér sumsé á þorrablót í Lyngbrekku og skemmti sér konunglega eins og venja er á slíkum samkomum, en mikið fjandi var erfitt að vakna með ungfrúnni eftir 2 tíma svefn og gefa henni að drekka ó mæ ó mæ sem betur fer sofnuðum við nú aftur mæðgur í 2 tíma en þá var komin dagur hjá Unni. Ágætis upphitun fyrir næsta þorrablót sem er á föstudaginn næsta :) já best að taka þetta bara með trompi :) Daginn eftir ákvað Unnur að best væri að hætta á brjósti, pelinn væri mun hentugari þar sem fæðan rennur mun hraðar upp í hana og mun minni fyrirhöfn, auk þess var orðið svo lítið til í móðurinni að hún þurfti hvort er eð að fá pela sem ábót eftir hverja brjóstagjöf. Ég get ekki sagt annað en ég er afskaplega ánægð með þessa ákvörðun hennar. Í nótt er fyrsta nóttin hennar í rimlarúminu og ég vona að hún sofi þar í alla nótt sæl og góð :) ójá hún sprettur afskaplega hratt þessi elska. Ég er búin að taka að mér tvö verkefni í vinnunni, annars vegar að vera í undirbúningshóp fyrir þverfaglega gigtarráðstefnu sem Gigtarfélagið heldur í september nk og hins vegar að vera með fræðslufyrirlestur á námskeiði fyrir fólk með vefjagigt um aðlögun að breyttum aðstæðum. Er þessa dagana að hugsa og hugsa og hugsa um hvern fj..... ég á að tala og hvernig ég á að skipuleggja þennan klukkutíma og korter sem ég hef til afnota. Ekta svona próffílingur, ekki alveg viss um hvar er best að byrja og hvernig er best að hafa þetta o.s.frv. Fín upphitun fyrir heilabúið að taka þessi verkefni að mér svona til að hrista rykið af honum áður en ég fer að vinna aftur um miðjan apríl. Frekar stutt þangað til og eins gott að fara að hugsa fyrir dagmömmu í haust því tíminn líður svo hratt.

laugardagur, janúar 20, 2007

Dagskrá

Fyrsta mál á dagskrá, myndavefurinn er komin upp aftur og eitthvað smá af nýjum myndum.

Annað mál á dagskrá, Gestur karlgreyið á svo slæma konu :/ hún klikkaði á blómunum í gær bóndadag svo hann skellti sér á Selfoss með Grjetari og Söndru og þeir félagar keyptu sér hest saman. Þannig að nú hefur bæst við 1/2 hestur í þetta gífurlega stóð okkar hehehehehe. Stóðið saman stendur af tveimur tömdum klárum, ótömdum fola, fylfullri hryssu og nú 1/2 ógangsettum klár.

Þriðja mál á dagskrá, tvö þorrablót á næstunni.

Fjórða mál á dagskrá, mamma kom og var hjá okkur í tvo daga sem var æðislegt. Við 3 mæðgurnar, þ.e. amman, mamman og Unnurinn fórum á helling af útsölum og keyptum okkur ýmislegt bráðnauðsynlegt eins og gefur að skilja. Mar kaupir aldrei neinn óþarfa.

Fimmta mál á dagskrá, hvernig væri að fara að skella á hámó????

nóg í bili, ætla að skríða í bólið hjá barninu sem er með ekkasog eftir óhemju mikinn grát í kvöld. Varð eitthvað öfugsnúin þessi elska í stuttri pössun hjá ömmu Dóru og Möggu og eins og sannri óhemju sæmir þá er erfitt að snúa til baka og róa sig niður. Bara yndisleg :)

þriðjudagur, janúar 16, 2007

jákvæðni á nýju ári

gleymdi áðan að ég skora á lesendur síðunnar að skilja eftir í commentum 5 jákvæða eiginleika sem þeir búa sjálfir yfir.

myndasíðan liggur niðri!!!

Já vegna kerfisbreytinga hjá kerfisstjóra heimilisins þá liggur myndasíðan okkar niðri í augnablikinu, það kemur svo í ljós hvað þetta augnablik er langt hehehe. Unnur fór í 3 mán sprautuna síðusta föstudag og stóð sig eins og hetja þessi elska, engin eftirköst eða neitt. Hún er orðin 6810 gr og 62 cm, sem þýðir að hún er búin að þyngjast um 3 kg og lengjast um 11 cm sem er bara fínt mál, dugleg stelpa :)

Ég var að bæta við tenglum á síðuna ;O)

sí jú

miðvikudagur, janúar 10, 2007

annáll 2006

Betra er seint en aldrei segir máltækið svo ég ætla að smella hér inn stuttum atburða annál fyrir 2006 úr lífi familíunnar í Engihjallanum sem og ósk um gleðilegt ár :)

Janúar
: undirbúningur fyrir Indlandferð með sprautum og bið eftir vegabréfum sem skiluðu sér til Íslands óárituð eftir gott ferðalag til Noregs. Já til að fá vegabréfsáritun til Indlands þarf að senda vegabréfið með allskonar seremóníum til Noregs. Ég byrjaði formlega í vinnu hjá Gigtarfélaginu. Fyrsta hámóbarnið fæddist. Bergþóra og Gunnar eignuðust þessa flottu prinsessu.
Febrúar: Indlandsferð afbókuð í bili amk fyrir Guðbjörg þar sem í ljós kom bumbubúi var sestur að. Strákur og Prinz teknir í hús, járnaðir og brúkaðir eins og veður og nenna leyfðu. Hámóbarn tvö, Sandra og Brynjólfur eignuðust prins.
Mars: afmæli Gests, hann heldur alltaf upp á afmælið sitt og býður systkinum sínum og mútter til veislu.
Apríl: skruppum til Spánar með don Svan og familí, við vorum þar í viku og þau í tvær vikur. Strákur flutti yfir í hesthúsið til Grjetars og fengin var einkaþjálfari fyrir Prinz þar sem ég var frekar þung á mér að komast á bak honum. Þar með var útreiðum lokið í bili.
Maí: hummmmm man svo sem ekki eftir neinu, jú Unnur útskrifaðist sem leikskólakennari.
Júní: hófust framkvæmdir í Nátthaga fyrir væntanlegt sumarhús okkar :)
Júlí: sumarfrí!!!!!!! Gestur fór með ma sinni og Möggu til Indlands en ég og bumbubúin höfðum það huggulegt í sveitinni hjá Kristjönu.
Ágúst: Gestur fór sem trúss í árlega hestaferð Kapteinana, sem ég missti af vegna veikinda. Unnur og Bogi eignuðust prinsessu.
September: hætti að vinna, við smelltum okkur í réttirnar. Síðan fór smá tími í að bíða eftir að ungfrúnni þóknaðist að fæðast :)
Október: biðin eftir barninu tók enda, ákveðið var að smella fæðingu af stað og fæddist þessi fína stelpa 10. okt. Afgangurinn af mánuðinum sem og meiri tími fór í að fatta að við ættum þessa fínu stelpu. Davíð og Eva eignuðust strák og Anna og Sammi líka, sama daginn meira að segja.
Nóvember: Gestur fór til Prag í 4 daga. Þar fyrir utan var foreldrahlutverkið æft dag og nótt!!!!! Agnes og Bárður eignuðust strák.
Desember: Unnur Lilja skírð 2. des og haldin var fín skírnar/aðventuveisla. Jólin komu svo á réttum tíma eins og venjulega með tilheyrandi tilstandi sem reyndar hefur sjaldan verið eins lítið. 27. des fórum við síðan í geggjaða fjórhjólaferð eins og áður hefur komið fram. Fjórða hámóbarnið fæddist, Kristín og Haukur fengu prinsessu.
þannig er nú það :) hafi ég gleymt einhverjum merkisatburðum þá endilega smella því í komment. Svei mér þá þetta er nú orðið lengra en ég ætlaði hehehehe

En já að öðrum málefnum. Unnur Lilja dafnar vel, þriggja mánaða í dag. Mæja og Máni drifu okkur mæðgur í snillingafimi í Hreyfilandi. Erum búin að mæta í einn tíma og Unni fannst þetta æðislegt. Hló og brosti út í eitt og að sjálfsögðu stóð hún sig eins og hetja. Við erum búin að fara með hana í 3 tíma í cranio og ég held svei mér þá að það hafi haft góð áhrif á hana, sefur værar og lengri tíma yfir nóttina. Davíð og Eva komu í stutta heimsókn áðan með Óskar Smára sem er 2 dögum eldri en Unnur og hún var bara eins og písl við hliðina á honum og mér sem finnst Unnur svo stór!!!

en well komin tími á að elda kvöldverðinn :)