fimmtudagur, júlí 28, 2005

illt að vera læknir í þessu tilviki nú eða sjúklingur

Bóndi úr Laxárdalnum kom til læknis í Búðardal. Þegar læknirinn innti manninn eftir því hvað að honum amaði rétti hann honum blað með eftirfarandi texta:

Nú líður mér illa,
lasinn er ég,
margs konar kvilla
merki ber ég,
um allan skrokkinn
frá skalla að il
mér finnst ég alls staðar
finna til.
Þessi andskoti birtist í ýmsum myndum,
- fjölbreytnin er með ólíkindum:
í vindverkjum sterkum,
vondu kvefi,
ræmu í kverkum
rennsli úr nefi,
svo er þrálátur hósti
og þyngsli fyrir brjósti,
en beinverkir þjarma að baki og fótum,
og það brakar í öllum liðamótum,
þar grasserar sem sé giktarfjandi,
sem almennt er talinn ólæknandi.
Þá er sljóleiki í augum,
en slappelsi á taugum,
og svo þessi eilífa syfja,
eða sárindin milli rifja,
og óþægindi í einhverri mynd,
oftast báðu megin við þind.
Yfir höfðinu er þessi þráláti svimi,
en þreyta gagntekur alla limi.
Loks fylgir þessu lítill máttur,
óreglulegur andardráttur,
bólgnir eitlar og blásvört tunga,
bronkíttis í hægra lunga.
Svo safnast á skrokkinn skvapkennd fita
þótt ég skeri við nögl hvern matarbita,
og í sjö vikur hef ég, segi og rita,
sofnað með köldu og vaknað með hita.
Samt hefði ég aldrei uppphátt kvartað,
ef lasleikinn væri ekki lagstur á hjartað, þar hef ég nú stöðuga stingi, sem stafa af of háum blóðþrýstingi.
Og lon og don
hjá læknum er ég,
með litla von
frá langflestum fer ég,
því að lítið er gagnið
að geislum, bökstrum og sprautum
við svona fjölbreyttri
vanlíðan og þrautum.
Það ber helst við
að mér batni á köflum
af brúnum skömmtum
og magnyl töflum.
Sem sagt: ég er á eilífum hlaupum
milli sérfróðra lækna og í lyfjakaupum.
Já, útlitið er ekki gott.
Ég þoli orðið hvorki þurrt né vott,
það er að segja fæði.
Og friðlaus af fjörefnaskorti
til fróunar mér ég orti
þetta kvalastillandi kvæði.

stutt stopp í heiðardalnum

stutt stopp heima í dag :) kom í heiðardalinn Kópavog um miðnætti í gærkvöldi og fer héðan aftur eldsnemma í fyrramálið og þá til Danmerkur. Djö....... hvað þetta sumarfrí hefur liðið hratt mar. Ég er búin að eiga góðar stundir í sveitinni við heyskap og útreiðar. Hjörseyjarferðin var snilld eins og áður hefur komið fram myndir hér!!!!! endilega kíkja á þær. Fullt af fallegu fólki, hestum og gvuðdómlegu umhverfi. Er heima í letikasti miklu og nenni ekki að gera handtak.

Betra blogg síðar.

mánudagur, júlí 25, 2005

Sumarfrí

Langt síðan ég hef sest við tölvu :) Er þvílíkt að njóta þess að vera í sumarfríi, varla komið í hús síðan á þriðjudagsmorgun hehehehe. Byrjaði á að vera í heyskap með familíunni, mar verður nú að redda mat fyrir Sauðhyrnu, Gullfríði, Strák og Geysi fyrir veturinn. Jebbb mar er sko stórbóndi.

Svo nú um helgina var ég í 3ja daga hestaferð með fullt af skemmtilegu fólki. Við vorum með bækistöðvar á Capteinsflöt, ansi þægilegt að þurfa bara að tjalda einu sinni og ekkert að pakka niður nema einu sinni heldur. Leiðist afskaplega að pakka niður og upp endalaust. Heyrru já og við Gestur keyptum okkur tveggjaherbergja hús með forstofu svo nú getum við tekið á móti gestum og gangandi. Reyndar er þetta hús ekki úr steypu og járni heldur er þetta forláta tjald. Nauðsynleg eign á hverju heimili……. En allavega þá gekk túrinn ljómandi vel, engin datt af baki og engin dó!!!!! Hvað er hægt að biðja um meira???? Við fórum út í Hjörsey sem er eyja fyrir utan Mýrarnar. Þangað er bara hægt að fara á stórstraumsfjöru nema ef þú átt bát. Geggjað að ríða hvítar fjörur í glampandi sólskini í góðra vina hóp. Gestur fylgdi fast á hæla okkar á Pajero. Svo mörg voru þau orð.

Ég ætla að halda áfram að vera í sveitinni alla vega fram á miðvikudag, Gestur fór suður í morgun að vinna. Síðan er danmerkurdagur á föstudag, ætli það verði kannski ekki bara flöskudagur í DK, ja hver veit!!!!!!! Hlakka mikið til að hitta Stínu fínu í danaveldi.

Þar til næst, hafið það gott, ég er farinn út :) í sól og sumaryl.

P.s. myndir koma seinna

laugardagur, júlí 16, 2005

sveitó

Kópavogur er skemmtilega sveitó!!! ég var að fara með blöð í endurvinnsluna áðan sem er nú ekki í frásögur færandi. Nema hvað ég rak augun í Símaskrá Kópavogs, jebbbidijebbb. Símaskráin góða var náðuð og hvílir nú á eldhúsborði okkar hjúa. Annars er fátt fréttnæmt hér á bæ. Sumarfríið langþráða er framundan, með leti og action í bland. Nú eru bara 2 vikur þar til við leggjum af stað til DK og vika þar til Kristjana fer til Svíþjóðar. Hún og vinkona hennar ætla m.a. á Heimsmeistaramót hestamanna, þetta verður skemmtilegt hjá þeim.

Ég er komin með fráhvörf frá hámó!!! mæli með hitting við fyrsta tækifæri. Þurfum nú aðeins að fara að dusta rykið af handvinnunni okkar hehehehehehehehee :) hvað finnst ykkur um það?????

sunnudagur, júlí 10, 2005

rólegt

halló, við erum búin að eiga þokkalega rólega helgi í bústaðnum í Oddsholti. Ég er búin að bródera og lesa til skiptis að ógleymdum helling af svefni. En mikið væri ég til í að eiga minn eigin bústað til að dveljast í........ ég sem hef aldrei verið bústaðafan, alltof mikil kyrrstaða fyrir mig. jammm og já..... nú eru einungis 5 vinnudagar eftir og síðan komið sumarfrí :) þýðir sum sé að ég á eftir að vinna í 35,5 klst heheheh hummmm skildi einhver vera að telja??

Vikan framundan virðist vera róleg :) bara fínt

þriðjudagur, júlí 05, 2005

paparnir rúla

ég er búin að fá fullt af góðum hugmyndum af bloggi undanfarna daga en svo þegar ég gef mér tíma til að skrifa þá er allt blankó hummmmmmm..... en welll watt a hei best að láta vaða..... Nú eru t.d. 8 vinnudagar að sumarfríi, við erum ekki búin að ákveða hvað við ætlum að gera um næstu helgi, er að horfa á Brúðkaupsþáttinn já sem er nú ekki vani minn en ég varð að framkvæma nú þar sem brúðhjón kvöldsins tengjast fjölskyldu minni. Sko átta vinnudagar eftir þýðir að það eru 3 og 1/2 vika í U2.... hlakkar bara helling til, verður æðislegt að hitta köbenstínuna eldspræka.

Við Gestur og Kristjana skelltum okkur á hestamannaball á Kaldármelum, snilldin ein. Paparnir voru að spila og þetta var já bara enn og aftur snilldin ein. Myndir hérna gjörrrriði svo vel, engin ábyrgð tekin á birtingu þeirra. Það eina sem vantaði var Bjargey, Jón og maddömu Sigríði, en við létum okkur hafa það og skemmtum okkur fram á morgun. En það var samt morgunljóst að margar skrattakolluminningar spruttu fram og margar þeirra ekki prenthæfar hehehehehehe