föstudagur, janúar 30, 2004

Fór í innkaupaferð fyrir vinnuna í gær, hélt við myndum krókna stöllurnar við að hlaupa milli bíls og búða. Þvílíkur andskotans kuldi (veit það má ekki blóta, en er ekki orðin prestfrú enn svo þetta hlýtur að sleppa!!!). Við Folda ákváðum að skella okkur á Carpe diem í hádeginu og fá okkur heita súpu og salat. Alveg príma gott eins og það á að vera. Alltaf gott að koma til ættingjana þar og fá dekurþjónustu :) Heyriði það allir út að borða!!!!!!!!!

Við Gestur erum að fara á þorrablót í kvöld með ma, pa, Stjönu stuð, Helgu og Ásbirni. Það verður örugglega samkvæmt venju hellings stuð og mikið gaman. Hef ekki komist á þorrablót þarna í nokkur ár vegna heimskulegrar búsetu á Akureyri. Eins gott að það sé over í bili, samt oft verið að pæla í því að trúlega eigi ég eftir að búa þar í framtíðinni og vera þvílíkt hamingjusöm yfir því, je right but you never know.

Íbúðin sem við skoðuðum var æðisleg og helst vildi ég flytja strax í dag nú eða í gær. Held að þessi fína íbúð sem of dýr fyrir okkar greiðslugetu, því er nú ver og miður. En við höldum ótrauð áfram og grömsum á netinu í leit að hinu fullkomna húsnæði fyrir iðjubjálfan og tölvudengsa.

Góða helgi allir saman.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

jæja, loksins tókst það mar, ég úbs ég meina við heimsóttum Björk í "nýju" íbúðina hennar. Ferlega léleg frammistaða verð ég að segja, stelpan er næstum því búin að búa þarna í heilt ár og við ekki haft það af að heimsækja hana fyrr en í gærkvöldi. Virkilega skemmtileg íbúð hjá henni. Við erum ferlega léleg að heimsækja fólk, það verður bara að segjast eins og er!!!!!!

Spennan magnast við erum að fara að skoða íbúð á eftir upp í Mosó. Íbúð nr 1 sem við skoðum. Komin tími til að yfirgefa foreldrahús og standa enn betur á eigin fótum og fara að eignast eitthvað. Eins og mar er svo skemmtilega minntur á öðru hvoru að mar yngist víst ekki. Ég fæ þessa ábendingu ansi oft og þá sérstaklega í sambandi við barneignir. Ansi mörgum finnst ég vera að komast úr barneign og eigi að drífa í þessu í hvelli áður en það verður of seint. Skil ekki svona stress, það kemur að þessu einn góðan veðurdag nú eða kannski aldrei, hver veit. Dáist að fólki sem stendur í þessum barnabransa. Sýnist að frændsystkini mín séu ansi dugleg við þetta sem er bara gott mál. 2 nýkomin í heimin og svo eitt á leiðinni mjög fljótlega + auðvitað Fannar og Sigurdís í byrjun síðasta árs. Hvað ætli löngubörnin séu orðin mörg hjá afa og ömmu í bgn????

föstudagur, janúar 23, 2004

morning, morning, var að banka á dyr hjá Evu beib á msn, þvílíkt sem nikkið hennar lýsir að morgunsprækleika. Hvar ætli það sé hægt að kaupa sér svoleiðis?????? Ef einhver veit hvar morgunsprækleiki fæst þá bara láta mig vita í hvelli. Í bjartsýniskasti þá ákvað ég að skoða hvort einhver sumarhús hjá BHM væru laus um páskana fann út að það er laust í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn hljómar nú spennandi ekki satt??? nema kannski fyrir visakortið.... hummmmm svo það er bara sett á pásu.
Annars bíður skemmtilegt kvöld, vinafólk Gests koma í kvöldmat til okkar. Ég hef ekki ennþá hitt þau svo þetta verður bara skemmtilegt.
Bæthewei þá er þetta vika tvö í últra hreyfingu og allir vöðvar farnir að kvarta þvílíkt. Engar harðsperrur hafa gert vart við sig, heldur eru bara grey vöðvarnir mínir þreyttir og sælir. Nú eru bara sex vikur eftir. Það eina neikvæða við þetta er að mér finnst ég aldrei vera heima á kvöldin.
góða helgi allir saman og verið góð við hvort annað.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

well, well, well, veit ekki hversu gáfulegt það verður sem kemur frá mér í kvöld. Ég er gjörsamlega búin að vera eftir sjúkranudd og leikfimi. Sandra vinkona kíkti á okkur skötuhjú í gærkvöldi, hún er farin að telja niður þar til hún fær íbúðina sína afhenta, mér telst til að það séu 17 dagar þangað til. Öfunda hana gífurlega. Væri alveg til í að búa í mínu eigin húsnæði og geta gert það sem mig langar til, ég verð að sína þolinmæði og þolinmæði og þolinmæði því það hlýtur að koma að því að draumahúsnæðið detti upp í hendurnar á okkur.
Bóndadagurinn á föstudag og þar með byrjar þorravertíðin. Við ætlum að leggja x2 land undir dekk og skella okkur á þorrablót með familíunni í sveitinni. Fyrst í Lyngbrekku 30. jan og svo í Lindartungu föstudaginn á eftir. Samkvæmt ævaforni venju verður Upplyfting hin sí unga að spila. Hingað til hefur þetta verið heljarinnar geim og svaðalega skemmtilegt, og auðvitað verður svoleiðis áfram. Gaman að skemmta sér með þessu fólki og ekki spillir fyrir að mar þekkir flesta, ja eða allavega vita hverjir þeir eru. Nú er bara að hrista rykið af vodkaflöskunni og söngröddinni og skemmta sér konunglega eftir rúma viku. Verst mar er í átaki með mataræði og drykk og áfengi er frekar óhollt!!! en hver svo sem ætti að kjafta frá???????????????????? læt það vera lokaorðin í kvöld

þriðjudagur, janúar 20, 2004

....fundardagur dauðans runninn upp og einn fundur nú þegar að baki. Framundan er teymisfundur sem er oft á tíðum ansi lítið skemmtilegur svo maður orði þetta nú svaðalega pent. Ég er mjög lítil fundakona og þegar það eru 2 eða fleiri fundir á dag þá forþjáist ég gífurlega áður en ég legg af stað í sveitina þ.e. Mosó.

Annars er lífið bara ljúft þessa dagana, ég frekar friðsöm og þægileg eins og ég alltaf er ............ Helgin var næringarhelgi, rólegheit og huggulegt. Við skötuhjúin fórum í afmæli til Gumma Badda og Jóhanns Óla á sunnudaginn, ferlega næs að koma til þeirra á Skaganum. Ég verð allt jafn undrandi á hvað börn eldast hratt!!!!!!

fimmtudagur, janúar 15, 2004

well, well, loksins er þetta blessaða rok hætt og kuldaboli farin að bíta :) Gleði dagsins er að fluttur frá Akureyri og þar afleiðandi laus við snjóinnnnnnnnn sem er allt að kaffæra á Norðurlandinu. Svo var Siggi stormur eitthvað að tuða um að það eigi að snjóa á þessu landshorninu næstu daga, jakkkkkkkkkkkkkkkk. Jæja best að hætta þessu væli um veðrið. Ekkert markvert er að gerast hjá okkur skötuhjúum þessa dagana. Fyrsti skóladagurinn var hjá Gesti í dag í guðfræðinni. Og vinnuvikan mín er búin að vera mjög hefðbundinn. Deildin orðin yfirfull og hinn týpiski biðlisti heilbrigðisstétta lengist jafnt og þétt.

mánudagur, janúar 12, 2004

halló allir saman, ég er þvílik hetja að annað eins hefur ekki sést ........ ég lifði fyrsta leikfimi tíma ársins af (eitthvað með þrjósku að gera), traðkaði á nokkrum tám og almost kýldi eina en er það nokkuð til að tala um???? ég var búin að gera ráðstafanir áður en ég mætti í tímann að Gestur myndi hringja í sjúkrabíl og biðja hann um að vera fyrir utan þegar tíma lauk. En ok ég meikaði þetta þannig að nú er það bara að mæta á miðvikudag og vona það besta. Ég skráði mig á aðhaldsnámskeið sem er nokkuð augljóst mál að ég þarf á að halda en vá þarna var nánast engin sem þarf að missa kg!!!!!!! ætli það sé ekki til neitt þreknámskeið fyrir svoleiðis, bara að spukulera sko..........
góða nótt ég er farin að sofa og vona að morgunin komi ekki alveg strax

sunnudagur, janúar 11, 2004

mmmmmmmmmmmmmmm búin að eiga næs helgi í sveitinni hjá ma og pa og ný vinnuvika framundan. Strax í byrjun vinnuvikunnar var ég farin að forþjást því næstu "virku" frídagar yrðu ekki fyrr en um páskana sem er laaaaaaaangt í. Undarlegur andskoti og mér finnst ekki einu sinni leiðinlegt í vinnunni, hvað ætli þetta sé???? leti???? góð spurning.
kveðja Guðbjörg

miðvikudagur, janúar 07, 2004

va. fyrsta tilraun :) og madur er med i menningunni!!!!