laugardagur, júlí 29, 2006

Ráðskona í sveit

Mitt aðalstarf þessa dagana er að vera ráðskona í sveit. Ekki mikil né flókin vinna þar sem við erum tvær í heimili + hundur. Foreldrarnir farnir á flakk um landið og Gestur í Chennai. Eftir langt og strangt ferðalag hjá Gesti og co komust þau loks á áfangastað í morgun og vonandi öll flugævintýri á enda. Vorum einmitt að djóka með það í gærkvöldi hvaða dag þau kæmu til baka til Íslands!!!!! Þau eru sumsé væntanleg á fimmtudagskvöld en spurning hvað verður......... lítið annað að gera en bíða og sjá. Ásgeir og Aníta eru búsett í Chennai og eru þau í því að "gæda" ferðalangana um borgina og trúlega eitthvað út fyrir hana líka, auk þess að lána þeim bílinn og bílstjórann sinn. Mér skilst að ferðalangarnir séu í hálfgerðu menningarsjokki .... og varla búin að jafna sig enn, margt að sjá og upplifa. Fólksmergðin gífurleg og umferðin stórhættuleg gestum og gangandi :)

Nú er ekki nema ein vinnuvika eftir af sumarfríinu og mér hálfkvíður nú bara fyrir að fara að vinna aftur. Snúa sólarhringnum við og komast aftur í rútínu, líður án efa fljótt hjá og þessar síðustu sex vinnuvikur munu líða hjá á örskotsstundu.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

titillaust

Fátt merkilegt hefur á daga okkar hjúa borið síðan síðasta færsla var gerð. Veðrið hefur verið með hreinustu ágætum..... heheheheh týpiskt íslenskt umræðuefni hvar sem komið er!!!! merkilegt. Erum við svona treg í munnlegum samskiptum við fólk að við vindum okkur strax í veðurumræður því þær eru tiltölulega save??? eða hvað er þetta??? Sumarfríið strax hálfnað, áður en maður hefur svo mikið sem snúið sér heilan hring, sem er kannski ekki undarlegt bæði þar sem ég er dugleg að stækka á þverveginn og heilmikill tími hefur farið í að gera hreinlega ekki neitt. Gestur hefur hins vegar verið að dunda sér við að laga til í vinnuherbergi sínu. Hann smellti sér í veiði um helgina í Sogið með veiðifélagi fjölskyldu sinnar, en ekki var aflinn mikill. Hreinlega var ekki kvikindi að sjá, eini fiskurinn sem sást var ýsan í Fish&chips sem Svanur keypti sér í matinn í Þrastarlundi. Og ekki var sú ýsa úr Soginu eins og gefur að skilja. Á morgun er ég að fara í útlegð í sveitina og verð þar í viku, Gestur og co eru að fljúga út til India spindia...... loksins komið að því. Verður án efa skemmtilegt hjá þeim. Verslunarmannahelgin verður síðan brúkuð til árlegrar hestaferðar Capteinsflatar, að vísu fæ ég ekkert hross þetta árið heldur mun ég ferðast á pajero með mínum ektamanni. Verður án efa skemmtilegt eins og alltaf þegar þessi hópur leggur af stað.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

sól, sól, sól :)

sól og blíða á landinu okkar góða.... ekki slæmt það svona fyrstu dagana í sumarleyfinu. Fórum í morgun í skoðun, bæði ég og bíllinn okkar og að sjálfsögðu fengum við fullkomna skoðun bæði tvö :) plan dagsins er að gera sem allra minnst og njóta þess að vera til. Margt sem þarf að gera, það er ekki málið en spurning um framkvæmdagleði/leti.

mánudagur, júlí 17, 2006

stutt

svona áður en Bjargey kvartar aftur undan bloggleti minni þá ákvað ég að smella inn nokkrum línum. Fyrsti dagur í sumarfríi er einmitt í dag og við syngjum saman lag... eða þannig. Sumarfríið verður án efa fljótt að líða og þá taka við 6 vikur í vinnu áður en næsta verkefni tekur við. Við erum í sveitinni, Gestur er á fullu í heyskapnum með familíunni minni, ansi undarlegt að vera bara á hliðarlínunni, ekki beint vön því. En það hlýtur að lærast eins og annað í þessum heimi. Nú er orðið bílfært inn á lóðina okkar jibbbbbbbý jei..... enda þarf að slá þennan flöt líka eins og önnur tún. Stærðin er svo gífurleg að það hljóta að koma amk 10 rúllur af þessu hehehehe..... segi það nú kannski ekki alveg. Ekki er alveg fastsett hvað við tökum okkur fyrir hendur í fríinu, en hugsanlega fer Gestur til margumrædds Indlands í næstu viku og verður þar í 10 daga í 40-50° hita... mér verður nú bara óglatt við tilhugsunina um hitann.

until next time :) njótið veðurblíðunnar sem Íslandið býður upp á þessa dagana...

fimmtudagur, júlí 06, 2006

árið 2006

Þú veist að það er 2006 ef...

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því þeir eru
ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á
takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst
fyrir þessu.

Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi, mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun