mánudagur, júní 30, 2008

fyrsta útilega sumarsins



Við fórum í jómfrúarferðina okkar með tjaldvagninn um helgina. Fórum í afmæli til Línhildar í sumarbústaðinn í Oddsholti og að því loknu renndum við okkur austur að Skógarfossi. Tjölduðum þar í mígandi rigningu og vorum fljót að skríða undir sæng. Unnur Lilja var svo spennt að hún vissi ekkert hvernig hún átti að vera, á endanum sofnaði hún þó og svaf eins og engill. Ekta útilegu stelpa.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, júní 26, 2008

ennnnn af dýragörðum

Um síðustu helgi fórum við fjölskyldan í Húsdýragarðinn með Auði Sölku, Ölmu Dóru, Sif og Rikka. Unnur Lilja skemmti sér konunglega en það er ekki hægt að segja það sama um Auði Sölku frænku hennar. Hún varð svo hrædd þetta litla grey að hún stóð á orginu þegar hún kom í námunda við dýrin, var reyndar sátt við köttinn og selina. Unnur Lilja skyldi barasta ekkert í þessum látum í litlu frænku og reyndi að róa hana. Frábært að fylgjst með. Sunnudagurinn fór í rúnt í sumarbústaðinn í Oddsholti og nágrenni.
Bjössi, Bylgja og Fannar heiðruðu okkur með nærveru sinni í gærkvöldi sem var mjög skemmtilegt og notalegt. Smelltum upp fiskigrillveislu sem var algjört sælgæti. Fórum í Fiskgallery í Nethyl og keyptum sitt lítið af hverju, mæli með því. Um næstu helgi er svo afmæli hjá Línhildi í sumarbústaðnum og ætlum við síðan etv að fara í einhverja útilegu, fer eftir veðrum og vindum.

Efnisorð: ,

miðvikudagur, júní 18, 2008

ýmislegt

Vinnuvikan langt komin og rétt byrjuð. Enda ekki nema 3 dagar. Erfið helgi að baki + erfiður mánudagur. Beta jörðuð í Akrakirkjugarði á mánudaginn sl. við hlið systkina sinna og foreldra.
17. júní eyddum við litla fjölskyldan í Grímsnesinu og næsta nágrenni. Fórum með Unni Lilju í dýragarðinn í Slakka. Unnur Lilja fór á kostum þar enda mjög vön dýrum, henni leist reyndar ekki neitt voða vel á grísi tvo sem gengu frjálsir um garðinn. Fannst ekkert mjög sniðugt að þeir væru að elta hana :) okkur fannst það hins vegar spaugilegt. Fengum okkur síðan dýrindis humar á veitingahúsinu við Fjöruborðið á Stokkseyri. Ljúfur dagur. Það styttist síðan óðfluga í sumarfrí, mánuður eftir!!! mikið tilhlökkunarefni.....

Efnisorð:

fimmtudagur, júní 05, 2008

stutt fréttainnskot

Sumarfrís vikan alveg að taka enda, ótrúlegt hvað hún var fljót að líða. Flest verkefnin sem voru á listanum góða búin :) Það sem er nú best af öllu að allir hafa verið hressir þessa vikuna, ójá get svo svarið það.
Við erum að fara í sveitina á morgun, kusurnar að fara út í fyrsta skipti þetta vorið og spennandi að sjá hvernig Unnur Lilja bregst við þeim hamagangi. Síðan auðvitað árlegt kvennahlaup/ganga og kökuát á laugardaginn mmmmmmmmmmmmmmmmmm. Ljúft. Gestur og Grjetar Andri rifu pallinn um síðustu helgi, hann var grautfúinn, svo sem ekki skrýtið þar sem fyllt hefur verið upp með möl upp að gólfi svo engin loftun hefur verið. Ég er ennþá að safna kjarki og orku til að moka í hjólbörur og smella mölinni kerruna. Held það sé dáldið mikið verk, skrýtið að það gerist ekki bara að sjálfu sér!!!!! Það verður voða huggulegt að fá síðan nýjan pall til að sóla sig á........

Efnisorð: , ,

mánudagur, júní 02, 2008

allir frískir hér á bæ

Það sem helst telst fréttnæmt af okkur er að engin er veikur!!!!!! 7,9,13 bank, bank :) Við erum heima á Íslandinu góða Unnur Lilja og Gestur voru ennþá svo slöpp þegar við áttum flug út að ákveðið var samkvæmt læknisráði að halda sér heima. Húsfrúin er nú samt í sumarfríi þessa vikuna og mikil plön í gangi en spurningin er síðan hvort þeim er framfylgt :) Vorum að koma heim úr sveitinni þar sem helsta verk okkar var að setja niður hæla þar sem væntanlegt sumarhús okkar á að standa. Unnur Lilja hefur mikin áhuga á dýralífinu í sveitinni, biður um að fá að fara í fjós og fjárhús ótal sinnum á degi hverjum. Við kíktum í Oddsholt á föstudaginn síðasta til að athuga hvort eitthvað hefði skemmst við jarðskjálftann, allt í orden þar. Gaman að skutlast austur fyrir fjall og sjá þessi risabjörg sem féllu úr Ingólfsfjalli. hefði nú hreint ekki haft áhuga á að vera þar á ferð á meðan þau þutu niður úr fjallinu. Auður Salka varð síðan 1 árs á laugardaginn og fórum við í dýrindisafmælisboð þar á bæ. Kristjana hélt hins vegar upp á afmælið sitt með því að fara í kvennareið með Skuggakerlingum í Borgarnesi. Um næstu helgi er svo kvennahlaup og kökuboð hjá Helgu og svo aðstoða Kristjönu í fermingarveislu sem hún tók að sér að græja mat í. Alltaf nóg að gera...

Efnisorð: