miðvikudagur, júní 29, 2005

stutt

þá er þessi vinnuvika hálfnuð, sem þýðir að það eru 3 vikur í sumarfrí... ég ætla reyndar líka að vera í fríi á föstudag. Er komin í gífurlega frí þörf vægast sagt. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang, vinna, sofa, borða og flækjast þess á milli. Stutt post nú

sí jú leiter...

föstudagur, júní 24, 2005

leti, leti, leti, leti

........ hafið þið spáð eitthvað í þessu íslenska bachelor dæmi????? er ekki nóg fyrir Ísland að hafa Djúpu laugina og allar þær flækjur sem því fylgja. Þar sem að mesti spenningurinn er hvort Stebbi frændi sé hinu megin við þilið eða Stebba frænka.... datt aðeins í þessar pælingar eftir margendurteknar auglýsingar á Skjá einum. Það er nebbbblilega general letikvöld dauðans á þessum bænum. Sitjum heiladauð með sitthvora tölvuna í fanginu, annað augað á sjónvarpinu og hitt á tölvuskjánum. Liggur við að samskipti okkar séu í gegnum MSN svo við þurfum ekki að ofreyna okkur við að eiga munnleg tjáskipti. Úfffff nauðsynlegt að eiga svona kvöld endrum og eins.

Í gærkvöldi fórum við í sveitina í afmæli til pa. Hann bauð í fimm ára afmæli inn í Hítarhólmi og sem bónus fyrir okkur þá var farið með kindurnar á fjall. Við ætlum svo í sveitina á morgun :) spurning um að fara amk á hestbak, Strákur hlýtur að vera farin að sakna mín, hef ekki farið á bak í tvær vikur ehhehehehehe ...........

En well ég ætla að halda áfram í letinni og druslast til að horfa á eina dvd mynd ef ég nenni að velja hvað ég vil sjá ....

Góða helgi

mánudagur, júní 20, 2005

á ferð og flugi

jammmedí jammmmmm komin grænn sumarfílingur á síðuna eins og glöggir og tryggir lesendur hafa rekið augun í.
Síðasta helgi var andsk.... ljúf. Við fórum í sumarbústaðinn í Grímsnesinu á fimmtudagskvöld og gistum þar tvær nætur. Skelltum okkur smá rúnt á föstudag austur á Kirkjubæjarklaustur með smá útúrdúrum s.s. Leirnahverfi og Skálmabæjarhraun. Á leiðinni heim skelltum við okkur Álftaverið og Landeyjarnar svona fyrst við vorum á ferðinni. Á laugardag fórum við í afmæli vestur að Skerðingsstöðum sem er fyrir vestan Búðardal. Við lögðum land undir dekk og skelltum okkur Uxahryggjaleið sem ég man ekki eftir að hafa farið áður. Mjög gaman. í afmælinu var margt um manninn eða ca 80 manns sem nutu gestrisni Bjargeyjar og Jóns. Þetta var virkilega skemmtilegt góður matur, gott "blávatn" og ljómandi skemmtilegt fólk. Veislan var haldinn í hlöðunni svo ekki þurftu gestir og gangandi að vera á penunótunum. Við Gestur gistum síðan í sumarbústað þeirra Skerðingsstaðabúa og mælum við eindregið með þeim bústað. Áhugasamir geta haft samband við okkur nú eða beint við þau hjón. Æði gæði. Þessi vika stefnir í að vera flandursvika eins og áður hefur gerst. Í dag var það Selfoss, vinnuferð. Á morgun eða miðvikudag sveitaferð til að upplifa sveitastemminguna við að fara með kindurnar á fjall. Á fimmtudag afmæli hjá pa og á föstudag trúlega fjórhjólatúr með Eskimós (ekki samt alveg fastsett dagsetning). Bara grín og gaman. Já synd að segja annað en það sé líf og fjör hjá okkur hjúum í hjallanum. Bjössi bró og hans familí dvelja nú í baunverjalandi í heimsókn hjá systur Bylgju. Síðust fréttir herma að þau hafa það ansi gott og njóta sumarleyfisins. Sandra er í dk eða þá nýkomin heim, minniskubbarnir eitthvað að gefa sig, Jóhanna í Belfast, Bergþóra í Skotlandi, Stína B í Englandi, Stína G í Baunalandi ja hérna hér ansi margir á faraldsfæti þessa dagana. Og síðast en ekki síst mánuður í sumarfrí hjá mér, dí hvað mig hlakkar ýkt til......................

sunnudagur, júní 19, 2005

í sumarfíling

jæja, ég bætti við smá sumarlitum í bloggið hjá mér í kvöld, vonandi líkar ykkur það vel elskurnar.

þriðjudagur, júní 14, 2005

nú hefndist mér fyrir leti í gærkvöldi. Jakkkkkkk fæ hroll við tilhugsunina eina saman. Þegar ég kom heim í dag var ég í svo miklum framkvæmdafíling sem gerist mjög sjaldan strax eftir vinnu svo ég ákvað að kíkja á blómin, vökva og svona. Haldiði ekki að ég hafi rekist á tvö blóm sem hreinlega iðuðu af grænni lús, (enn meiri hrollur). Var nú fljót að grípa gúmmíhanskana eins og doktor Saxi, ná mér í innkaupapoka og henti þessum blómum með húð og hár beint i ruslalúguna. Ef ég væri eins vígaleg og gamli karlinn í myndinni Magnús þá hefði ég kveikt í öllu saman og hlegið dátt þegar lýsnar grilluðust, þvílíkt ógeð. Kannski ég ætti að fara að komast að leti pointi sögunnar, málið var að á borðinu við hliðina á blóminu var þessi fíni stafli af hreinum fötum sem ég nennti ekki að ganga frá svoooooooooooooooo að nú er fínn stafli af þvotti í þvottahúsinu og í þvottavélinni. Sá nú engin kvikindi í þeim en gat bara ekki hugsað mér að fara í þau án þvottar, helst hefði ég viljað sjóða þau!!!!!!!!!!!

En alla vega þá átti ég yndislega helgi með fjölskyldu og vinum í hestatúr. Hinn árlegi sleppitúr var á laugardag. Tvífætlingar og fjórfætlingar hlutu þetta fína ferðaveður og áttu saman góðar stundir. Þetta var dágóður túr úr Borgarnesi að Capteinsflöt í Skiphyls amti. Gestur fylgdi okkur eftir á bíl, dyggur stuðningsmaður og nestisgeymari ekki slæmur titill það. Hér eru myndir úr ferðinni

En well best að gera eitthvað af viti annað en að dagbókast hérna........

sunnudagur, júní 05, 2005

830

Best að drífa þetta af og aflétta gífurlegri spennu sem myndast hefur hér síðustu daga. Km fjöldin er u.þ.b. 830 já sagt og skrifað 830 og sigurvegarinn er dadadadaddaaa Stína í baunverjalandi, verðlaunin verða afhent í DK næstkomandi verslunarmannahelgi

En já við vorum að koma heim eftir góða helgi í sveitinni. Ég var t.d. komin á hestbak kl 8:30 í morgun ójájá þetta gat keddddlingin í eigin persónu. Ekki beint spennt fyrir að vakna fyrir kl 10 á sunnudögum en hvað gerir mar ekki fyrir góðan sprett á honum Strák mínum. Við Kristjana skelltum okkur í leiðangur í dag til að láta járna fyrir okkur og sækja ungviðið sem hefur haft vetursetu hjá frænda okkar. Annnars hefur helgin farið í garðvinnu með mömmu .... alltaf gaman að rótast í mold og verða skítugur :) einn af mínum styrkleikum er að gera mig skítuga. Á mjög auðvelt með það verkefni þarf ekki annað en að hugsa um að fara út úr húsi og ddddaaaaaaadddddaaaammmmm bingó ég orðin skítug upp fyrir haus. Vikuplanið mitt er að hafa það gott og njóta þess að vera til og síðan um næsta laugardag er það 7-8 tíma útreiðartúr, frá Borgarnesi að Skiphyl hlakka massa mikið til ...... en sí jú leiter æm off og beint í bólið....

p.s. júbbbbb Milla alveg til í hitting við fyrsta tækifæri :)

föstudagur, júní 03, 2005

Hafið þið heyrt þennan?

Hafið þið heyrt þennan.... ég fékk hann í tölvupósti um dagin frá góðri vinkonu.


Afkvæmið lítur dagsins ljós og foreldrar, vinir og vandamenn eru
himinlifandi, það er að segja svona í flestum tilfellum. En tíminn líður
og að því kemur að gefa þarf barninu nafn, en þá vandast nú málið.
Móðirin vill láta barnið heita t.d. Guðmund, en faðirinn Jón. Ömmur og
afar ætlast til að látið verða heitið eftir sér og foreldrarnir verða
andvaka þegar líður að því að barnið skuli skírt. Sem betur fer er mjög
hagkvæm lausn á þessum vanda, en þar sem tiltölulega fáir foreldrar hafa
komið auga á hana vil ég nú gera þessu máli dálítið nánari skil. Lausnin
er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu, eða
þeirra forfeðra og ættingja sem bráðnauðsynlegt er að láta heita eftir.

Ef barnið er drengur er hagkvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum.
Svo heppilega vill til að meiri hluti íslenskra nafna eru samsett úr
tveimur hlutum, forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell,
Guð-finnur o.s.frv. Í ljós kemur að þetta er mjög hreyfanlegt og má fá
margar útgáfur eins og t.d. Guð-geir, Ás-kell, Þor-finnur o.s.frv.

Og nú skal taka nokkur dæmi:

Afi 1 heitir Sturlaugur Afi 2 heitir Starkaður barnið er skírt Sturlaður

Skammkell ---------------- Eilífur -------------------Skammlífur
Ísleifur ----------------- Sigurbjörn -------------- Ísbjörn
Þjóðólfur ---------------- Konráð ----------------- Þjóðráð
Andrés-------------------- Eiríkur ------------------ Andríkur
Albert-------------------- Ársæll ------------------ Alsæll
Viðar--------------------- Jörundur --------------- Viðundur
Hringur------------------ Guttormur --------------- Hringormur
Stórólfur---------------- Friðþjófur ----------------Stórþjófur

Nú, svo eru ýmsir möguleikar að slá ömmu- og afanöfnum saman:
Amman heitir Kolfinna, afinn heitir Dagbjartur, barnið er skírt Kolbjartur

Vilborg ---------------- Þórhallur -------------- Vilhallur
Málfríður------------- Sigfús -------------------Málfús

Afinn heitir Hákon, amman heitir Margrét ----------- Hágrét
Haraldur ------------------- Monika -----------------Harmonika
Kormákur ------------------- Albertína --------------Kortína

Eins gott fyrir foreldra að hafa þetta í huga þegar valið er nafn á afkvæmið :)

góða helgi

fimmtudagur, júní 02, 2005

forvitni

ég get svo svarið það að það er engan vegin í lagi með mig. Eftir að hafa párað síðustu færslu og fengið þessa fínu ágiskun um ekna km þá varð ég svo forvitinn að ég fór að reikna hvað þetta væru margir.... svarið kemur eftir helgina :) fleiri svör óskast í þessari miklu samkeppni. Ef forvitnin á ekki eftir að verða mér að falli einhvern daginn þá veit ég ekki hvað!!!!!!!!1

Flandurvika

Well, well ég vil byrja á að segja hve lengi verður gott veður???? held svei mér þá að það komi ekki rigning fyrr en ég fer í sumarleyfi, væri ósköp gott að fá rigningu í tvo daga svona til að hreinsa rykið úr loftinu og þannig.

Við Gestur erum búin að vera á fínu flandri síðustu daga. Á föstudag fórum við í sveitina, ég fór í snilldarkvennareið í Borgarnesi með kerlunum þar. Vel heppnuð ferð, engin datt af baki, engin lenti á sjúkrahúsi, engin lenti undir hestinum og svona mætti lengi telja, birt án ábyrgðar samt, þar sem ég gat nú ekki fylgst með 60 kerlingum misgáfulegum..... en alla vega ég skemmti mér konunglega og fékk ljómandi fínan fák lánaðan, held afskaplega mikið upp á hann Frúarjarp sem ég fékk til afnota. Já og svo skutluðumst við í bæin á sunnudagskvöld og ákváðum á leiðinni að nú væri ákkúrat rétti tíminn til að rifja upp gömul kynni við Hvalfjörðinn svo við skelltum okkur þann rúnt. Á mánudag skruppum við rétt aðeins á Selfoss og þar prófaði ég hest fyrir Grjetar Andra sem lukkaðist svo ljómandi vel að hann er stoltur hesteigandi í dag og fær Sesar einmitt afhentan í dag. Til hamingju Grjetar. Á þriðjudag skruppum við í sveitina í afmælisboð til Kristjönu sys.. "litla" systir er barasta orðin 25 ára gömul.... ja hérna hér sem þýðir þá að ég er ?? gömul hehehehehehe í gær miðvikudag var síðan aftur rúntur á Selfoss til að skila hnakk sem ég fékk lánaðan þar í hestabúð til prufu. Niðurstaða þeirrar prufu var að kaupa slíkan hnakk um leið og fjárveiting fæst. Komum aðeins við í Hveragerði til að kaupa smá gróður á svalirnar hjá okkur og síðan í grillveislu til Möggu mágkonu hennar familí í gærkvöldi. Ég afþakkaði gott boð um ferð á Selfoss í dag til að flytja Sesar í sumarhagann, held mér sé hollast að sinna heimilisstörfum og gróðursetja á svölunum. Merkilegt að þvotturinn þvæst ekki þegar mar er aldrei heima. Svona sem lokapunktur í þessa miklu ferðasögu þá er skemmtilegt að segja frá því að á morgun förum við svo í sveitina aftur og verðum þar yfir helgina. Glöggir lesendur geta nú dundað sér við að reikna út ekna kílómetra síðustu viku og látið síðueiganda vita.. hugguleg verðlaun í boði. Ég reikna með ég endurtek ég reikna með að vera meira heima við í næstu viku :) ef einhver hefði áhuga á að kíkja við ......
En já nú kallar vinnan og best að sinna henni....

góða sólardaga.