þriðjudagur, desember 28, 2004

2004

Í lok árs eru alltaf blendnar tilfinningar í brjósti mér. Horfi til baka til ársins sem var og hvað hefur gerst á því. Söknuður í blandi gleði yfir því sem koma skal á nýju ári. Ef horft er á árið 2004 eru stærstu atburðirnir í lífinu íbúðakaup, ferming hjá brósa (alltaf skrýtið þegar litlu systkini manns gera fullorðins hluti sko), Edinborgarferð, skipta um vinnu, hestaferð um verslunarmannahelgina já og svo ótal margt annað sem er óþarfi að telja upp.... sumt hvað best geymt í hjarta mér. Með nýju ári koma ný ævintýri sem verður ögrandi að takast á við. Er ekki bara viðeigandi að vera smá væmin ha????? kannski ekki alveg ég en samt.......

Við erum búin að eiga yndisleg jól (áfram heldur væmnin, verð að fara til læknis og fá skammt af testersteroni til að vega upp á móti þessu öllu) við fórum í kirkju kl 18:00 á aðfangadag. Nokkuð sem ég hef aldrei gert áður en verður án efa hluti af jólunum hér eftir. Mjög notaleg stund. Var búin að elda matinn áður en við fórum í kirkju svo þegar heim var komið þurftum við bara að skerpa undir pottunum og búa til forréttinn, setjast síðan að borði og raða í sig kræsingum. Opna síðan dásamlegar gjafir, verð alltaf jafnundrandi á hverju ári yfir hvað ég fæ flottar og fínar gjafir :) Á jóladag var síðan hefðbundið jólaboð í Dalselinu og síðan brunað í sveitina þar sem við vorum fram að mánudagskvöld. Boð hjá ma og pa á annan dag jóla, rólegt og næs.

Vinnuvikan byrjuð á ný, sú síðasta á þessu ári.

föstudagur, desember 24, 2004

Þorláksmessa

jæja gott fólk þá er aðfaranótt aðfangadags runninn upp.... kl er 01:05 að kvöldi Þorláksmessu og örugglega einhverjir að blóta Þorláki með öl í hönd. Spurning hvernig jólasteikin fer í þá aðila. Við Gestur erum búin að vera eins og spítí gonsales og taka til og þrífa, og það bara orðið rosalega jólalegt hjá okkur og notalegt. Eitt leiðindaverkefni eftir sem ég er búin að fresta til morguns en það er að taka til á eldhúsborðunum.... men hvað það er leiðinlegt að taka til, hef örugglega verið fjarverandi í móðurkviði þegar þeirri nennu var úthlutað (þ.e. að nenna að taka til og þrífa).
Já og Já þannig er nú það.... en alla vega hafið það gott um jólin og farið varlega í gegnum gleðinnar dyr og rennið ekki á svellinu :)

Gleðileg jól

þriðjudagur, desember 21, 2004

kósíheit í streitubland á aðventu

jæja komin ný vinnuvika komin og ég búin að dunda mér við að vera veik heima. Mætti í vinnuna í gær morgun og druslaðist heim um ellefu og svaf það sem eftir var dagsins. Fékk sambland af gubbupest, niðurpest og hálsbólgu með raddleysi... hljómar hrikalega vel svona þegar mar er að byrja í nýrri vinnu.

Gestur kláraði síðasta prófið í dag og ríkir mikil gleði á þessu heimili yfir því. Jibbbbý skibbbbbý :) :) hægt að brosa yfir minna en því. Ég er hægt og rólega að klára að týna upp jólaskrautið okkar og safna orku til að taka til og safna enn meiri orku til að fara í jólamatarinnkaupinn. Þoli ekki búðir og streitt fólk í miklum asa svona rétt fyrir jólin úffffffffffff Sem betur fer erum við búin að gera mestu innkaupinn. Búin að pakka inn öllum jólagjöfum og koma öllum jólakortum í póst. Held að að við séum bara í sæmilegum málum, ef horft er framhjá þrifum *geislabaugur* *geislabaugur*

Mæli eindregið með aðventulagi baggalúts enn og aftur, þvílík gargandi snilld. Heyrðu já stelpur mínar mig er sárlega farið að vanta upplýsingar um nissaleikinn margumrædda hummmmmmmmmm láta nú í sér heyra takk!!!!!!!!!!

knús og kram

föstudagur, desember 17, 2004

aðventulag :)

KÓSÍHEIT PAR EXELANS
Gibb / Fannsker / Sandeman

Afsakaðu allan þennan reyk inni,
ég var barað líta til með steikinni.
Hún er meir og mjúk - hún er eins og hugur manns.

Loksins ertu kominn hingað á minn fund;
finn svo gjörla - þetter töfrastund.
Úti vindur og fjúk - kósíheit par exelans.

Smakka sósuna - því mér finnst hún í það þynnsta.
Hún þarf korter enn - í það allra minnsta.
Og við setjumst að borðum - ha-ha.
Já við setjumst og borðum - ha-ha.

Réttu rauðkálið, grænu baunirnar
Viltu kartöflur, sykurbrúnaðar?
Hvernig smakkast svo? - Þetter yndislegt.
Jahá, en mest er þó gaman - ha-ha
að við skulum vera saman - ha-ha.

Góða veislu má ei skorta eftirrétt.
Eitthvað sem er saðsamt, en um leið svo létt.
Fáðér rúsínubrauð
-nær algerlega fitusnauð.

Allir þurfa jú að passa línurnar.
Viljum ekki enda eins og svín - er það?
Fokkitt - skítt með það - fáum okkur ögn meiri rjóma.

Viltu sérrítár? Eða kamparí í órans?
Æ, manstu vikuna okkar í Flórens?
Er við drukkum það saman - ha-ha.
Æ, hvað það var nú gaman - ha-ha.

Smökkum sörurnar, mömmukökurnar,
makkarónurnar - eplabökurnar.
Hvernig smakkast svo? Þetter dásamlegt!
Jahá, en mest er þó gaman - ha-ha
að við skulum vera saman - ha-ha.

Meira laufabrauð? Eða marensfrauð?
Hvar er konfektið? Er það upp urið?
Hvernig smakkast svo? Þetter æðislegt!
Jahá, en mest er þó gaman - ha-ha
að við skulum vera saman - ha-ha.

Hvar er beilísið? Hvar er sjampeinið?
Bættu toffíí æriskoffíið!
Hvernig smakkast svo? Þetter unaðslegt.
Jahá, en mest er þó gaman - ha-hah
að við skulum vera saman - ha-hah.


Baggalútur rokkar fyrir jólin

Nylon vælon

dísús kræst mar... við skötuhjú fórum í bíó í gærkvöldi sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað í hléi þá var Nylon vælon diskurinn spilaður í botni. Segi bara aftur dísús kræst hvað þær eru lítið góðar púfffffffffffffffffff.... en jæja þá er því lokið. Framundan er skemmtilegur vinnudagur og síðan jólahlaðborð á Carpe diem með Gesti presti :) æði gæði

bæjó

miðvikudagur, desember 15, 2004

test

Halló, ég smitaðist af öðrum merkum konum og bjó til spurningar um mig :) endilega takið testið og sjáið hvað þið vitið um mig.
Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

Annars er allt fínt hér á bæ. Ég er búin að vinna tvo daga í Klúbbnum Geysi og líkar það mjög vel. Ekki búin að valda neinum stórslysum ennþá alla vega.

Knúsið nú hvort annað og verið góð við náungann

mánudagur, desember 13, 2004

rúm vika til jóla jibbbbý

Komin heim úr yndislegum hámó með stelpuskvísunum endurnærð á sál eftir slúður og þess háttar. Var ansi dösuð þegar ég lagði af stað vegna mikils búðarráps í dag með mömmu og Kristjönu. Við fórum í maraþon búðarráp frá ca 10 til 19 í dag, massa fínt og nú á ég bara eftir að kaupa eina jólagjöf. Er það ekki bara nokkuð gott??? Búin að búa til öll jólakortin og bara eftir að skrifa á þau.

Jammms og svo má ekki gleyma því að Stína fína brandarakerling er búin að skipta um bloggstaðsetningu sjá hér Stínan

góða nótt allir saman

laugardagur, desember 11, 2004

smákökur nammmmmmmmmmmmmmmm

hædilí hó :) hvað segist gott fólk ???? ég er í sveitasælunni. Búin að vera dugleg í dag og baka 2 tegundir af smákökum og föndra hálfan annan helling af jólakortum. Hrikalega skemmtilegt. Á reyndar eftir að setja súkkulaðið á smákökurnar, fer í það núna strax eftir skýrslugerðina.

Well þá er þessu tímabili á Reykjalundi lokið og ég byrja í Geysi á þriðjudaginn. Sennilega fatta ég þetta ekki fyrr en í lok vikunnar. Líður dálítið eins og ég sé að fara í vettvangsnám frekar en að skipta um vinnu. Skemmtilegt.

Skildi Gest eftir einan í Kópavoginum að læra fyrir próf og vona að honum heilsist vel við það verkefni...... kíki á hann á morgun :) ætla svo að vera í fríi á mánudaginn og spóka mig á höfuðborgarsvæðinu með mömmu og Kristjönu. Fara í helling af búðum og skoða eitthvað skemmtilegt. En well súkkulaðið kallar best að drífa sig..... og svo etv föndra fleiri kort.. búin að læra fullt af nýjum aðferðum í kortagerð svo nú gæti ég alveg hugsað mér að búa til 100 kort í viðbót. Ja svei mér þá held ég sé bara í maníukasti í þessu mar...

verið góð við hvort annað :)

mánudagur, desember 06, 2004

The evil devil

Um helgina tók sér bólfestu í mér djöfull ein illvígur sem orsakaði geðfýlu og skapstyggð mikla. Djöfullinn vildi ekki fara sama hvað ég reyndi, í gærkvöldi datt mér þjóðráð eitt mikið í hug!!! Best að drekkja helvítinu :) svo ég skellti mér í heitt og gott bað og viti menn dýrið dó og ég get ekki sagt að ég sakni þess. Aumingja Gummi að vera í heimsókn hjá okkur um helgina, vonandi hefur hann ekki boðið skaða af barnið.

En nú er runninn upp síðasta vinnuvikan á Reykjalundi og ekki laust við að aðskilnaðarkvíða gæti hjá mér. Þetta er allt búið að gerast svo hratt að ég hef ekki haft við svei mér þá. En það verður gaman að byrja á nýjum stað og takast á við ný og ögrandi verkefni. Allt er þetta hluti að þroskaferli :) jakkk ég hætti áður en ég gubba af væmni yfir þessu.

laugardagur, desember 04, 2004

laugardagur

smellið á þennan link Geysir ef þið viljið fræðast meira um Klúbbinn Geysi og fyrir hvað hann stendur.

Annars er þokkalega nóg að gera hér um helgina, Gestur er í heimaprófi í litúrgiu og Gummi Baddi er í heimsókn :) Við Gummi erum búin að eiga fínan dag og nú er hann að leika sér við Ölmu Dóru og Árna Breka.

ég er komin með nýja vinnu

Jamm, ég er komin með vinnu á nýjum stað, klúbburinn Geysir hefur boðið mér starfið sem ég hef ákveðið að taka og byrja að vinna á nýjum stað eftir 1 viku :)
Sem þýðir að ég á aðeins eina viku óunna á gamla góða Reykjalundi, það verður með söknuð í hjarta þegar ég kveð þar á bæ.