föstudagur, febrúar 23, 2007

sund, sund, sund......

Fyrsti tíminn í ungbarnasundinu var í dag :) bara gaman. Unnur Lilja stóð sig eins og hetja að sjálfsögðu, (þarf nú ekki einu sinni að taka það fram) buslaði eins og henni væri borgað fyrir það og ekkert mál þótt það gusaðist framan í hana. Verður án efa mikill gusugangur næst þegar ég baða hana :) undanfarandi skipti hafa nefnilega verið þannig að ég hef þurft að þurrka polla af gólfi og borði á baðherberginu + skipta um bol. Kröftug stelpa. Mæja og Máni eru í tímanum á eftir okkur :( væri skemmtilegt að hafa þau í hópnum með okkur. Eitt sem kom mér á óvart í dag varðandi hver getur lært að verða ungbarnasundkennari. Að sjálfsögðu geta sundkennarar farið í þetta nám það segir sig nú nokkuð sjálft ekki satt?? Sjúkraþjálfarar og þroskaþjálfar geta líka farið á námskeið og lært þetta en þurfa eftir því sem mér skilst meira nám en sundkennari, líka nokkuð sjálfgefið. Það sem kom mér á óvart er afhverju þroskaþjálfi en ekki iðjuþjálfi???
Það styttist óðfluga í að Gestur fái nýjan tölustaf í aldurstöluna sína, tæp vika og þar með er hann enn á ný miklu, miklu, miklu eldri en ég, það segir sig nú sjálft þar sem hann er nú tveimur og hálfum mánuði eldri en ég :)
Hestastússið komið í gírinn, Geysir litli í ströngu æfingarprógrammi hjá Gesti :) sem felst aðallega í að gera hann ljúfann og þægilegann í umgengni. Það lofar góðu og hægt var að teyma Geysi nokkra hringi í gerðinu án vandkvæða í vikunni á meðan lenti húsfrúin í hrossakjafti í orðsins fyllstu merkingu, déskolli var það vont mar. Ég var að teyma Strák framhjá einhverjum hestabjána og inn í stíuna sem Strákur og Geysir búa í, nema hvað haldiði ekki að helv.... hrossið hafi fundið hjá sér gífurlega þörf fyrir að bíta Strák sem heppnaðist nú ekki betur en það að hnefinn á mér lenti allur upp í hrossinu en Strákur slapp. Ég græddi þetta fína mar á handarbak og fíngur sem orsakaði gífurlega mikla reiði og geðstirðleika. Þurfti meira að segja, að segja ljótt, eins og maðurinn sagði forðum daga. Trúlega hefur nú Strákur verið búin að vinna sér inn að vera bitinn þar sem hann er þvílíkur harðstjóri í gerðinnu hummmmmmmm lykilorðið er trúlega, aldrei viðurkenna neitt neikvætt um dýrin sín :) :) Nú bíð ég bara spennt eftir að Strákur verði járnaður og ég geti farið að komast á bak reglulega.

En já þá á smá tuði....... hvað er eiginlega að ?????? ég er svo yfirmig hissa á þessari klámráðstefnuumræðu í þjóðfélaginu þessa dagana. Á meðan fólk tekur þátt í þessu klámdóti af fúsum og frjálsum vilja, who cares?????? Amk gæti mér ekki verið meira sama mar. Nú verð ég örugglega dæmdur klámhundur hummmmmm. Kannski verður hótelstefnan sú að þegar maður pantar sér gistingu þá verður mar í leiðinni að gefa starfsheiti og hótelið hefur þá úrskurðunarvald hvort mar fái náðarsamlegast að gista eður ei. Eins gott þá að lenda ekki í tékki hjá hótelsstarfsmanni sem er á móti iðjuþjálfum. Ég er svo aldeilis hissa.......

Efnisorð: , ,

mánudagur, febrúar 19, 2007

halló

jæja þá erum við búin að hýsa fleiri hesta og ég meira að segja búin að afreka það að fara á hestbak. Verð að viðurkenna að ég var nú frekar stirð að komast á bak og þá meina ég meira en venjulega sko, en allt gekk þetta nú vel. Fröken Unnur Lilja svaf eins og engill í barnavagni í hesthúsinu, ekkert mál :) það vonandi heldur áfram að ganga vel.
Við Unnur fórum í sveitaferð með ma og pa á fimmtudagskvöld og Gestur sótti okkur á laugardag um leið og hestana, voða gott að fara aðeins í sveitina.
Fyrirlesturinn ógurlegi að baki, gott að vera laus við hann ó men ó men gjörsamlega komin úr æfingu, lítið gert af þessu síðan ég var að vinna á Reykjalundi. Snillingafimin búin og aðsjálfsögðu útskrifuðust bæði Unnur Lilja og Máni með hæstu einkun enda miklir snillingar, þau byrja svo á sundæfingum á föstudaginn, því miður í sitt hvorum hópnum. Mæðurnar fá trúlega fráhvarfseinkenni eftir vikulega hittinga í 6 vikur. Verðum bara að vera duglegar :)

Ísak Logi töffari er 1 árs í dag, stór dagur í lífi ungs manns.

þarf að þjóta ljónið kallar

mánudagur, febrúar 05, 2007

nýtt útlit og myndaalbumið komið í lag

hæhæ
nýtt útlit komið á bloggið, einnig þá má geta þess að galleryið okkar er í fullum swing og betra en nokkru sinni :) uppfært og alles.

kveðja
Gestur

snjógleði

Mikið svakalega er ég glöð yfir því að úti sé snjór :) það verður allt svo miklu bjartara og fallegra bæði utandyra og í hjarta mínu :) múhahahahaa þetta var nett væmið. En alla vega gleðst ég afskaplega yfir snjónum. Við fórum á þorrablót á föstudagskvöldið sem var mjög skemmtilegt, snilldar skemmtun. Skemmtinefndin tekur sig til ár hvert og gerir myndband um helstu "afrek" sveitungana og er það bara tær snilld. Eins gott að búa ekki þarna nú eða gera einhverjar gloriur ef mar er eitthvað viðkvæm sál. Smelltum okkur svo í dagsferð í sveitina í gær og svo skemmtilega vildi til að Bjössi, Jói og Fannar voru þar á ferð líka.

Unnur Lilja velti sér á magan í fyrsta sinn í kvöld og auðvitað missti móðirin af því. Gestur fylgdist grannt með og gat gefið gott uppdeit á afrek dagsins þegar ég kom heim. Frökenin var frekar undrandi á þessum atburði, hún var bara í mesta sakleysi að tosa í tásurnar á sér og þá valt hún á hliðina og rúllaði síðan áfram á magann. Spyrnti sér síðan til baka á bakið aftur, fannst þetta afskaplega skemmtilegt og prófaði nokkrum sinnum. Spurningin er síðan hvenær gerist þetta aftur?? og vonandi verð ég heima þá!!!! mesta bras að vera húsmóðir og þurfa að versla í matinn sussssum svei.

Smelli hér inn mynd af Unni Lilju sem Gestur tók í kvöld