mánudagur, september 22, 2008

klukk

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- afgreiðsla í Hyrnunni
- liðveisla
- aðstoð við iðjuþjálfun á Reykjalundi
- iðjuþjálfi hjá GÍ

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
- Lord of the ring
- Stella í orlofi
- Magnús
- Four weddings and a funeral


Fjórir staðir sem ég hef búið á;
- Skiphylur
- Borgarnes
- Akureyri
- Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Greys anatomy
- Kompás
- Næturvaktin
- Afríkuþátturinn sem er á RÚV á miðvikudagskvöldum (man ekki hvað hann heitir)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
- Edinborg
- Prag
- Suður-þýskaland
- Ísland, best í heimi

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- mbl.is
- skessuhorn.is
- ii.is
- www.flickr.com/photos/birtarnb


Fernt sem ég held upp á matarkyns
- Lambafile m/kryddhjúp
- Frönsk kjötsúpa
- Heimagerð pitsa
- Sjávarréttapasta

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- Dalalíf
- Góði dátinn Svejk
- Þyrnifuglarnir
- Ráðskona óskast í sveit

Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Eva Rós vinkona
- Sirrý frænka
- Steina Bára frænka
- Björk Ölvers frænka

Efnisorð:

miðvikudagur, september 10, 2008

fréttir


Nú er búið að steypa á Nátthaganum fína og góða og líka slá frá veggjunum. Ég komst að því í þeirri vinnu að ég gæti orðið handlangari hjá smið. En hjálpi mér hamingjan hvað mig langar ekki til þess að vinna þessa vinnu dags daglega. Það að slá upp var fínt en omg hvað það var leiðinlegt að slá frá og steypu- og naglhreinsa úfffffffffff var mikið glöð þegar því var lokið. Nú er næsta verkefni að leggja drenlögn meðfram húsinu áður en keyrð verður möl að veggjunum sem er verkefni næstu helgar auk rétta :) Um síðustu helgi vorum við Gestur í Munaðarnesi í okkar margumrædda húsi, svona rétt til að venja það við okkur heheeh og já líka til að losa upp palla og rífa niður skjólveggi fyrir flutning. Alltaf nóg að gera ..... Unnur Lilja fór í sína fyrstu helgarpössun á Skiphyl sem gekk alveg hreint ljómandi vel. Henni var nokk sama um okkur þegar við komum að sækja hana á sunnudaginn og vildi bara vera áfram með Kristjönu. Mjög sjálfstæður og ákveðin einstaklingur!!!!! hvaðan skyldi hún nú hafa það???? mar spyr sig.
Framundan er fullt af skemmtilegu s.s. réttir, flutningur á húsi, Barcelona, iðjuþjálfanemi að koma til mín í GÍ, afmæli hjá Unni Lilju, og síðan koma fljótlega jól.
Síðan bætist alltaf við börnin í veröldinni þó svo að ljósmæður séu að berjast fyrir leiðréttingu launa sinna og fara í verkfall, áfram ljósmæður. Sandra Rún búin að eiga stúlku, Bergþóra tvo stráka og Guðný strák og styttist í að Svandís Rún eigi.

Efnisorð: ,