miðvikudagur, nóvember 21, 2007

fréttaskeyti

Við mæðgur áttum afskaplega góða helgi í sveitinni á meðan Gestur sat heima sveittur og vann og vann :) og skipulagði með Leif pragverja. Unni Lilju finnst óstjórnlega gaman að hitta Mirru en er ekki mjög ánægð ef hún kemur of nálægt og ætlar að sleikja hana hátt og lágt. Þær eru báðar óttalegir kjánar enda ekki nema 1 árs báðar tvær. Hvolpar hvor á sinn máta. Við erum búin að endurheimta ömmu Dóru frá Spáni og mikil gleði hjá ungfrúnni þegar hún komst yfir feimnina í garð ömmunnar, ekki spillti fyrir þessi dásamlega rauða úlpa sem amma kom með handa henni. Snemma byrjar fata og skó áhugin hjá ungfrúnni. Fékk ný stígvél fyrir viku sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað hún hefur helst ekki viljað fara úr þeim síðan og toppurinn er auðvitað að fá að vera í rauðu úlpunni við :) mér skilst að ég hafi verið svona þegar ég var á sama aldri og Unnur Lilja er í dag, helst viljað vera í kjól á hverjum degi. Skó áhuginn hefur svosem ekkert minnkað á þessum 35 árum :) var að skoða myndir síðan Unnur Lilja fæddist, finnst ótrúlegt að hún hafi einhvern tíman verið svona lítil.


Varð að setja þessar myndir hérna inn, um það bil eitt ár á milli þess að þær eru teknar

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

í fréttum er þetta helst

Við Gestur gerðumst ansi menningarleg í síðustu viku og fórum á tónleikana með Andrea Bocelli í Egilshöll. Tónleikarnir voru æðislegir í einu orði sagt, gæsahúð og alles birtist þegar kappinn söng "time to say good bye" ó mæ gúdddnesss hvað það var yfirgengilega flott. Væri alveg til í að fara á tónleika hjá honum á Ítalíu. Eina vesenið var að koma sér á staðinn og heim aftur. Tók 45 mín að keyra úr Engihjallanum að Egilshöll og ca 60 mín aftur heim eftir tónleikana. Undarlegt hvað svona viðburðir þurfa að vera dýrir, við vorum svo nísk að keyptum okkur bara í c svæðið. Þar kostaði stk tæpar 13 þús...... já Íslendingar að græða á Íslendingum.
Við Unnur Lilja fórum svo með pabba/afa í sveitina á föstudag, afskaplega ljúft. Gestur var svo heppinn að honum var boðið á tónleika með Baggalút í Salnum í Kópavogi. Hann hefur lítið rætt annað en hve þetta var frábært. Baggalútur er náttúrulega bara snilld. Gestur kom svo vestur á laugardagskvöld. Unnur Lilja dýrasjúka var alveg í essinu sínu í sveitinni, ræddi málin heilmikið við Mirru sem að sjálfsögðu hlustaði af mikilli athygli. Þær eru nú jafnaldrar svo þær hljóta að skilja hvor aðra mjög vel. Að sjálfsögðu fór Unnur Lilja í fjósið, stóð nú ekki alveg á sama þegar hún sá allar þessar stóru kusur. Það leið nú fljótt hjá og mesta sportið var að fá að pota aðeins í þær og sjá hvort þær hreyfðu sig. Fór aðeins á bak á eina en leist nú ekki alveg á það!!!! Ekkert smeyk við gibburnar. Væri örugglega ekkert mál að gera hana að ekta sveitakerlu.
Annars er fátt merkilegt að gerast hjá okkur. Ég var að koma heim frá því að halda fyrirlestur um "aðlögun að breyttum aðstæðum" fyrir hóp vefjargigtarkvenna á fræðslunámskeiði hjá GÍ. Læt hafa mig út í svona verkefni ca x2 á ári. Dauðfegin að þetta er að baki í ár!!! En jæja best að reyna að svæfa Unni Lilju, hún nebbblilega vaknaði þegar ég kom heim.
Góða nóttina

Efnisorð: , ,