laugardagur, desember 30, 2006

Bono er snilli

“Hið kjánalega eðli lotningar og dýrkunar; undrun á því furðuverki sem veröldin er. Að vera svalur töffari getur vissulega nýst manni í samningaviðræðum við fólk, en það er ómögulegt að vera með sólgleraugu og horfast í augu við Guð. Það er ekki hægt að nálgast Guð án þess að vera einlægur; án þess að leggja niður allar varnir og opna sig. ................”

“ ................ Og þótt fólk viti ekki hvað býr á bakvið gleraugun, þá get ég fullvissað þig um að Guð sér allt”
Ég er nefnilega að lesa bókina Bono um Bono, samtöl við Michka Assayas.

Mér fannst þetta svo mikil snilld þegar ég las þetta að ég ákvað að deila þessu með ykkur kæru dyggu lesendur og góð viðbót við pælingarnar sem Milla setti svo skemmtilega fram á blogginu sínu fyrir einhverjum vikum síðan.

Annars er ég að bögglast með orðið “ósnertanlegur” innra með mér, hef verið að hugsa um það síðasta mánuðinn og þarf svo innilega að skrifa pistil um það við tækifæri.

En nú er komin tími til að smella Unni Lilju í kjól og síðan hinn “sívinsæla” útigalla og skunda afstað í jólaboð :)

að hika er´ð sama og að tapa

Fjórða hámóbarnið hefur litið dagsins ljós, innilega til hamingju með dömuna Kristín og Haukur. Skemmtilegt að þessi fjögur börn eru öll fædd sama árið :) geri aðrir hámó/saumó klúbbar betur!!! Hlakka til að sjá þessa ungu dömu þegar hún kemur á suðvesturhornið eftir áramótin.

Nú er jólahátíðin vel á veg komin og seinni hálfleikur að hefjast með áramótagleði ýmiskonar. Þessi jól hafa verið afskaplega ánægjuleg, með hóflegu áti og drykk. Held sveimér þá að ég hafi aldrei verið eins hófsöm/skynsöm þegar kemur að áti, ja eða ætti ég kannski bara að vera hreinskilin og þakka Unni Lilju hér og nú fyrir að veita móður sinni aðhald. Hún er nefnilega vandlát á hvað ég borða, strax farin að stýra og stjórna, reyndar byrjaði hún strax á því í móðurkviði með því að neita að fæðast fyrr en hún var rekin afstað!!!!! Annars er þessi elska farin að sofa mun betur, ég eiginlega þori ekki að segja þetta upphátt og hvað þá að skrifa þetta á veraldarvefinn!!!! þannig að ég sagði þetta ekki og skrifaði þetta ekki. En alla vega þá er hún búin að sofa eins og engill síðustu ca 5 nætur og við foreldrarnir kunnum okkur ekki læti. Hún bara rétt rumskar undir morgun og fær sér að drekka og heldur síðan áfram að sofa, ó mæ god hvað það er ljúft mar. Eins og margir vita er móðir hennar afskaplega mikil svefnpurka og veit fátt betra í lífinu en að sofa :)

Við Gestur fórum í afskaplega skemmtilega fjórhjólaferð 27. des upp í Skorradal með eskimóunum. Þvílíka snilldin sem ferðin var mar, við erum ennþá í sæluvímu. Við gáfum vinum okkar þeim Ásgeir og Anítu fjórhjólaferð í brúðkaupsgjöf þegar þau giftu sig í sumar og auðvitað fórum við nú með ásamt fleirum. Halli Hansen var fararstjóri af sinni alkunnu snilld. Við keyrðum hringin í kringum Skorradalsvatn, lentum í þvílíkri drullu, klaka, vatni, og já bara allskonar. Sumstaðar var slóðin undir vatni og annarsstaðar hafði honum skolað í burtu í rigningum síðustu vikna. Sami snillingurinn festi sig tvisvar og í fyrra skiptið þurftu 5 hetjur að vinda sér af hjólunum og ofan í drullufenið til að lyfta hjólinu þannig að það næði festu og gæti komist af stað. Á einhvern snilldarmáta hafði hjólstjóranum tekist að láta það festast á "kviðnum" á ís sem var undir drullulagi þannig að dekkin náðu ekki niður. Ekki var ég ein af þessum hetjum :) ég hélt mig nú bara beint fyrir aftan fararstjórann og fékk þar með prýðisleiðbeiningar um hvar væri best að fara og það sannaðist að hika er það sama og tapa. Því í eitt skipti hikaði ég og þá nánast festi ég mig en þar sem ég er svo hæfileikaríkur fjórhjólakappi þá slapp þetta allt sama og ég brunaði yfir drulluna :) :)
En já ég mæli svo sannarlega með . Ég á ennþá eftir að fara í ferðina sem Gestur gaf mér í afmælisgjöf í vor, stefni á massakvennaferð þegar það fer að vora aftur. Eru einhverjir sem hafa áhuga á að koma með???

En já ætli það sé ekki best að sýna skynsemi og smella sér í að fara að sofa, kl orðin hálf tvö að nóttu og það styttst frekar heldur en lengist í að Unnur vakni til að fá sér að drekka :) Að hætti montina foreldra ætla ég að smella inn mynd af henni í jólakjólnum sínum.

laugardagur, desember 16, 2006

snilld

Get bara ekki orða bundist... ég var að lesa moggann sem er ekki í frásögur færandi nema hvað. Ég rak augun í lesendabréf þar sem kona eins segir ekki farir sínar sléttar af Heklu hf. Hún hafði sumsé keypt sér þvottavél af Heklu hf fyrir einhverju síðan og vélarskrattin hafði bilað og hún fór með hana í viðgerð svona eins og vaninn er í slíkum tilvikum. Viðgerðarmaðurinn sagði henni þegar hún sótti vélina að hún mætti ekki þvo óhreinan þvott!!! mar spyr sig til hvers eru þvottavélar ef ekki til að þvo óhreinan þvott?????

fimmtudagur, desember 14, 2006

stutt

sumt fólk á ekki að ganga laust!!!!!!!!

miðvikudagur, desember 13, 2006

jólin koma, jólin koma

mikið svaðalega styttist hratt í að jólin komi :) hin óskipulagða ég er á fullu að búa til jólakort og klára að kaupa jólagjafir. Árlegur höfuðverkur hrjáir mig þessa dagana þ.e. hvað á ég að gefa Gesti, honum nebbblilega vantar aldrei neitt þegar hann er spurður og mér dettur bara ekkert frumlegt í hug.

annars er ekkert merkilegt í fréttum hjá okkur, Gestur les eins og óður maður fyrir prófatörnina í næstu viku og við mæðgur erum með í nefnd hvort við ættum kannski bara að fara í sveitaheimsókn í nokkra daga í næstu viku svona rétt á meðan hann er í mestu törninni. Ef ég næ að klára allt stúss fyrir þriðjudag þá er ekkert mál að skreppa aðeins :)

mánudagur, desember 11, 2006

ýmislegt tuð :)

Fékk símtal í síðustu viku frá tryggingafélaginu VÍS sem við erum með okkar tryggingar hjá og okkur tjáð að við gætum bætt tryggingarnar okkar og borgað minna. Takið eftir lykilorðið hérna er minna!!!! Við fórum svo í viðtal á föstudaginn hjá þessum sölumanni sem hringt hafði til okkar. Þessi maður hefði í raun átt að vera starfsmaður Kbbanka en ekki VÍS því allt snérist um að ef við værum í einhverju sem kallast Vöxtur hjá Kbbanka og við myndum bæta við okkur einni tryggingu þá gætum við sko sparað heil 5% á ári, sem í okkar tilviki er ca 5800 kr. Mér finnst það nú ekki nóg til að rjúka til og skipta um viðskiptabanka og og og .... meira bullið. Get svo svarið það að púkinn þið vitið sem býr innra með mér og kemur afarsjaldan í ljós, lét á sér kræla.... ég ákvað að spyrja út í líftryggingar og sjúkdómatryggingar vitandi það að mitt BMI er alltof hátt til að geta fengið slíkt, langaði svo svaðalega að láta þennan töffara útskýra fyrir mér að ég gæti ekki fengið slíka tryggingu. Karlgreyið hikstaði og hóstaði og átti afskaplega erfitt með þetta og auðvitað stækkaði skrambans púkinn á öxlum mér :) Gestur hinn góðhjartaði reddaði karlgreyinu út úr þessu þegar hann var aðeins búin að hiksta og hósta og fór að spyrja hann út í dýratryggingar. Ekki vissi þessi maður nokkurn skapaðan hlut um þær tryggingar og vildi helst bara láta okkur hafa bækling og við bara finna út úr þessu sjálf. Erum að spukulera að tryggja hestana okkar og þá sérstaklega Prinz þar sem hann er metin á hálfa milljón. Skemmtilegt ferðalag þetta og nákvæmlega engin sparnaður í því.

Við Gestur fórum á jólahlaðborð á Carpe diem á föstudagskvöldið, ferlega næs og góður matur þar eins og venjulega. Ungfrú Unnur Lilja var ekki alveg sammála með gæði matarins, því hún fékk þvílíka magakveisu um nóttina með tilheyrandi gráti og brölti. Annars er þessi elska búin að sofa heilar 3 nætur í síðustu viku sem hefur ekki gerst síðan ég man, þvílíkur lúxus að fá þennan óslitna gæðasvefn mmmmmmmmmmmm æðislegt. Við mæðgur fórum svo í búðarráp í dag með ma og pa, drifum okkur að kaupa nokkrar jólagjafir og njóta þess að þvælast um :) Gestur var hinn ábyrgasta og sat heima og las fyrir próf. Skelfileg próftaflan hans þetta árið, próf á morgun 12. des og síðan er það 18., 19., 20. og 21. desember. Bara glatað!!! svo vægt sé til orða tekið.
Mamma og pabbi komu sumsé suður í gær sunnudag og áttu bókað ásamt fleirum í jólahlaðborð á söngsýningu Guðrúnar Gunnars og Friðriks Ómars á Broadway. Ja eða það héldu þau amk. Þegar þau voru búin að fá sér fordrykk upp á herbergi með hópnum sem þau voru með, drifu þau sig niður og hugsuðu sér gott til glóðarinnar að borða dýrinds mat og hlusta á ljúfa tóna. En nei, nei, þá hafði gleymst að hringja til þeirra og afbóka kvöldið og bjóða þeim að koma um síðustu helgi!!!! bara hundfúlt mar og þau að sjálfsögðu mjög svekkt. Einhvert þjónsgrey fór í símann og reddaði þeim borði í Perlunni á jólahlaðborð þar en þar var náttúrlega ekkert show. Þau fengu þó endurgreitt miðana á Broadway sem þau voru búin að borga fyrir amk mánuði síðan og fengu frían leigubíl í Perluna, en mér finnst að þau hefðu átt að fá frían mat þar á kostnað Broadway fyrir þessi mistök. Það er ekki eins og þau og hin öll séu einhverjar 5 mínútur að skreppa í bæinn!!!! en alla vega þá fengu þau góðan mat og góða drykki :) mar gæti haldið að Gestur hafi átt bókað á sama stað og þau!!! svona miðað við þegar hann fer í ferðalög erlendis múaahhahahahahahahaa

kveðja úr hjallanum þar sem allt er í jólagírnum

fimmtudagur, desember 07, 2006

www.mannanofn.com

á mínum daglega fæðingarorlofsbloggrúnti rakst ég á þennan snilldar link
www.mannanofn.com (einhverrahlutavegnagetégekkigertþessaslóðaðhyperlinkogþaðpirrarmighelling) og ákvað að stela honum á þessum vef er hægt að slá inn nafninu sínu og sjá hvað það þýðir sbr. Guðbjörg
"Nafn þetta er myndað af forliðnum "Guð" sem merkir guð, - goð og viðliðnum "björg" sem merkir hjálp." snilld :) amk ef mar hefur ekkert þarfara að gera við tíma sinn.

Unnur Lilja dafnar vel og stækkar á ógnarhraða, mikið að flýta sér að verða stór blessunin og heldur ansi oft að hún sé eldri en hún er!! Eigum tíma í ungbarnaeftirlitinu á föstudag, hlakka til að fá nýjustu stærðartölur af henni

laugardagur, desember 02, 2006

22 dagar til jóla

22 dagar til jóla. Ég held ég sé í nettri afneitun með þetta mál það er nefnilega svo stutt frá síðustu jólum. En ekki lýgur mogginn og þar stendur skírum stöfum 22 DAGAR TIL JÓLA. Ekki er nú afneitunin meiri en svo að ég er búin að setja upp fullt af jóladóti sem er yndislegt og sífellt fjölgar jólaljósum í næstu blokkum.
En þá að aðalmáli dagsins :) daman er búin að fá nafn og líka búið að skíra hana, Unnur Lilja heitir hún. Hún var skírð í Seljakirkju af séra Bolla, mjög fín athöfn hjá honum. Fengum Evu Hrönn vinkonu Gests til að syngja einsöng í kirkjunni, ó mæ ó mæ mar fékk smá "kvef" þegar hún söng þú er yndið mitt yngst og besta, mar er svoddan mús!!!! Hún syngur svaðalega vel, mæli með henni sem söngkvinnu við hin ýmsu tækifæri. Eftir athöfnina buðum við til átveislu mikla og nú liggur mar afvelta af ofáti samkvæmt venju þar sem mikið er af góðum mat. Skrýtið að vera orðin foreldri, það þýðir trúlega að mar sé orðin fullorðinn. En hvað þýðir orðið fullorðinn?? er mar orðin fullur?? og þá af hverju?? skrýtið orð hafið þið einhvern tíman pælt í því? en það eru svo sem til fullt af skrýtum orðum í íslensku.

Myndir úr skírninni er í myndaalbúmi Unnar á netinu.