þriðjudagur, febrúar 24, 2009

athyglin er eins og sólin, allt sem hún beinist að vex

Það er ansi langt síðan síðast var "postað" hérna inn. Allir hressir og kátir íselinu, Unnur Lilja blómstrar í leikskólanum og finnst hann sko æði. Hleypur á harðaspretti inn á morgnana með bros á vör. Við Gestur smelltum okkur á þorrablót í Lindartungu í byrjun feb og skemmtum okkur konunglega. Góður matur og góðir drykkir í góðum félagsskap. Eitthvað var líðan fólks mismunandi þegar líða tók á nóttina, ja eða svona undir morgun já og einhver vanlíðan á laugardegi. Nefnum nú engin nöfn í því samhengi. Unnur Lilja var í dekri hjá Steinku og Sæmundi í Borgarnesi á meðan foreldrarnir skemmtu sér.
Húsfrúin fór í orlof eina helgi með systur sinni. Fengu þær bústað á "leigu" og var meiningin að dvelja þar og skrappa eins og engin væri morgundagurinn. Við fórum í bústaðin jújú og elduðum okkur gómsætan mat og settumst svo við skrapp. Ennnnnn eftir því sem á leið minnkaði kalda vatnið og á endanum var ekkert vatn.... nú voru góð ráð rándýr. Sigfús var ræstur út í leit að vatni eftir að Kristjana vann hetjudáð við að fara inn í þröngan og dimman skúr að ath með dæluna. Niðurstaða málsins var ekkert vatn og voru það tvær systur þungar á brún sem pökkuðu saman og fóru heim í sveitina. Steinka rétt náði að kíkja í heimsókn áður en við pökkuðum saman. Já alltaf ævintýri hjá okkur systrum. En helgin var ljómandi fín og talsvert skrappað í "sumarbústað" sem var stofan hjá mömmu og pabba. Verður bara enn betra á næsta ári. Svo var brunað í sveitina aftur núna um helgina sem var ljómandi fínt. Yfirlýst markmið hjá mér var að lesa um gigtarsjúkdóma og undirbúa fyrirlestur um gigt og íhlutun iðjuþjálfa. Það gekk svona lalalallala en amk er ég komin af stað!!!!!

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home