mánudagur, nóvember 28, 2005

mondei

já við erum snillingar það er morgunljóst sem og rökkurljóst. Boðið okkar ógurlega og já margumrædda lukkaðist alveg ljómandi vel, Perlan hvað ha!!!!! okkar hlaðborð hefur örugglega slegið því út. Það komu 30 manns sem var aðeins færra en búist var við, en auðvitað mæta ekki alltaf allir sem ætla að koma. Í dag finnst mér ég hafa allan heimsins tíma til að gera nákvæmlega það sem mér dettur í hug. Einn vinnudagur eftir..... verður samt örugglega skrýtið að vakna á miðvikudagsmorgun og engin meiri Geysir.
Stutt stopp hér á bæ, er farin að föndra :)

föstudagur, nóvember 25, 2005

Föstudagskvöld

jahá þá eru sex vikur liðnar síðan Stína kom í vettvangsnám í klúbbinn, ótrúlega fljótt að líða. Hvað segja hinir "LEIÐBEINENDURNIR" úr hámó um það???? Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur og vorum við afskaplega lausar við að vera formlegar. Svíf ennþá á umsögninni sem neminn gaf mér :) :) svo ég vitni nú beint í hana " hún er bara yndisleg manneskja...." hvað er hægt að fá það betra??? alltaf gott að fá eitthvað jákvætt inn í líf sitt og ekki síst hrós. Nú er framundan massavinna við undirbúning aðventuboðsins ógurlega sem er á sunnudaginn. Búin að elda kjötið sem bera á fram kalt og kaupa slatta af hinu og þessu gúmmulaðinu. Á morgun er síðan höfuðverkurinn að koma þessu smekklega á föt ;) mín elskulega systir ætlar síðan að skreyta þetta eftir öllum kúnstarinnar reglum. Verður gasalega huggulegt hjá okkur, ekki spurning. Var klára að setja upp slangur af jóladóti, alltaf vinalegt að sjá gamla kunningja koma upp úr kössunum. Þetta fer nú að verða 2 vasaklúta blogg, er svo hugljúft eitthvað. hehehehe.........

Skandall að missa af hámó á mánudaginn síðasta. Við fengum einhverja skrattans upp og niðurpest með tilheyrandi veseni og erum samviskusamlega búin að dreifa henni meðal vina okkar. Spurning hvort þeir séu vinir okkar ennþá.... hummmm... vonum það besta. Bæ ðe vei í þessu vinasamhengi .... lennti í skemmtilegu atviki í vikunni, fengum tvo vini okkar í heimsókn og fór mestur tíminn í að ræða um rómantík. Verð að viðurkenna að það var sérstök upplifun að sitja með þremur karlmönnum og ræða slíkt málefni. Að sjálfsögðu komu upp margar kenningar um hvað rómantík sé og hvernig hún birtist... of langt mál til að fara yfir hérna..... Þeir koma á óvart þessar elskur og kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir skemmtilega kvöldstund.

Þetta er búin að vera afmælisvika mikil. Svanur mágur varð eldgamall á þriðjudag, Steinka síung á miðvikudag og síðan í dag föstudag eiga þrjár merkismanneskjur sem mikil áhrif hafa haft á líf mitt afmæli, það eru þau Bjössi bró, Elísa og Tóta. Til hamingju öll sem eitt.

Verð með uppdeit á framkvæmdir og frammistöðu boðshalds eftir helgina.... farið varlega í jólaundirbúningnum og hafið gleðina við völd.

föstudagur, nóvember 18, 2005

föstudagur

langt síðan síðasta færsla var skráð hér á spjöld vefsins... háfleyg byrjun úffffff.... en allavega langþráður föstudagur runninn upp og framundan tveir ljómandi laglegir dagar sem ætlunin er að nota í skynsamlega hluti eins og t.d. tiltekt, þrif, bakstur og fleiri fjár..... húslega hluti. Spurningin er síðan hver afraksturinn verður. Við skötuhjú ætlum nefnilega að halda aðventuboð 27. nóvember fyrir fjölskyldur okkar, sem þýðir hellingur af fólki. Boðsgestir eru 33 stk svo það er etv betra að ryðja aðeins draslinu á sína staði og ræsta smávegis. Kannski ég ætti bara að fá frú Margréti og Heiðar snyrtipinna í heimsókn :) Svo verður framundan dásamleg vika, saumó á mánudag, matarboð á þriðjudag, vinna til 20 á fimmtudag, neminn að kveðja mig og staðinn á föstudag. Neminn að hverfa á braut já sem er ótrúlegt, finnst að þessar fimm vikur sem eru liðnar síðan Stína kom hafi verið eins og tvær og ekki klukkustund meira. Búin að vera ótrúlega heppinn með nema verð ég að segja. Já vikurnar líða hratt framhjá, ekki hægt að segja annað. Sem þýðir líka að það eru 11 dagar þar til ég fer í lasik aðgerðina. Margt spennandi að gerast.

Góða helgi allir saman og farið varlega í umferðinni.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

sunnudagskvöldsþunglyndiafhæstugráðu

mér líkar illa hve helgarnar líða fljótt,finnst endilega að vinnuvikan ætti ekki að vera lengri en 4 dagar og helgar 3 dagar.hljómar það ekki skynsamlega. Jebbbbbb ég þjáist af týpisku sunnudagskvöldsþunglyndi og langar ekkert sérstaklega til að það sé mánudagsmorgun eftir nokkra klukkutíma.

Við skötuhjú fórum í bíó í gærkvöldi sem er nú ekki merkilegt til frásagnar svo sem en við sáum Legend of Zorro. Þessi fína afþreying, ég horfði náttúrulega agndofa á Banderas leika listir sínar og karlinn auðvitað á frú Zorro. Fín skipting það. Mæli með þessari mynd. Talandi um bíó, ég vinn afarsjaldan í öllum happadrættum eða segir maður happadráttum hummmmm hugsi hummmmm en well alla vega þá fékk ég tvo miða senda í pósti um daginn frá bankanum mínum á einhverja fótboltamynd man ekki einu sinni hvað hún heitir svo greinilegt er að mér finnst hún ekki áhugaverð. Skítt loksins þegar vinningur kemur þá er kvikindið ónothæft, tillitsleysi af hæstu gráðu!!!!!!

Andleysi mitt er yfirgengilegt í dag og með þeim orðum kveð ég að sinni.

föstudagur, nóvember 04, 2005

erfitt að vera frægur í Afganistan

Bóksalinn í Kabúl óskar eftir hæli í Noregi
Bóksalinn í Kabúl, Shah Mohammad Rais, hefur óskað eftir hæli í Noregi en norsk stjórnvöld eru treg til að veita honum það.

Þau hafa óskað eftir upplýsingum frá Afganistan um hvort rétt sé að ógnir steðji að bóksalanum í Afganistan.

Hugsanlegt er að bóksalinn missi þá tímabundnu vegabréfsáritun sem hann hefur nú þegar til Noregs.

Mohammad Rais hefur sagt frá því í norska blaðinu Aftenposten að honum hafi fundist sér og fjölskyldu sinni ógnað eftir að bók norska blaðamannsins Åsne Seierstad kom út í Afganistan. Í bókinni er lífi fjölskyldunnar og þá sérstaklega kvennanna lýst.

"Ég held að það sé gott að búa í Noregi," segir bóksalinn í Kabúl.

Hann segir sína hlið í bók sem um þessar mundir kemur út í Noregi.