föstudagur, júlí 30, 2004

ég er að fara í sumarfrí, ég er að fara í sumarfrí, ég er að fara í sumarfrí..... jibbbý er að fara í sumarfrí eftir 1 klukkutíma og 50 mínútur.
Er að leggja af stað í hestaferð í kvöld ásamt 21 knapa og 100 hestum í þessu yndislega roki og úrkomu :) læt ykkur vita hvernig gekk ....
hafið það gott og farið vel með ykkur

mánudagur, júlí 26, 2004

jæja þá er fyrsta fríhelgin í langan tíma að baki og hún var líka fanta fín :) við fórum í sveitasæluna og vorum þar í góðu yfirlæti. Ja eiginlega of góðu þvílíkt magn að góðum mat sem rann ljúflega niður í maga og svo áfram niður..... fer ekki nánar út í það ...................... erfitt að hemja sig hehehehehehe
ég skellti mér á hestbak eftir langar hestlausarvikur. fór í snilldarútreiðartúr með jóa og steina að sækja merar í graddagirðinug á næsta bæ. ekki vildi betur til en bæði hesturinn og ég fórum kollhnís á leirnum... það eina sem meiddi sig var sjálfsálit okkar beggja :) hehehehe verst af öllu var nú samt sko að gestur var á bílnum að fylgjast með okkur frá landi og nýbúin að bregggda kíkirnum á loft til að sjá hvernig okkur gengi hummmmmmm hann þurfti nú ekkert að sjá þetta. alltaf best að detta án vitna finnst mér, félagarnir sem voru með mér misstu af byltunni því þeir voru á undan. um kvöldið fór ég svo í stuttan túr með mömmu og kristjönu ferlega gaman, held ég hafi aldrei á ævinni farið með þeim saman í útreiðartúr :) bara gaman. markmiðið með þessum túrum var jú að sjálfsögðu að skemmta sér en líka að þjálfa sig fyrir 4 daga túr um næstu helgi. hlakka geggt til (hljóma eins og hinir unglingarnir) við verðum 20 manns með á milli 80-100 hesta, bara gaman og ég óska hér með eftir góðu veðri takk!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
þar fyrir utan þá er ég að fara í sumarfrí eftir versló og men hvað ég ætla að hafa það gott og njóta þess að vera til

knapinn kveður að sinni

þriðjudagur, júlí 20, 2004

........held ég sé að fara fram úr sjálfri mér í bloggskrifum þessa daganna. Við fluttum í Engihjallann í gærkvöldi með tryggri og góðri aðstoð vina og vandamanna. Gekk ljómandi vel og við skötuhjú sváfum eins og englar fyrstu nóttina. Það er ennþá eftir dót í hinni íbúðinni, eigum eftir að flytja úr fataherberginu og vinnuherberginu hans, úbs er að gleyma geymsluskrattanum hún er eftir. Við græddum nebbbblilega helling af dóti í nýju geymslunni sem við eigum eftir að henda svo við getum flutt úr hinni. Þetta kemur allt saman.
 
Takk allir saman fyrir hjálpina :)
 
kveðja
sumarleyfisþörfin

mánudagur, júlí 19, 2004

Jibbbbý skibbbbbbbbý var að fá yndislegt sms frá Evu Rós um þau hjúin hefðu eignast litla stelpu í morgun. Allt gekk að óskum og telpukornið er 12 merkur og 50 cm. Til hamingju enn og aftur :) risaknús til ykkar. Mátti til með að deila þessari hamingju með ykkur :)
 
kveðja
væmna týpan ég

sunnudagur, júlí 18, 2004

langar út í sólina .......................

föstudagur, júlí 16, 2004

merkilegt nokk, það er komin föstudagur og ein enn vikan þotinn framhjá á ógnarhraða. Ég fékk þessa snilldaraðstoð í gær með kommentakerfið, aðstoðin fólst í að Eva Rós hetja lagaði þetta fyrir mig.... ferlega þægilegt.
 
Verkefni helgarinnar er tataaatttttam.............. ekki halda spennunni lengur hehehehee en já verkefnið er að halda áfram í íbúðinni, komið að því að þrífa skápa og innréttingar. Stefnt á flutninga á mánudagskvöld, það vonandi stenst.... Annars hét ég því í maí lok að ég skyldi ekki flytja inn í þessa íbúð fyrr en búið væri að öllu og þá meina ég öllu. Ætlaði bara að labba inn eins og prinsessa og raða í skápa. Veistu sko en hérna eiginlega sko þurfti ég sko að éta það ofan í mig aftur sko og við erum að flytja þótt sko baðherbergið sé ekki tilbúið ennþá sko.... hvað skyldu vera mörg sko í því?????
 
Ef einhverjir eru æstir í að reyna krafta sína þá eru þeir hinir sömu beðnir um að mæta galvaskir með uppbrettar ermar og reimaða skó á mánudagskvöld kl 1800 í Asparfellið :)
 
góða helgi og verið góð við hvort annað

miðvikudagur, júlí 14, 2004

eitt slæmt við að skipta um útlit á síðunni er að kommentakerfið datt út og hefur ekki fundist enn. Finnandi vinsamlegast látið mig vita hvert í ósköpunum kerfið fór og skilist til mín. Ég ætla að senda út leitarflokk fljótlega, hef því miður ekki tíma eins og er.

Lifið heil

mánudagur, júlí 12, 2004

bara að láta vita að við erum lifandi :) gerist svo sem ekki mikið hjá okkur annað en vinna, vinna í íbúð, borða og sofa. Mikið verðum við glöð þegar þessu verður lokið og við flytjum :)

við erum búin að setja inn myndir af nýju íbúðinni okkar, fyrst komu inn myndir af íbúðinni eins og hún leit út þegar við fengum hana, en það er himinn og haf hvað við höfum lagað hana mikið, fleiri myndir af framkvæmdum koma síðar.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

settist við tölvuna og var nokk ákveðin í hvað ég ætlaði að posta hérna en hvað gerðist???? það datt allt út úr heilanum á meðan ég opnaði forritið og kíkti á tölvupóst. Vantar sárlega límheila sem eitthvað tollir í.

Annars er nú ekki margt að gerast hjá mér, farin í vinnuna aftur og allt í gúddí þar. Elísa er í sumarfríi oooooooooooooogggggggggg þegar hún kemur til baka fer ég í frí svo við sjáumst ekki í vinnu í tvo mánuði, mjög svo undarleg tilhugsun. Hún er ein af mörgum föstu ómissandi punktum í tilverunni á Reykjalundi. Svo fer Allý að hverfa til baunalands. Sé hana og Mæju fyrir mér í einhverjum prakkarastrikum í Árhúsum :) þær eru rosalegar saman hehehehehehe............

Best að fara einu sinni snemma að sofa síjú leiter

laugardagur, júlí 03, 2004

rigning, rigning :) er þetta ekki týpiskt??? við erum á leið í afmæli til Línhildar í fjölskyldusumarbústaðnum og það er rigning. Ég hef mjög sjaldan komið í Grímsnesið öðruvísi en í rigningu. Við tókum þá ákvörðun að taka okkur alveg frí frá iðnaðarmannadæmi í dag og njóta þess...... Lítið eftir nema þetta blessaða baðherbergi. Erum búin að setja okkur það markmið að flytja fyrir 1. ágúst 2004 það á alveg að ganga nema eitthvað óvænt komi uppá sem ég vona ekki. Búin að fá yfir mig nóg af óvæntum uppákomum í bili takk fyrir pent!!!!!!!!!!!!! það eru takmörk fyrir öllu í þessu lífi :)

rigingarkveðjur úr Breiðholtinu