laugardagur, september 30, 2006

smá status report

well well :) hafið þið spáð í hvað það er stutt í jólin??? tæpir þrír mánuðir, ljómandi alveg hreint. Bumbubúinn heldur sér sem fastast í móðurkviði og sýnir ekki á sér neitt fararsnið af þeim stað. Gerð var tilraun til að ýta við honum síðasta miðvikudag sem augljóslega hafði engin áhrif, næsta tilraun verður gerð á mánudag nema viðkomandi verði komin í heiminn þá, sem væri bara ljómandi fínt.

Ma og Kristjana eru á fjöllum um helgina, eldabuskur í annarri leit og skemmta sér án efa konunglega í húmorflæðinu hjá misgáfulegum leitarmönnum. Kapteinarnir af Kapteinsflöt eru þar á meðal manna og án efa skemmta sér og öðrum.

over and out :)

mánudagur, september 25, 2006

til umhugsunar

Finndu tilfinningar þínar. Taktu þeim opnum örmum. Deildu þeim með öðrum. Vegna þeirra ertu mannleg. Í guðs bænum, lifðu lífinu! Hlustaðu á tónlist. Lokaðu augunum, láttu tónanna umlykja þig. Hlustaðu á textann, þar er alltaf eitthvað sem snertir þig. Farðu að gráta án ástæðu, þér líður betur en þú veist ekki einu sinni hvers vegna. Mundu að list er allstaðar. Yrktu ljóð sem ríma ekki. Skrifaðu sögur um lífið og ástina. Dansaðu. Brostu til nágranna þíns. Finndu til með þeim fátæku. Finndu til með þeim ríku. Syngdu með lögum í útvarpinu. Hlustaðu á Bach. Líttu um öxl, lærðu af. Vertu ekki að reyna að skilja tilveru þína, þú ert bara. Dreymdu heim þar sem enginn líður skort, friður ríkir á jörð og ást er sterkari en hatur. Og gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að reyna að láta drauminn rætast. Farðu að hlægja þegar það á ekki við. Ekki gera grín að minni máttar. Ekki öfunda aðra. Gættu þess hvar þú dregur mörkin. Ekki fara of langt en ekki of stutt heldur. Horfðu á kvikmyndir og leitaðu að skilaboðum þeirra. Hjálpaðu vinum þínu. Segðu systkinum þínum að þú elskir þau. Hringdu í foreldra þína því það er aldrei að vita hvænar þeir eru allir. Farðu með móðir þína í bíó. Saknaðu föður þíns þegar hann er dáinn. Vertu bjartsýn í huga. Trúðu á sjálfa þig og treystu þér. Gakktu með augun opin. Sjáðu hvað þetta er einstakur heimur. Hlustaðu hverja stund. Heyrðu hjartslátt lífsins. Taktu vel eftir þegar þú sérð gömul hjón og glaðleg börn því þar er nokkuð sem læra má af. Fyrirgefðu öðrum. Fyrirgefðu sjálfri þér. Leyfðu fögrum tónum að róa sál þína og slaka á taugunum. Haltu frammi skoðunum þínum. Virtu skoðanir annarra. Það er ekki alltaf allt þér að kenna. Það eru ekki alltaf svör. Lærðu af mistökunum. Ekki koma með afsakanir, en ekki kenna þér um allt sem úrskeiðis fer. Vertu vinum þínum traustur félagi. Vertu stolt af því sem þú gerir, skapar og finnur. Svo þegar þú sérð ástina, snúðu þér ekki frá henni, eltu hana uppi. Vertu ástfangin og sjáðu hvernig augu þín breyta nú dimmu í ljós. Sýndu tæra tryggð. Gráttu af gleði. Gerðu þér ljóst að þú ert samt ekki ein. Ekki berjast við sársaukann. Berstu fyrir lífinu. Elskaðu sjálfa þig.


Lifðu lífinu

fimmtudagur, september 21, 2006

nýjar myndir

við smelltum okkur í réttirnar á mánudaginn sem var bara æðislegt. Gott veður og yndi. Frekar skrýtið samt að draga ekki gibbur í dilka en gaman að vera með. Kristjana, Guðrún Sara og Arnar héldu gömlum vana í heiðri og fóru ríðandi í réttirnar nema hvað :) Þær stöllur fóru síðan ríðandi í Grímsstaðarétt á þriðjudeginum. Við Gestur fórum heim á mánudagskvöldinu og erum búin að eiga náðuga viku síðan. Líður eins og ég sé í sumarfríi. Var að smella inn nýjum myndum á myndasíðuna úr réttunum, þær eru undir fjölskyldan í 2006 albúminu.

Fórum í glæsilegt afmæli hjá Sif í gærkvöldi, notaleg kvöldstund með fjölskyldunni. Ekki birtist nú bumbubúinn þann daginn þrátt fyrir ákafa hvatningu þess efnis. Held að hann/hún velji sér bara ákkúrat þann dag sem því hentar, held nefnilega að þessi nýji einstaklingur sé afskaplega þrár og þrjóskur líkt og mamman. Nema hvað mamman er með allt sitt ennþá :) múhahahahaha ákv. að vera á undan þér Árni að kommenta á þrjóskuna........ læt ekki hanka mig á smáatriðunum

þriðjudagur, september 12, 2006

HÁLSMÆTTIR

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Ekki er aðfangadagur án jóla
Blankur er snauður maður.
Lengi lifa gamlar hræður.
Betra er langlífi en harðlífi.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Betri er uppgangur en niðurgangur.
Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
Oft er grafinn maður dáinn.
Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Oft er bankalán ólán í láni.
Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
Enginn verður óbarinn boxari.
Oft er dvergurinn í lægð.
Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
Illu er best ólokið.
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Ekki dugar að drepast.
Eitt sinn skal hver fæðast.
Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
Blindur er sjónlaus maður.
Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
Eftir höfðinu dansar limurinn.
Flasa er skalla næst.
Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
Margur geispar golunni í blankalogni.
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Betra er að hlaupa í spik en kekki.
Nakinn er klæðalaus maður.
Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
Minkar eru bestu skinn.
Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
Margur leggur "mat" á disk.
Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
Betra er að vera eltur en úreltur.
Oft kemst magur maður í feitt.
Oft eru lík fremur líkleg.
Betra er áfengi en áfangi.
Ei var hátíð fátíð í þátíð.
Margur boxarinn á undir högg að sækja.
Betri eru kynórar en tenórar.
Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
Til þess eru vítin að skora úr þeim.
Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
Oft fara hommar á bak við menn.
Oft eru dáin hjón lík.
Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
Betra er að fara á kostum en taugum.
Greidd skuld, glatað fé.
Margri nunnu er "ábótavant".
Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
Oft hrekkur bruggarinn í kút.
Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
Oft er lag engu lagi líkt.
Oft svarar bakarinn snúðugt.
Betri er utanför en útför.
Margur fær sig fullsaddan af hungri.
Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
Oft fara bændur út um þúfur.
Víða er þvottur brotinn.
Oft fer presturinn út í aðra sálma.
Betra er að teyga sopann en teygja lopann
Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.

sunnudagur, september 10, 2006

það er komi ðsumar og sól í heiði skín :) eða næstum því

Best að herða upp hugann og láta eitt blogg vaða. Ágætis helgi að baki og við tekur síðasta vinnuvika mín sem útivinnandi kvinna næstu sjö mánuði. Það verður að segjast að tilhugsunin er mjög skrýtinn, en án efa verður meira en nóg að gera að annast væntanlegan erfingja og læra á nýtt líf með nýjum hlutverkum. Ekki nema þrjár vikur eftir af þessu lífi og lífsmynstri, fljótt að líða.

Haustið að smella á með tilheyrandi rigningarslagveðri eins og þeir fengu að finna félagarnir sem fóru í fjórhjólaferð í Skorradalnum í dag. Ég get svo svarið það að ég var ekkert betri en öfundsjúki asninn þegar Gestur fór í morgun og ekki minna öfundsjúk þegar hann kom heim í dag og sagði mér frá ferðinni. Þeir fóru vítt og breitt, upp Dragann, inn í Grafardal og niður Skorradalinn, þrælmagnað alveg. Halli kærleiksbjörn var fararstjóri og hefur án efa getað miðlað kærlegum upplýsingum til ferðalanga :) Ég fékk fjórhjólaferð í afmælisgjöf í vor og er ekki farinn ennþá, stefni á vorið eða sumarið, ó mæ god hvað það verður geggjað.

Við stefnum svo að sjálfsögðu á að fara í Hítardalsrétt á mánudag eftir viku svo framarlega að bumbubúinn samþykki það. Alveg ómissandi að komast í réttirnar og ekki seinna vænna en að venja viðkomandi við.

Síðasta vika er búin að vera vika gesta og gangandi, mamma kom og var hjá okkur í þrjá daga sem var alveg frábært, já og pabbi kom og hélt áfram að vinna á baðherberginu, sem bæ ðe vei er nánast búið. Steinka og Sæmundur kíktu við á leið þeirra til Slóveníu, Helga og Ásbjörn voru á bæjarþvælingi sem og Bjargey og Jón. Svei mér þá hafa ekki svona margir komið óvænt í heimsókn til okkar á einni viku síðan við fluttum í hjallann.

Jæja Árni nú er bara að bíða þolinmóður í tvo mánuði eftir næsta bloggi og kvitta þá í leiðinni í gestabókina :) :)

föstudagur, september 08, 2006

áran mín, samkv. "mjög áreiðanlegu" testi á netinu

Your Aura is Blue

Spiritual and calm, you tend to live a quiet but enriching life.
You are very giving of yourself. And it's hard for you to let go of relationships.

The purpose of your life: showing love to other people

Famous blues include: Angelina Jolie, the Dali Lama, Oprah

Careers for you to try: Psychic, Peace Corps Volunteer, Counselor