laugardagur, mars 31, 2007

olympíu sunddrottningin


miðvikudagur, mars 28, 2007

snilld

verð að smella þessu hérna inn :) myndi maður ekki þokkalega bíta úr sér tunguna og sparka í sjálfan sig nokkrum sinnum ef maður lenti í þessum aðstæðum??????

Kæri eiginmaður.
Ég skrifa þér þetta bréf því ég hef ákveðið að fara frá þér. Ég hef verið þér góð eiginkona í sjö ár án þess að það hafi skilið nokkuð eftir. Þessar síðustu tvær vikur hafa verið algjört helvíti. Það sem fyllti mælinn var þegar yfirmaðurinn þinn hringdi í dag til að segja mér að þú hefðir sagt upp vinnunni þinni !!!! Hvað varstu eiginlega að hugsa ?????? Í alvörunni, bara í síðustu viku komstu heim úr vinnu og tókst ekki einu sinni eftir því að ég hafði farið í klippingu . Ég eldaði meira að segja uppáhalds matinn þinn og til að reyna að vekja athygli þína klæddist ég glænýjum sexý náttkjól um kvöldið !!!! Þú hinsvegar komst heim,gleyptir í þig hluta af matnum á innan við mínútu, fórst svo upp í rúm þar sem þú gláptir á fótboltaleikinn í sjónvarpinu eins og þú gerir ALLTAF .....áður en þú steinsofnaðir!! Þú ert alveg hættur að segja að þú elskir mig og ert líka alveg hættur að snerta mig ! Annaðhvort ertu búinn að vera að halda framhjá mér eða elskar mig hreinlega ekki lengur. Hver sem skýringin er.....þá er ég farin frá þér. Ps. Ekki reyna að hafa upp á mér.....því þú verður bara fyrir vonbrigðum því ég og Halldór bróðir þinn höfum ákveðið að hefja búskap saman. Vertu blessaður.......! Þín FYRRVERANDI eiginkona ! Sagan endar þó ekki þarna........... Kæra fyrrverandi eiginkona. Mig langar að byrja á að segja þér að ekkert hefur glatt mig eins mikið lengi og að fá bréfið frá þér í dag.Það er rétt hjá þér að við höfum jú verið gift í sjö ár en að þú skulir halda því fram að þú hafir verið mér góð eiginkona þessi sjö ár.....er ansi langt frá sannleikanum verð ég að segja. Rétt skal vera rétt og til að útskýra mína hlið á málunum þá þér að segja horfi ég svona oft á fótboltann í sjónvarpinu til að losna við þurfa að hlusta á þetta stanslausa röfl í þér út af öllu og öllum ! Verst að það virkar ekki eins vel og ég hefði viljað ! Og bara svo að þú vitir það þá tók ég VÍST eftir því að þú hafðir farið í klippingu í síðustu viku. En málið var að mér þótti klippingin bara svo misheppnuð og hrikalega ljót enda leistu út eins og karlmaður! Og þar sem móðir mín elskuleg kenndi mér að segja frekar ekki neitt ef maður hefði ekkert fallegt að segja.. ......ákvað ég að þegja ! Eitthvað hefur þú svo ruglað mér saman við hann Halldór bróður þegar þú segist hafa eldað uppáhalds matinn minn því þér að segja hætti ég að borða svínakjöt fyrir rúmum sjö árum síðan !!! Ástæðan fyrir því að ég fór að sofa þegar þú klæddist nýja sexý náttkjólnum þarna um kvöldið var einfaldlega sú að þegar ég sá verðmiðann aftan á náttkjólnum gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort það gæti virkilega verið tilviljun að kjóllinn kostaði 3.999 kr. og að Halldór bróðir hafði fengið lánaðan hjá mér 4 þús. kall fyrr um daginn!!!!!! En bara svo að þú vitir það þá elskaði ég þig þrátt fyrir allt og vonaðist til að við gætum reynt að laga það sem farið hafði úrskeiðis í hjónabandinu. Þannig að þegar ég svo uppgötvaði að ég hefði unnið í 572 milljónir í víkingalottoinu í dag ákvað ég að segja upp vinnunni minni og koma þér á óvart með því að kaupa handa okkur tvo miða til Jamaika. En þegar ég kom heim varst þú farin og mín beið bréfið frá þér. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu. Ég vona bara að þú finnir þá fyllingu í þeirri ákvörðun sem þú hefur tekið. Lögfræðingurinn minn hefur tjáð mér að með bréfi þínu hafir þú fyrirgert rétti þínum til lottovinningsins þannig að því miður fyrir þig er hann er alfarið minn. Vona að þú hafir það bara gott í framtíðinni. Já og meðan ég man...........er ekki alveg viss hvort ég sagði þér það nokkurntímann en Halldór bróðir er ekki fæddur Halldór....heldur....Halldóra. Vona að það komi ekki að sök. Með ótrúlega góðri kveðju frá Jamaika.... Hinn moldríki og frjálsi FYRRVERANDI eiginmaður þinn!!!!!

Efnisorð:

þriðjudagur, mars 27, 2007

Bros dagsins :)



Bros dagsins á Unnur Lilja. Afskaplega brosmild þessi elska :) en mikið afskaplega er barnið þrjóskt!!!!!!! skil það bara ekki.

Efnisorð:

fimmtudagur, mars 22, 2007

Lausnin :)

Best að birta fyrst lausnina á þrautinni. Þú byrjar á því að kveikja á einum rofa og hefur kveikt í dágóða stund, slekkur síðan á honum. Kveikir á öðrum rofa og slekkur nánast strax aftur. Ferð inn í herbergið og finnur hvaða pera er heitust það er sú sem kveikt var fyrst á svo koll af kolli. Ég skammaðist mín fyrir eigin heimsku þegar Gestur var búin að segja mér lausnina!!!! svoooooo einfalt.

Hámó í gærkvöldi heima hjá Söndru, ljómandi fínt. Ein hámópæjan er að flytja til Akureyrar í næstu viku svo þetta voru síðustu forvöð til að halda hámó áður en hún fer. Þar með eru tvær fluttar af höfuðborgarsvæðinu af upphaflegum hóp.

En aftur að námskeiðinu :) sem ég var á um helgina. Eitt af umræðuefnunum voru 7 þarfir mannsins. Eins og Guðjón setur þær fram þá eru þær:
1. þörf fyrir öryggi
2. þörf fyrir spennu og sköpun
3. þörf fyrir einstaklingsstyrk og sjálfstraust
4. þörf fyrir kærleika og tengsl
5. þörf fyrir tjáningu og framlag
6. þörf fyrir vöxt og visku
7. þörf fyrir andlega tengingu

Svo að sjálfsögðu þarf að vera jafnvægi milli þessara þarfa til að ekki skapist óæskileg streita og/eða ójafnvægi í lífinu. Auðvitað er heldur ekki hægt að ná varanlegu jafnvægi. Fyrir mér er þetta mjög svo ljóst en á oft erfitt með að halda jafnvæginu góða :) en er þetta samt sem áður ekki bara MOHO??? bara í annarri framsetningu. Þar sem allt snýst um jafnvægi í daglegu lífi.
Önnur umræðuefni helgarinnar voru streita og slökun, sjálfstraust og jákvætt hugarfar og hugleiðsla. Allt hollt gott. Bráðnauðsynlegt að taka aðeins til í heilabúinu endrum og eins. Eins og maðurinn sagði "þegar fíflunum í kringum þig fjölgar er tími til að taka til í heilanum".

Eitt spakmæli í lokin
"þeir sem trúa að þeir standi sig og þeir sem trúa að þeir standi sig ekki, hafa báðir rétt fyrir sér"

Efnisorð: , ,

sunnudagur, mars 18, 2007

þraut/heilaleikfimi

Gestur lagði fyrir mig þraut í síðustu viku og nú er komið að ykkur :) :) hann sagði mér frá því að þessi þraut er lögð fyrir alla sem sækja um vinnu í ákveðnum banka í USA. Ef þú nærð ekki að leysa þrautina færðu ekki vinnuna, sama hversu vel þú kemur fram og hversu vel þú passar í starfið. Ó men hvað ég hefði ekki fengið vinnuna mar.........

Þú stendur fyrir utan lokað gluggalaust herbergi, engin skíma kemst út úr því. Fyrir utan herbergið eru þrír ljósarofar og inn í herberginu eru þrjár ljósaperur í engri sérstakri röð. Þitt verkefni er að finna út hvaða rofi tengist við hvaða ljósaperu. Þú mátt fara inn í herbergið og skoða þig um en á meðan verða rofarnir að vera í sömu stöðu og þú komst að þeim. Síðan ferðu út úr herberginu og lokar á eftir þér. Hvernig veistu hvaða pera tengist hvaða rofa??

Annars er allt gott af okkur að frétta. Ég er búin að vera á helgarnámskeið sem heitir "þú ert það sem þú hugsar" kennari var Guðjón Bergmann. Þvílíkt snilld!!! þetta var hin fína heilaleikfimi fyrir mig heimavinnandi kerluna, mæli alveg með þessu. Hugurinn er á milljón og fimmtíu að sortera og vinna úr upplýsingunum sem innbyrtar voru um helgina, nánar um það seinna :)

Bjargey og Jón gáfu drengnum sínum nafn um helgina og hann skírður í Hvammskirkju í Dölunum, við misstum af því þar sem ég var á námskeiðinu en við stefnum á að kíkja í heimsókn til þeirra við gott tækifæri, helst fyrir páska eða um páskana. En já drengurinn heitir Ólafur Oddur, verður án efa hin mesti dekurdrengur þar sem hann á 3 eldri systur :)

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, mars 13, 2007

sund

ennnnnnnn af sundi. Vatnadísin stendur sig eins og hetja, hefur mikið gaman af því að busla og fylgjast með hinum börnunum. Amma Dóra kom í dag og fylgdist stolt með unganum kafa eins og hún hefði aldrei gert neitt annað. Við erum svo ljónheppin að Mæja og Máni voru skráð í "rangan" tíma sem þýðir að þau eru með okkur jibbbbbý jei, kannski ekki eins gaman fyrir þau því Gummi kemst ekki með.

ennnnnnnnnnnn já nú greip mig afskaplega mikið andleysi svo æm offffff

kv.
G

Efnisorð:

mánudagur, mars 12, 2007

viðhald

vegna viðhalds í tölvukerfi www.svaka.net liggur myndasíðan okkar niðri.

sunnudagur, mars 04, 2007

Tíminn æðir afskaplega hratt áfram þessa dagana finnst mér, ekki nema ca einn og hálfur mánuður þar til ég fer að vinna aftur. Við erum trúlega búin að finna dagmömmu fyrir Unni Lilju, eigum að vísu eftir að fara og skoða aðstæður hjá henni. Hún hefur passað fyrir bróður Gests og hans kvinnu og þau láta mjög vel af henni. Búið að setja í calender að fara til hennar áður en ég fer að vinna. Gestur verður með Unni heima þar til í haust :) án efa verður mikið fjör hjá þeim. Gott að hafa þennan möguleika að hún verði heima og þurfi ekki að fara í pössun fyrr en í haust.
Gestur hélt fantafínt afmælisboð í síðustu viku og bauð samkvæmt venju fjölskyldum okkar í purusteik :) slefffff þvílíkt góður matur hjá honum... í dag vorum við síðan í afmæli hjá Fannari og annað kvöld förum við í kjötsúpu í tilefni afmælistengdapabba. Sú hefð hefur skapast síðan hann dó fyrir tæpum 4 árum að hittast á afmælisdaginn hans og eiga notalega stund. Fínt mál það. Síðan um næstu helgi á Bergrún afmæli og ef ég þekki Möggu rétt þá verður svaðaleg tertuveisla þá. Þá held ég að afmælisboðunum sé lokið í bili.
Við Gestur fórum í menningarreisu í Borgarnes á föstudagskvöldið síðasta. Smelltum okkur í Landnámssetrið og fengum okkur að eta og drekka þar og fórum síðan og sáum leikþáttinn Mýramanninn í flutningi Gísla Einars út og suður kappa. Í stuttu máli sagt var þetta hrein og klár snilld, ansi mörg gullkorn sem fuku og mýramaðurinn analyseraður í botn, allt frá göngulagi, hegðunarmynstri að háttalagi. Skil ekki alveg hvernig maðurinn hefur hugmyndaflug til að semja þetta og síðan halda andliti við flutninginn, hann þurfti nokkrum sinnum að stoppa/hægja á flutningi til að fólk næði að áttum eftir hlátursgusur. Annað er svo sem ekki fréttnæmt af litlu fjölskyldunni í hjallanum :)

over and át

Efnisorð: ,