sunnudagur, mars 26, 2006

hafís og harðindi

hafís og harðindi virðast vera lykilorðin á Íslandi í dag :) enda ekki skrýtið þar sem það telst vera vetur, ekki seinna vænna að drífa í smá kulda. Ekki hægt að segja að það sé vont veður samt sko. Hef nánast ekkert farið á hestbak bara hreinlega vegna kuldaleti, dreif mig samt í gær í æðisgengnu veðri og Strákur lék við hvurn sinn fingur af gleði yfir að fara út að skokka með mér.
Bumbubúum í kringum okkur fjölgar, fengum einmitt fréttir af einum enn í gær. Greinilegt að Íslendingum fækkar ekki þetta árið hehehehe......
Sylvía Nótt búin að gefa út Eurovision útgáfuna af sínum verðlaunasmelli :) gengi íslensku krónunnar óhagstætt, við búin að kaupa okkur vikuferð til Spánar 22. apríl, Indland komið í salt og sumarfrí 17. júlí til 8. ágúst, já allt að gerast á Íslandinu góða .... það verða lokaorð pistilsins í dag

mánudagur, mars 20, 2006

mánudagur til mæðu

langt síðan síðasti póstur birtist hér, mikið andleysi hefur hrjáð mig síðustu vikur og heljarinnar letikast sem ekki sést fyrir endan á. Hummmmmmmpppfffff..... en alla vega þá erum við í hjallanum við hestaheilsu enda dveljum við mikið í hesthúsinu hjá félögum okkar.
En já hef ekki grænan grun um hvað ég á að bulla meir svo ég bara er offff í bili.

mánudagur, mars 06, 2006

þátturinn vaðið úr einu í annað.

annasöm helgi að baki. Gaman að því, gott að hafa nóg fyrir stafni. Við smelltum okkur í sveitina á föstudag og áttum þar náðuga daga fram á sunnudagseftirmiðdag er við brunuðum í matarboð til tengdó og síðan þaðan í Þjóðleikhúsið. Við fórum að sjá Túskildingsóperuna og ég get í sannleika sagt ekki mælt með því verki. Vinnan hans Gests ákvað að smella sér saman á þetta feiknaverk full tilhlökkunar, tilhlökkuninn dugði nú ekki til að halda öllum á sýningunni allan tíman. Einhverjir laumuðu sér út í hléi. Við vorum hetjur og héldum þetta út!!! enda annnálaðar hetjur.
Merkilegt hvað veðurfar hefur áhrif á pirringsstig í fólki. Vorum einmitt að ræða þetta í morgun í vinnunni hvað flestir væru pirraðir og kveikiþráðurinn stuttur. Viti menn tveimur tímum seinna small á jarðskjálfti sem hrissti aðeins upp í fólki. Greinilega verið komin spenna í loftið sem hreinsaðist síðan út með skjálftanum. Annars er ég alltaf jafnánægð í vinnunni og gengur þokkalega, ja ég veit ekki betur amk. Held það séu ekki margir sem hafi hætt vegna þess hve þeir fengu lélega þjónustu, nú ef einhver veit betur þá endilega láta mig vita. Þar sem ég er nú þekkt fyrir að vera þáttastjórandi í þættinum vaðið úr einu í annað þá er best að ræða aðeins páskana. Hafið þið spáð í hve stutt er í páska???? ekki nema 6 vikur og jólin voru í gær, hvernig er þetta eiginlega???? ævin verður búin áður en mar getur litið við!!!!! Hestastúss gengur fínt, farin að þora á bak á Prinz og gengur bara vel, Halli er nú að þjálfa hann líka svo klárinn fær víst örugglega næga hreyfingu. Strákur þessi elska durtast í gerðinu og passar að þeir tveir fái meira en nóg pláss og hleypir engum nærri!!!! bara krúttlegt. Á það reyndar líka til að smella sér í að smala hinum hrossunum í nokkra hringi, hleypur á eftir hópnum með gapandi gin og lætur þá sprikla. Þarf nú að stoppa það mál ef það gengur út í öfgar. Get samt ekki annað en hlegið að þessu, yrði líklega brjál ef einhver annar ætti þennan hest. Finnst það mjög trúlegt.
læt þetta gott í bili......