miðvikudagur, maí 26, 2004

p.s.
úbsssss heilabúið klikkaði aðeins áðan. En fyrir ykkur sem þekkja okkur ágætlega þá eru komnar nýjar myndir á vefinn, þar með taldar af Laxnesferðinni góðu :)

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Sandra, hún á afmæli í dag. Ákvað að sýna hrikalega rosalega mikla tillitssemi og syngja bara á prenti. Ég var ekki viðstödd í móðurkviði þegar sönghæfileikum var úthlutað. Skilst að ég hafi heldur ekki verið viðstödd þegar þolinmæði, bjartsýni og og og og og segi ekki meir um það.
Ég auglýsi hér með eftir upplýsingum hvar hægt er að fá update á ónæmiskerfi. Ég barasta man ekki eftir að hafa orðið svona oft veik alla mína hunds og kattartíð eins og þetta árið. Sólhattur og C-vítamín duga ekki í þessum bardaga. Ætla að mæta minn fyrsta vinnudag í þessari viku á morgun fimmtudag, spurning um hvort ég rati ennþá á lundin græna þar sem það var frí síðasta fimmtudag og ég tók svo frí á föstudag. Heil vika liðin síðan gamli minn og ég töltum léttilega til vinnu. Kannski hann sé ryðgaður fastur út á bílaplani þessi elska. Vá þetta er nú kannski bara allt of svartsýnar pælingar í gleðinni yfir breytingum varðandi búsetu. Ekkert meira að frétta af þeim málum, bíð spennt eftir að eitthvað píp heyrist frá Kópavogsbæ og frá fasteignasölunni.
En nú sannast enn einu sinni að "aldrei að segja aldrei, því aldrei getur orðið" ójájá sorrý Gunnhildur mín ekkert illa meint á þennan væntanlega búsetusstað minn en ég ætlaði aldrei að búa í Kópavogi, frekar enn í Reykjavík ef út í það er farið........ við Gestur erum búin að gera mikið grín af Kópavogi, að þar búi einungis þeir sem rati ekki út úr honum aftur hummmmmmmm, best að éta það ofan í sig aftur. Sem betur fer hef ég ágætist matarlyst svo mér verður ekki skotaskuld úr því frekar en öðru sem ég tek mér fyrir hendur.
Gestur lét mæla blóðþrýstingin hjá sér í gær sem er ekki í frásögur færandi nema hvað hann of hár. Skýringin fyrir því lá augljóslega fyrir að hans mati. "Jú þetta er eðlilegt" sagði hann, Guðbjörg er búin að vera heima í tvo daga. Ég er vanur að vera heima í ró og næði með "viðhaldinu" á daginn. Ég bara spyr hvað á maður að halda?????? Hef litlar áhyggjur af þessu viðhaldi þar sem hún er lítil svört, flöt með fullt af tökkum á, auðvelt að slökkva á henni og pakka niður í tösku!!!! Ekki hægt að gera svoleissss við mig hehehehehehehe
Hetja Gvends kveður að sinni, lifið heil :)

mánudagur, maí 24, 2004

heeeellllllllllllllllú miklar gleðifréttir hérna mar. Mæja hin danska ætlar að bregða sínum íslensk/danska fæti á vora fósturjörð í sumar. Mikil gleði og mikið gaman. Næstu gleðifréttir eru að við skötuhjúin erum búin að finna okkur íbúð, gera tilboð og það samþykkt. Nú bíðum við eftir að gengið verði frá öllum pappírum og að íbúðalánasjóður samþykki allt draslið. Ótrúlegt hvað það er hægt að gera mikla skriffinnsku í kringum allt. Ég bíð spennt og ég meina mjög spennt. Vika síðan tilboðið var samþykkt og vonandi verða ekki margar vikur þar til við fáum íbúðina afhenta. N.B. við fundum tóma íbúð þannig að við fáum afhent þegar allir pappírar eru í höfn og undirskriftir komnar á sína staði. Jibbbbbbbbbbý jei. Bara spennnó, þori varla að hugsa um þetta, hörmungarhyggjan mín er sko á fullu að finna alla vankanta sem til eru. Þori ekki einu sinni að byrja að pakka niður fyrr en allir pappírar eru í höndum okkar.
Áttum ágætis helgi í sveitinni fyrir utan kvef, hálsbólgu og rigningu. Ekki alveg samkvæmt minni pöntun. Alveg merkilegt loksins þegar mar tekur sér frídag þá verður mar veikur, ekki alveg að fíla þetta sko.
Á miðvikudaginn síðasta fór starfsmannafélagið á Lundinum í hestatúr í Laxnesi. Mega gaman, held að flestir hafi verið sáttir við sína hesta. Ég fékk allavega dúndur hest, svo mikið dúndur að á köflum átti ég erfitt að ráða við dýrið. Fyrsta vandamálið var nú samt að komast á bak, stressið yfir því að vera að fara á ókunnugan hest í ókunnugum hnakk að ég ætlaði ekki að hafa mig á bak. Það sárvantaði góða bakþúfu þarna á hlaðið. Fólk á ekki að hafa allt rennislétt ehheheheheeh. Myndir af þessari merkuferð koma fljótlega. Annað vandamál ferðarinnar var kuldi í hlöðunni þar sem við borðuðum. Það lá við að heita gúllassúpan yrði komin vel niður fyrir frostmark þegar maður var komin að borðinu sínu. Þvílíkur skítakuldi mar og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í kuldamálum. Þarf að læra að setja inn myndir á þessa merku síðu mína. Ég er með smjaðurherferð í gangi núna við rúsínukrúttið mitt í danaveldi varðandi það mál.

Hetja Gvends kveður í bili.

mánudagur, maí 17, 2004

jæja gott fólk, sumar og sól utandyra og mikil gleði yfir því. Við fórum samkvæmt venju í sveitina :) erum svo mikil náttúrubörn. Ég fór í ljósmóðurhlutverkið sem er ekki alveg mín deild þarna. Er ekki beint mikið fyrir að kássast í rollurassgötum, lét mig hafa það heldur en að lömbin dræpust. Alltaf svo pen í orðum og gjörðum hehehehee that's my!!! Er farin að stunda göngur af kappi með æskuvinkonu minni, er á meðan er segjum við báðar. Við leggjum land undir fót við stífluna í Elliðaánni og þrömmum upp að brúnni við Breiðholtsbraut. Ferlega duglegar stelpur. Ætla að taka mér sumarfrí næsta föstudag og vera 4 daga í fríi og auðvitað þarf ekki að spyrja að því hvar við verðum skötuhjúin. Gestur er ennþá heiladauður eftir prófin, vonandi fara að koma niðurstöður úr þeim fljótlega. Held ég sé spenntari að bíða eftir þeim en hann, spurning hvort okkar var í prófum hehehehe.

mánudagur, maí 10, 2004

vinnuvikann komin á stað af ný :) sumarrigningin mætt á svæðið og dreifir raka sínum yfir gróðurinn. Ljómandi góð útiveruhelgi að baki. Var extra dugleg að taka þátt í sveita og garðyrkjustörfum um helgina. Skellti mér í fyrstu "hólmaferðina" sem þýðir að við fórum að ath hvort komin væru svartbaksegg. Þetta er eitt af merkjum vor/sumarkomunar. Næsta vorverk var að skipta hestunum milli girðinga og kíkja hvort ekki væri örugglega í lagi með þau. Vorum að setja merarnar sem eiga að kasta í sér girðingu. Gestur skælir yfir að eiga enga hryssu til að fá folöld og stækka hrossastofnin okkar.
Jamm og já gaman að lifa :)

laugardagur, maí 08, 2004

gaf geðfýlu gvends frí og ákvað að skrifa sjálf. Sumar og sól, sumar og sól, loksins er komin sól og norðan garrinn farinn í bili.... vonandi einhvern tíma allavega. Gestur var að klára síðasta vorprófið og er bara kátur með það. við erum á leið að skoða íbúð, jammmmms here we go again. Allir löngu komnir með leið á þessum íbuðakaupspælingum fyrir löngu síðan. Seinnipart dagsins er svo stefnan sett á ættaróðalið þar sem ég ætla að fá mér hreint loft í lungun og Gestur að lækna vírussjúka tölvu. Ég skil ekki alveg tilganginn í að búa til tölvuvírusa!!!!! vá þarna var tuðlínugeðfýlan næstum því lögð af stað, best að forða sér út í góða veðrið áður en hún tekur völdin.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Geðfýla Gvends hérna. Er búin að vera ansi geðvond yfir laununum mínum síðan ég frétti af ómenntaðri mannveru vera að fá gott skrifstofudjobbbbbbb og launin hennar eru helmingi hærri en mín. Why bother að vera í háskóla í 4 andskotans ár???????? Svei mér þá ef mér stæði til boða góð staða og þessi laun utan iðjuþjálfunargeirans þá myndi ég hugsa mig stutt um áður en ég tæki vinnuna. Ekki svo að skilja gott fólk að það sé leiðinlegt að vera iðjuþjálfi.
Hætti hér áður en en tuðlína geðfýla kemst í ham :/

þriðjudagur, maí 04, 2004

sit hér í keng af kulda :) Frekar svalt í íbúðinni, aðeins verið að lofta út og djöfulsins skítakuldi utandyra. Hvar er vorið????? skrapp það saman og hvarf eða........?????????? Auglýsi hér með eftir hlýju og góðu veðri.
Annars er svosem ekki margt að frétta. Gestur les fyrir próf og ég nýt þess að lesa ekki undir próf. Við vorum í fantafínni fermingu um helgina hjá Arnari og afmæli hjá ömmu. Glæsileg veisluföng enda ekki við öðru að búast. 17 ár og ca 51 og 1/2 vika síðan ég fermdist ásamt Hrafnhildi vinkonu minni. Fljótt að líða mar. Mútter benti mér á þann 25. apríl að í dag væru 16 ár síðan ég tók samræmt próf í dönsku. Þetta er nú alveg að verða ágætt af tölulegum staðreyndum. Hætti áður en ég fer að reikna út staðalfrávik, miðgildi, vegið meðaltal og fleira skemmtilegt í þeim dúr.
Framundan er skemmtilegur mánuður með teitum, afmælum, hestatúrum, sveitaferðum bara gaman að lifa og sjá hvað gerist næst.
Auf wiedersehen (er þetta ekki cirka rétt skrifað annars????)