föstudagur, febrúar 27, 2004

Ferlega er skrýtin frostrigning úti núna, skrapp í hádeginu á salatbarinn í Nóatúni, við Elísa áttum í vandræðum með að skafa frostið af rúðunni á honum gamla mínum. Salat í matinn til að passa upp á vigtina á vigtunardegi, þetta margumrædda átaksnámskeið er alveg að klárast. Bara ein vika eftir!!!!! Er svo að fara að sjá íslensku hestamyndina. Mjög áhugavert að sjá hana. Dómarnir sem hún fær eru mjög misjafnir og þá sérstaklega tónlistin.

Forvitnilegur vinnufundur á morgun hjá Iðjuþjálfafélaginu. Ætla ekki að mæta en hlakka til að heyra útkomuna eftir hann. Mér skilst að þemað sé, hvert vilja félagsmenn að félagið stefni í framtíðinni. Áhugaverðar pælingar skapast örugglega út frá því. Fæ pottþétt að heyra allt um það í vinnunni á mánudaginn.

góða helgi allir saman


fimmtudagur, febrúar 26, 2004

....ein enn vikan þotinn framhjá. Ég hef engan vegin við tímanum. Svo sem ekki margt merkilegt gerst í þessari viku. Vinnan gengur sinn vanagang, nýr iðjuþjálfi væntanleg til starfa á mánudaginn. Hlakka mikið til.

Við höldum áfram að skoða íbúðir og komumst enn ekki að neinni niðurstöðu. Fannsi litli að halda upp á fyrsta afmælið sitt á sunnudaginn og auðvitað skellum við okkur á skagann og samgleðjumst með honum og hans familí.

laugardagur, febrúar 21, 2004

já, ein einn vikan þotin framhjá á ógnarhraða, hvað verður um alla þessa daga. Það er langt síðan ég hef skrifað eitthvað.

Í dag er ég búin að klára margra daga skammt af húsmóðursgenum, bæði elda kvöld mat og baka bollur. Bjóða tengdóma + systur hennar í kaffi. Skammarlegt að ég hef ekki hitt þær síðan í þrettándaboði hjá Svönu. Ussssss varla hægt að segja frá þessu á almennum vettvangi.

Við erum búin að skoða helling af íbúðum og erum enn ekki búin að finna neitt sem okkur líst extra vel á, tvær koma til greina og það þarf að gera slatta fyrir þær. Fleiri íbúðir eru komnar í sigtið og nú er bara að vinda sér í að skoða þær. Er að bíða eftir greiðslumatinu, því jú auðvitað skiptir máli hvaða lán fást. Þoli ekki peninga þeir yfirgefa mig alltaf svo hratt. Vonandi bara vinnum við í lottóinu, meira að segja keypti miða, hef ekki gert svoleiðis í mörg, mörg ár. Væri ekki slæmt að fá nokkrar milljónir til að grynnka á skuldum og leggja í húsnæði. Jammmmmmz margt spennandi að gerast. Tvær vikur eftir að átaksnámskeiðinu og ég er enn að mæta, nokkuð stolt af sjálfri mér. Fékk flensu fyrir rúmri viku og var veik í viku, þegar ég síðan byrjaði í leikfiminni aftur þá hélt ég að það yrði mín síðasta stund. Ég hélt ég væri að kafna, miklu erfiðara en fyrsti tímin eftir áramótinn. Var nánast spurning um súrefniskút og innlögn á lungasvið Reykjalundar eða á Vífilstaði og svo að sjálfsögðu sjúkrabíl til að koma mér þangað!!!!!! Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur????? heeheheehe

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

hæ hó jibbbbbbý jei það er komin miðvikudagur :) er á fullu að finna ljósa punkta á tilverunni. Búin að vera heima síðan á hádegi í gær með flensu og sé fram á að vera heima á morgun líka. Loksins þegar mar er heima á virkum dögum þá getur mar ekki gert neitt nema legið eins og skata upp í sófa, lesa, horfa á sjónvarpið og flækjast í tölvunni. Allt eru þetta hlutir sem manni langar til að gera þegar mar er að vakna og á leið í vinnu.

Búin að vera í lestrarmaraþoni, búin að klára Ambáttina, Ruth Reginalds og Brennd lifandi. Fór á bókasafnið í dag og náði mér í fleiri bækur. Er orðin forfallinn aðdáandi Marianne Fredriksen (vonandi rétt skrifað). Hún skrifaði t.d. Anna, Hanna og Jóhanna. Mæli með þessum rithöfundi. Kemst nálægt því að vera eins góð og Isabell Allende sem er minn uppáhaldsrithöfundur.

stutt í kvöld ætla að horfa á 70 mín Leonce er hjá þeim grínurum. Forvitnilegt að sjá hvað gerist

Góða nótt allir saman og verið góð við hvort annað

mánudagur, febrúar 09, 2004

howdly :) eru ekki bara allir hressir eftir helgina???? við skötuhjúin erum sæl eftir fína sveitahelgi. Fórum á þorrablót á föstudagskvöldið í Lindartungu og skemmtum okkur konunglega. Merkilegt hvað fólk er hugmyndaríkt við að sjóða saman skemmtiatriði. Skemmtinefndin breytti út af vananum bjó þetta árið til kvikmynd með skondnum uppákomum úr sveitinnni síðasta árið. Heppnaðist ljómandi vel og það var hlegið vel og lengi. Smá píkupopphljómsveitinn Upplyfting spilaði fyrir dansi en ekki fyrir dansi og boxi eins og helgina þar á undan. Las einmitt í Skessuhorninu um síðasta þorrablót að þar hafi verið dansaður vals á helmingi dansgólfsins og á hinum helmingnum hafi verið slegist. Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Vegna veðurs ákváðum við að fara á þorrablót á tveimur jeppum. Það skóf þvílíkt. Ætluðum bara að fara á okkar pajero en herra og frú fóstra fóru á fjallajeppatoyotunni sinni. Ég tók að mér að keyra enda jeppagella mikil :) Er alveg að fíla þetta í botn. Verð að viðurkenna að ég fór úr hælaháu skónum áður en ég keyrði af stað. Spariföt, kápa og gönguskór, hljómar það ekki vel til vetraraksturs????? Alltaf svo mikil dama eins og þið vitið.

Vinnuvikan byrjuð á nýjan leik og ég farin að hugsa um hve langt sumarfrí ég fái og hvenær skyldi vera best að taka frí. Engin niðurstaða komin í hvenær en ég fæ ca samkvæmt síðustu útreikningum 19 virka daga. Sem er mun lengra en ég hef fengið síðustu ár...... hljómar ljómandi mikið vel. Held að tímasetning sumarleyfis skipti ekki miklu máli bóndans vegna þar sem hann verður í sinni stimpilklukkulausu vinnu í sumar.

Kíkti aðeins á hestana í frostinu um helgina og dauðlangaði til að taka nokkra í hús og fara að komast á hestbak. Spurning hvenær systa tekur inn og hvaða hesta hún tekur. Fæ að skjótast á bak hjá henni. Hún tekur amk ekki minn ofurfák í hús þar sem þau eru langt frá því að vera vinir. Skil það nú ekki þar sem öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir hehehehehee.... skil hana svo sem vel þar sem minn ofurfákur getur verið ansi kaldlyndur í daglegri umgengi. Það er nú annað en hún ég, svo blíð og ljúf. hehehehe læt þetta vera síðustu orð dagsins.

kveðja
Guðbjörg

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

....erfiður dagur á enda, ég er búin að vera hrikalega sunnan við mig í dag. Fara vikuvilt og fleira skemmtilegt. Best að ræða það ekkert nánar hér, það gæti bara skapað óheyrilegann hlátur ykkar og það gæti verið stór hættulegt.

Rakst áðan inn á síðu á barnaland.is hjá fröken Vatnsdal sem fæddist á jóladag. Unga daman er mjög lík forleldrum sínum. Þarf endilega að ná beygjunni til þeirra í Bröttugötuna. Eins og þeir vita sem búa í Borgarnesi þá á ég mjög erfitt með að ná beygjunni heim til vina og ættingja, fer í mesta lagi til ömmu og afa og svo í sveitina til ma og pa.

mánudagur, febrúar 02, 2004

góðan daginn og velkomin á fætur :) hrikalega getur verið erfitt að rífa sig út úr heitu bólinu, klæða sig og fara út í 10 gráðu frost eins og var í höfuðborginni í morgun. Það þurfti hellings sannfæringarkraft af minni hálfu að koma mér á fætur og hinn helmingurinn steinsofandi og hrjótandi við hliðina á mér. Náði mér nú heldur betur niður á honum því ég skellti honum í sjokk therapiu. Gamli bílinn minn neitaði að fara í gang vegna rafmagsleysis (lái honum það nú ekki í frostinu minnug þess að ég var ekki að hafa mig á fætur). Svo mín varð að hringja heim til sín og ræsa manninn á fætur til að jeppaskutla mér í vinnuna. Gott að eiga svona yndislegan einkabílstjóra.

Þorrablótið var mjög skemmtilegt. Hitti þar fullt af skemmtilegu fólki og svo öðru sem er minna skemmtilegt. hehehehehehe, ekki illa meint samt. Samkvæmt venju þá breyttist seinni hluti þorrablótsins í boxhátið sem stapabræður stjórnuðu af miklum dugnaði, þó sérstaklega sá yngri. Undarlegt hvað sumir hafa mikla hnefaþörf þegar þeir hafa bragðað áfengi og jafn undarlegt er hversu smitandi þessi box áhugi er meðal þorrablótsgesta. Það er eins og æði grípi lýðinn og sem flestir þurfa að skella sér í boxið og hinir að forða sér til að lenda ekki undir. Ég er svo friðsöm ung og saklaus sveitastúlka að ég er í hópnum sem forðar sér til að lenda ekki í fljúgandi borðum, bollum, glösum, hnefum, fótum og já almennt fljúgandi fólki. Á næstu helgi er svo annað þorrablót í uppsiglingu sem er mun friðsamara venjulega. Vonandi að kolhreppingar taki ekki upp boxsiði. Læt ykkur vita hvernig það verður.

Er ekki þá bara komin tími á að vinnudagurinn byrji fyrir alvöru??? og ég fari að sinna mínum skjólstæðingum.
Njótið dagsins og verið góð við hvort annað :)