mánudagur, apríl 26, 2004

bara komið sumar í Mosfellsbænum :) grasið þýtur upp og fílfarnir springa út, næstum því jafnvæmið og í bók eftir Guðrúnu frá Lundi síðan sautjánhundruð og súrkál ...... heheheh ..... Framundan er HEIL vinnuvika, slíkt hefur ekki gerst síðan í byrjun aprílmánaðar. Ferlegt alveg mar!!! Næsti frídagur er 20 maí, vá alveg mánuður þangað til. Verður fljótt að líða.
Þið ykkar sem brennið af áhuga um íbúðakaup okkar hjúa þá er það nýjasta að frétta í stöðunni að ekkert hefur gerst í nokkrar vikur. Held það sé skynsamlegast að bíða framyfir próf hjá Gesti og sjá svo hvað gerist. Auðvitað er mar alltaf á netinu að skoða hvað er í boði og ef við dettum niður á eitthvað skemmtilegt þá verður látið vaða og forvitnilegt hvað gerist. Hingað til hefur þetta ekki gengið mjög vel.
En well, helgin var bara þrusu fín. Kemur örugglega engum á óvart að það var trítlað út í sveit í ýmiskonar bústörf. Held stundum að ég ætti að hætta þessu bæjarveseni og gerast bóndi upp í afdölum þar sem ekki er hægt að eyða neinum peningum og lifa bara af landsins afurðum. Hver veit hvað gerist í framtíðinni, kíki í spilinn við tækifæri.

laugardagur, apríl 24, 2004

Við fórum í Borgarleikhúsið í gær og sáum Chicago, alveg ágætis verk. Guðbjörg hinni óþolinmóðu (flott ættarnafn, hin óþolinmóða) fannst verkið á köflum of langdregið. Mesta snilldin í verkinu var Eggert Þorleifsson sem lék eiginmann Rósý (Steinunn Ólína). Hann upplifði sig sem að engin tæki eftir honum, meira segja var ástandið svo slæmt þegar hann var barn að eitt sinn þegar hann kom heim úr skólanum voru foreldrar hans fluttir. Hann lék þetta alveg snilldarvel og lagið sem hann söng um að hann væri gegnsær eins og "sellofan" var bara æði.
Varð að pósta þetta áður en ég skrepp í sveitina.

Sí jú

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Komin heim af kaffihúsinu upp full af slúðri um hver er með hverjum, hverjir eiga von á barni, hverjar eru nýbúnar að eiga, hver er búin að kaupa íbúð og hver vinnu hvar. Við fylgjumst ótrúlega vel með hvor annarri finnst mér, ja alla vega einhverjar okkar. Nauðsynlegt að hittast svona og spjalla lítið eitt. Ennþá finnst mér skrýtið að við tilheyrum fagstétt, lít á okkur sem námsmenn ennþá.
En annars er nokkurskonar föstudagur á morgun og svo annar föstudagur á föstudaginn, skrýtin vika það :) en sam ósköp ljúft. Ætla helst að gera minna en ekki neitt á fimmtudaginn, fer í mesta lagi á ættaróðalið og fylgist með "arfinum". Verður gaman að hitta Elísu á morgun eftir Pragferðina jibbbbbbbbbbbbbý hlakka svo til að heyra hvað hún skoðaði og hvernig henni fannst borgin vera. Fæ alveg útlanda fiðring við tilhugsunina eina saman. Engin útlandaferð á stefnuskránni hjá okkur þetta árið, væri samt ljúft að fara í stutta helgarferð í haust....... sjáum til með það.

knúsur og kram

mánudagur, apríl 19, 2004

vorið er komið og grundirnar gróa............ datt þetta í hug þegar ég sá vorboðana í fjárhúsinu á ættaróðalinu um helgina. Jújú fyrstu lömbin eru komin í heiminn fyrr en áætlað var, ja alla vega fyrr en mannfólkið hélt. Einn ansi spenntur dorri skrapp í næturheimsóknir yfir í kvennabúrið og skyldi sitt eftir þar.
Af okkur mannfólkinu er annars lítið að frétta. Þessi mánudagur er búin að vera sá lengsti í manna minnum á þessu ári hjá okkur báðum. Erum svo samstíga hjúin :) get svo svarið það að ég hélt ég myndi ekki meika þennan langa dag. Vill til að það er frí á fimmtudaginn. Einhvern tíman hefði mar skellt sér á Geirmundardansleik á Hótel Borgarnes og skemmt sér mikinn á síðasta vetrardag og tekið móti sumri þunnur og kátur. Hugsa að svo verði ekki nú ;) Læt Kristjönu um það og hennar vinkonur um það.
Á morgun er svo planið að hitta þá iðjuþjálfa sem búa á Stór höfuðborgarsvæðinu og útskrifuðust um leið og ég. Við ætlum í menningarferð á kaffihús á Laugarveginum. Það verður bara gaman, sumar hef ég ekki séð síðan við útskrifuðumst í júní . Gvuð hvað það er skrýtið að það sé ár síðan vð rifum og þættum hár okkar við lokaverkefnisgerð og bráðum ár frá útskrift. Tíminn flýgur...........

miðvikudagur, apríl 14, 2004

jæja loksins kemst ég til að skrifa nokkrar línur um lífið og tilveruna :) Við áttum ágætis páskahelgi í faðmi familíunnar minnar á ættaróðalinu. Viss um að foreldrar okkar hafi verið dasaðir eftir að hafa okkur 3 systkinin + maka og börn þar sem það á við hjá sér, en örugglega (alla vega vonandi) skemmt sér líka konunglega. Verst var að það var ekki sem skemmtilegast veðrið en svona er Ísland, fengum svona sýnishornaveður með ýmsum tilbrigðum. Við m.a. nutum þess að sitja i heita pottinum á kvöldin og slappa af eftir át dagsins, þvílík snilld að hafa svona pott við húsið hjá sér. Ætla að hafa það þannig þegar ég verð stór og feit kerling einhverstaðar í heiminum. Talandi um í heiminum, Jói frændi benti okkur á að við værum frekar vitlaus. Hvort við skildum ekki ábendingar æðri máttarvalda sambandi við íbúðakaup okkar, það væri augljóst að við ættum ekki að kaupa íbúð í Reykjavík heldur flytja út á land og þá helst í Borgarnes. Frekar augljóst þegar hann var búin að benda okkur á þetta, en við ætlum nú samt að halda áfram að leita í Reykjavíkinni.
Við erum komin aftur á stað að leita á netinu að álitlegum íbúðum og förum fljótlega að skoða meira, eða alla vega ég vona það. Annars fara prófin að byrja hjá Gesti og þá hefur hann ekki tíma fyrir svona veraldlegt stúss. Þá verður hann andans maður og ég læðist um eins og mér einni er lagið heheheheh sjáið þið það ekki alveg fyrir ykkur???? Brussan ég að láta fara lítið fyrir mér, heheheh nú hugsar örugglega einhver je right, Guðbjörg að læðast. Það er svona álíka og fíll í postulínsverslun.
Elísa vinkona er að fljúga til Prag á morgun og ég öfunda hana alveg heilan helling, vildi svo gjarnan fara líka. Búin að segja henni hvað mér fannst flottast og skemmtilegast. Vonandi skemmta þau skötuhjúin sér bara vel. Þau eru meira að segja á sama hóteli og við vorum á.
En well nú er komin tími til að skella í sig grilluðum laxi og grænmeti. Skjáumst síðar!!!!

mánudagur, apríl 05, 2004

Snilld er rétta orðið yfir fjórhjólaferðina í gær. Fórum með Eskimos travel í fjórhjólaferð upp í Skorradal. Við vorum 10 stk af mannverum sem Gestur bauð af manngæsku sinni að koma með í þessa mögnuðu ferð. Gestur var auðvitað með og fararstjóri frá Eskimos. Ekið var út í Skorradalsvatn og með ströndinni, yfir ár og lækjarsprænur, upp fjallshlíðar eftir illadrulluskítugum slóðum og vá já þvílíkt stuð. Við fengum færri hjól til afnota en áætlað var svo að það þurftu að vera tveir á 5 hjólum sem kom ekki að sök. Hjólin eru tveggja manna 500 kúbika Bombardi fjórhjól, 280 kg pr/stk. Svona til þess að sýna að ég hef fylgst með tæknilegum staðreyndum. Þetta var alveg jafngaman og í denn!!!!!!! Nú er bara að skella fjórhjóli á 15 ára planið og byrja að safna :) Eftir að við vorum búin að keyra vítt og breytt, skellti Gestur sér í grill karakterinn og snaraði fram þessum dýrindismat, ég var sérlegur aðstoðarmaður og lagði á borð. Hann var svo fagmannlegur í þessu. Myndir úr ferðinni koma fljótlega inn á myndavefinn okkar.

Laugardagurinn var hinn rólegasti nema ég fékk það óráð að fara í leikfimi kl hálf tíu að morgni dags. Við Elísa fórum síðan og eyddum smá peningum í búðarrápi.

Þar til næst hafið það gott :)

föstudagur, apríl 02, 2004

já ég veit, þetta er þriðja blogg vikunnar, svona fyrir ykkur sem voruð að kvarta undan skorti á lestrarefni. Það hefur svo sem ekki margt gerst síðustu daga. Íbúðamál í salti fram yfir páska, þá ætlum við að halda áfram þar sem frá var horfið og skoða meira og meira og meira. Ég meina halló, við erum bara búin að skoða 11 íbúðir síðan í byrjun febrúar.

Ég er á tarotnámskeiði og skemmti mér konunglega. Í gærkvöldi vorum við að æfa okkur að lesa í þau. Hjá mér komu fram miklar breytingar og það er pottþétt að við flytjum á þessu ári, svo mér var heilmikið létt og fer með bros á vör að skoða fleiri íbúðir. Ætla ekki að fara nánar út í þessa spádóma hér þeir sem vilja vita meira verða að hafa samband við mig á annan máta. Síðasta námskeiðskvöldið er svo í kvöld. Svooooooooooo er ég orðin frekar mikið spennt fyrir sunnudeginum en þá erum við að fara í ævintýraferð á fjórhjólum í Skorradal með Eskimos travel. Getur ekki verið annað en skemmtilegt!!!! meira um það eftir helgina.....
En nú er ég farin að klára vinnudaginn minn og skoppa svo út í helgina.