miðvikudagur, maí 25, 2005

kvörtun um bloggleysi....

fékk comment frá mínum heitelskaða að það væri komin tími á blogg :) og auðvitað er ég svo þæg og ljúf kona að ég brást skjótt við.

Ég var á leiðbeinandanámskeiði á Reykjalundi í dag, held nebbbblilega að ég sé orðin svo stór og þroskuð að ég geti tekið iðjuþjálfanema í vettvangsnám í haust. Hlakka til. Annars fengum við vænt flashback bekkjarsysturnar í dag þegar við sátum á fyrirlestri hjá Guðrúnu Pálma, Ingibjörgu Ásgeirs og Kristjönu Fenger, vorum bara mættar í Háskólann á nýjan leik. Annars var bara hollt og gott að fara á fyrirlestrana í dag og fá smá iðjuþjálfafræði í blóðið, var orðið eitthvað þunnt eftir litla slíka iðkun síðustu mánuði heheheheheeh ..... fæst orð bera minnsta ábyrgð!!!!!!

Um helgina verður stefnan tekin á sveitina og í árlega kvennareið borgnesingahestakvenna með tilheyrandi gleðilátum. Búin að fá fínan fák að láni fyrir þessa merku reisu. Hitti Frikka eskimóakappa áðan og tjáði honum að ennþá væri fast sólheimaglott á hámófélaga eftir vellukkaða margumræddu en ekki ofræddu Skorradalsreisu og ég hyggðist fara í tímabundnakynskipti aðgerð til að fá að fara í karlaferðina með Gesti og hans félögum. Var mér tjáð að ég væri velkominn með ef ég eldaði og þrifi hjólinn síðan meðan þeir borðuðu hvar er réttlætið í því, ég bara spyr????? Um síðustu helgi hinsvegar þá dvöldust bróðir minn og mágkona hér eina nótt. Áttum við saman gæðastund við spjall og drykkju eftir teitisheimsókn þeirra til Halla og Láru.

En well segi þetta gott í bili, munið bara að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...........

miðvikudagur, maí 18, 2005

sumar, sumar, sumar

nú er hvítasunnuhelgin að baki.... sem þýðir að næsta þriggja daga helgi er að mig minnir ekki fyrr en 17. júní sem þýðir heill mánuður. Ein sem komin er í gífurlega þörf fyrir sumarfrí!!!!!!! Ég er búin að fara síðustu 3 helgar í sveitina, taka þátt í sveitastörfunum og skella mér aðeins á hestbak. Gott mál það, við erum ekki ennþá búin að ákveða hvað við gerum um næstu helgi. Enda sólarhringur rúmlega þar til helgarfríið brestur á með sól í sinni og gleði í hjarta. Eins og flestir vita þá átti ég afmæli um helgina og fékk snilldarafmælisgjöf frá familíunni á Skiphyl
þetta er Sauðhyrna


Ég er búin að vera núna í tvö kvöld að uppfæra myndaalbúmið okkar í netinu. Fundum fullt af myndum á servernum sem átti eftir að smella í albúmið. Endilega kíkið á þær :)
En já best að nota tækifærið og auglýsa aðeins!! á morgun er aðstandenda- og kynningardagur í Klúbbnum Geysi frá 18-21 og ég hvet alla til að kíkja við og skoða starfsemina og gúffa í sig tertum og gúmmelaði fyrir sanngjarnt verð þ.e. kökuhlaðborðið.

Sjáumst

fimmtudagur, maí 12, 2005

Svona er þetta.....

Nokkur orð um okkur dömurnar.
Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið.
Mamma segir: Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara uppí rúm. Hún fór
inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.
Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,
straujaði eina skyrtu og festi eina tölu. Hún tók saman dagblöðin sem
lágu á gólfinu. Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti
símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún Blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna. Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól. Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo
skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni. Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér. Pabbin hropaði úr stofunni; ég helt að þú værir að fara að sofa. Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk úr skugga um að dyrnar væru læstar. Loks kíkti hún á börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók rúmteppið af
rúminu. Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú
fer ég að sofa - og það gerði hann

sunnudagur, maí 08, 2005

fjórhjólasnillingar

Well well þá er snilldar helgi að baki og ég komin heim:) Fór í sveitina á fimmtudagsmorgun og búin að vera þar síðan með smá viðkomu á Indriðastöðum og í geggt næs sumarbústað í Skorradal. Já loksins kom 7. maí eftir langa og stranga bið, við í hámó alla vega búnar að bíða lengi. Við nebbblilega fórum í fjórhjólaferð með Eskimós ævintýrasmiðju. Þeir eru með bækistöðvar meðal annars á Indriðastöðum í Skorradal, þar sem við skelltum okkur í túr. Fengum fyrirtaks túr um nágrennið. Þurftum aðeins að bíða eftir að komast á stað en sá tími var vel nýttur í að kýla adrenalínið og spennuna upp, assgoti hvað það gekk vel. Brunuðum eins og herforingjar út í Skorradalsvatn, yfir ár og lækjarsprænur, í grúsgryfju og svo og svo og svo var þetta hreinlega bara æðislegt. Bergþóra þurfti að spýtast í bæinn og var ekki með okkur í sumarbústaðnum á eftir. Jamm og já síðan var haldið í bústaðinn og þar var rétt aðeins nartað í nammi og mat og aðeins fengið sér örlítið max og smá öllari. Ég reyndi mig í fyrsta sinn í fimbulfambi hummmmm, mar þarf að hafa ótrúlegt ímyndunarafl í því, húha eitthvað sem mig skortir sjaldan. Pictonary var rúllað upp og svo já svo bara gaman. Skelltum okkur í heitapottinn um miðnættið við kertaljós og horfðum á norðuljósin dansa léttan vals fyrir okkur. Við Sandra skelltum okkur svo heim í sveitina mína og sveituðumst smá. Smelltum okkur á hestbak m.a. En já segi þetta gott í bili :)
Góða vinnuviku.

sunnudagur, maí 01, 2005

vorfílingur......................

sit hérna og chilla með pepsi max og "allt í drasli" á skjánnum :) þvílíkur vibbi sem fólk getur haft inn hjá sér. Verra en hjá mér!!!!!!!!! en annars er orðið langt síðan ég hef bloggað, andleysið mikið hefur hrjáð mig. Ég held ég hafi harðsperrur í heilann eftir síðustu viku :/ það voru tvær erlendar konur í Klúbbnum að taka út starfsemina og auðvitað þurfti ég að tala ensku í gríð og erg við þær og útskýra allskonar hluti á því máli. Merkilegt hvað orðaforðinn getur orðið takmarkaður allt í einu, eins og allt sem maður kann dettur bara út. Hummmmmmmm ég náði að redda mér með einhverjum langloku útskýringum, bara gaman að því.
Ég fór í sveitina um helgina og hafði það huggulegt. Sinnti sveitastörfum í gríð og erg, fór m.a. á hestbak svona aðeins til að hita mig upp fyrir miðvikudagskvöldið. Men hvað það verður gaman að fara með stelpunum í hestatúr með reykjófólki og svo má auðvitað ekki gleyma fjórhjólaferðinni á laugardag. Nú eru bara fimm dagar þangað til.... best að drífa sig að dusta rykið af gönguskónum, útigallanum, notófötunum, sundbolnum. Ekki seinna vænna sko!!!!! Ég hef nebbblilega bara tvo daga til að græja mig til áður en ég fer í sveitina aftur. Ég verð í fríi á föstudaginn jibbbbý jei og ætla aftur í sveitina. Gestur er að læra fyrir próf og veitir ekki af frið og ró á meðan :) svo ég nýti tækifærið og sting af.
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna í hjallanum. Sumarið er á næsta leiti og gaman að vera til. Allt að gerast, fer að styttast í eggjaferðir niður í hólma, kvennareið, sleppitúrnum og kvennahlaupið. Nú svo má ekki gleyma afmælinu hennar Kristjönu og hans pabba, þau verða 80 ára samanlagt og mar vonast nú eftir nettu boði í tilefni af því. Ég er búin að ákveða að taka sumarfrí í júlí og er búin að leggja inn pöntun hjá veðurguðinum um þokkalegt veður.
Jæja kvöldverðurinn tilbúin og ég farin að borða :)