fimmtudagur, maí 22, 2008

ennnnn af veikindum

ennnnnnn af veikindum...... ég var orðin spræk á mánudag en þá vaknaði Unnur Lilja með 39° stiga hita og var mjög veik. Lá allan daginn og mókti og er enn veik. Á þriðjudagskvöld var Gestur komin með 40° stiga hita og hefur verið með síðan. Við hjúin vorum búin að skrá okkur á námskeið hjá endurmenntun varðandi skipulag og umhirðu sumarhúsalóða og ætluðum að mæta þar saman hress og kát. Gestur fór á mánudaginn og ég fer í kvöld, sumsé tveggja kvölda námskeið. Afar spennandi. Ég vona svo innilega að þessum pestum á heimilinu fari að ljúka, löngu búin að missa töluna á þeim ekki alveg normalt.
En að öðru leyti er allt í góðu gengi.

laugardagur, maí 17, 2008

smá fréttir

langt síðan Gyða Sól hefur skrifað :) en af henni og hennar familý er allt fínt að frétta. Við erum búin að fara nokkuð margar helgar í sveitina svona eins og vera ber. Ætluðum nú um helgina í sauðburðarstúss en húsfrúin er veik. Kom heim veik úr vinnunni í gær og er handónýt núna með hita og kvef, fæ alltaf vorkvef svo þetta er allt "eðlilegt". Við skötuhjú erum búin að fara niður í fjöru á fjórhjólum núna síðustu tvö skipti sem við höfum verið fyrir vestan og Gestur heldur því fram að ég hafi gert tilraun til að losa mig við hann með því að reyna að drekkja honum...... ræðum það ekki meira hérna.
En ég ætla að smella inn hérna einni uppskrift fyrir Steinu Báru frænku

Vínarbrauð

500-550 gr hveiti
1 pakki (11,8) gr þurrger
100 gr sykur
1/2 tsk möndludropar
1 egg
150 gr brætt smjörlíki
2 dl volgt vatn

aðferð eins og venjulegt gerdeig, látið hefast og allt það

fylling
125 gr smjör
175 gr sykur
100 gr marsipan

smjörið brætt og öðru hrært út í.

deigið er í ca 4 lengjur, eftir endilangri lengjunni er hæfilegu magni af fyllingu smurt og gjarnan smá súkkulaði rúsinum eða möndluflögum. Lokað þannig að ekkert leki út. Bakað í ca 15 mín við 200°

geggjað sætt og gott

Efnisorð: , ,